Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 25
að fá styrkleikann upp fyrir 14% (Port, Madeira
eða Sherry).
Svipaöa aðferö hefir hann Bjössi á Blöndu,
þegar hann bruggar Landann á nóttunni uppi í
helli uppi í fjalli. Þar sýður hann ómerkilegan
sykurlög, sem hann síðan eimar, svo úr verður
lélegt áfengisglundur.
Ef þú ert enn staðráðinn i að fremja fleiri
lögbrot en þú gerðir með skattskýrslunni þinni
síðast, þá skaltu byrja á því að útvega þér gler-
eða plastkút, sem tekur 25 lítra eða meira.
Betra, en ekki nauðsynlegt, er að hafa kútana
tvo. Kútana veröur þú síðan að þvo og þrífa
mjög vel að utan sem innan. Gott er að blanda
þvottasóda saman við skolvatnið og skola
síðan með ca. 4 Itr. af volgu vatni, sem þú
setur út í 1 deselítra af saltsýru eða vínsýru, til
að eyða sódanum alveg. Svo skolar þú kútinn
vel með köldu vatni. Ilmsterkasápu eða önnur
hreinsiefni má ekki nota í kútinn, því erfitt er að
fjarlægja þau aftur, en slík efni eyðileggja
möguleika alvöruöls á að freyða. Sömu reglur
gilda fyrir hieinsun á floskum.
Nú hefur þú kútinn hreinan og tilbúinn til að
taka við frumblöndunni. Ef þú kaupir þér pakka
til að búa öl, þá er í pakkanum annaðhvort
tilbúinn löguf, sem þú blandar með volgu
vatni, eða pakki með hreinum humlum og
maltkorni, sem þú þarft að sjóða í stórum
potti, til að búa til löginn. Þar skaltu fara að
eins og leiðbeiningarnar segja. Tekið er fram
hvers konar pott þú þarft að nota, hvað þú
setur saman við humlana og hversu lengi á að
sjóða gumsið. Stundum er drykkur búinn til úr
malti einu saman, sem þá heitir öl. Þegar
bragöefni úr humlum hafa verið sett saman
við, þá fyrst heitir drykkurinn bjór. Þessvegna
er öl og bjór alls ekki það sama.
SYKUR:
Nú komum vjð að sykurmagninu, sem sett
er í blönduna, og þar stendur hnífurinn einmitt
í kúnni. Nú verður þú að gera það upp við þig,
hversu löghlýðinn þú ert. Sértu góður og
löghlýðinn íslenskur ríkisborgari, þá skaltu bara
fara með allt draslið beint í vaskinn. Samviskan
situr þá eftir, tær og glitrandi af löghlýðni, og
þú getur hæglega hrópað húrra.
En sértu þegar búinn aö sjá sannleikann, —
að þú eigir enga glitrandi samvisku til að skilja
eftir, — lokaröu bara augunum og blandar
henni saman við hitt glundrið og hellir öllu
saman í kútinn.
En þá kemurðu að dálítið flókinni spurningu:
Hve mikinn sykur átt þú að setja út í?
i fyrsta lagi verður þú að gera þér Ijóst, að
mikið sykurmagn er þegar fólgið í maltinu, sem
þú ert búinn að sjóða. í humlum er enginn
sykur, en í maltinu er Maltósa sykur, sem er
um 75% að magni og gerjast mjög auðveld-i
lega. Sykurmagniö er því greinilega mjög mikið
í umbúðum, sem innihalda malt og því eölilegt
OG NAUÐSYNLEGT aö fylgja nákvæmlega
leiðbeiningum um það viðbótarmagn, sem má
setja saman viö. i Þýskalandi ert.d. óheimilt að
hafa nokkurn „aðstoðarsykur" saman við
maltið vegna gæöa vörunnar. Þess vegna
verða bjórframleiðendur að ná upp vínanda-
styrknum með malti einu saman. Og eitt enn:
Bjór, sem of mikið sykurmagn hefur verið sett
í, verður annað tveggja, rammur/beiskur eða
hreinlega dísætur og ódrekkandi og fær engan
eftirgerjun í geymsluumbúðum, fær aldrei neitt
,,lif" og verður heldur aldrei tær.
Semsagt: Farðu bara nákvæmlega eftir
útlendu uppskriftinni. Hún hefur þegar verið
margreynd og myndar ákjósanlega blöndu af
styrkleika, miðað við ákjósanlegasta bragðið.
Setjir þú meiri sykur saman við maltið en mælt
er með, þá gerir þú það alveg á eigin ábyrgð,
og afleiðingarnar verða ekki endilega þær að
þú hafnir undir borði þegar bjórinn er tilbúinn.
Bjórinn gæti alveg eins hafnað í vaskinum.
Til enn frekari öryggis fyrir þig sjálfan, þá
ræð ég þér til að fara og kaupa þér tvo
nauðsynlega mæla: Hitamæli og sykurflotvog
(hydrometer) og bikarglas. Til þess að geta
notaö sykurflotvogina á réttan hátt, þarftu
hitamælinn fyrst, því að blandan á að vera við
réttan hita (15°C) til þess að sykurflotvogin
mæli rétt. Svo tekur þú frumblönduna, eða
soðið með uppgefnu sykurmagni og öðrum
bragðefnum saman við, setur dálítiö af því í
glas við réttan hita og lætur flotvogina sökkva
þar í. Hún sýnir þá það vínandamagn, sem
blandan kemur til með aö gefa eftir gerjun.
Sértu ekki ánægður með það, veröur þú að
fara í ríkið, góði.
Nú ertu tilbúinn til að fara að setja gerið
saman við. Þú tekur dálítiö af frumblöndunni,
setur í stórt glas, og hitar upp að 24 — 30°C.
Svo opnar þú pakkann með gerinu og setur
um það bil helminginn út í glasið og stillir því
upp á heitum stað, þannig að upprunalegur hiti
haldist. Eftir einn til tvo tíma hefur myndast
ofan á því froða, ef allt er í lagi. Á meðan hefur
þú hitað blönduna í kútnum upp 1* sama
hitastig, og þá getur þú bara sturtað gerjuninni
í glasinu saman við, lokað kútnum og sett
hann á stað, sem heldur þessum hita við. Ofan
úr kútnum leiðir þú svo plaströr ofan í litla dós
með vatni í eða notarsérstakan vatnslás, en þá
getur þú séð loftbólurnar fara upp í gegn um
vatniö, þegar gerjunin byrjar.
GERJUN:
Gerjunin sjálf tekur venjulegast 4—10 daga.
Tíminn fer mikiö eftir hitastiginu á blöndunni,
sykurmagninu og sykurtegund. Sé hitinn
nálægt 30°C tekur gerjun styttri tíma. Yfirleitt
hafa 5 dagar virst góður tími. Þú sérð alveg á
loftbólunum upp úr glasinu, hvernig gerjun
líður. fyrst verður hún nokkuð ör, en hægir
síðan á sér, og þegar ein og ein loftbóla
myndast með um mínútu fresti, geturðu farið
að mæla aftur.
Það gerir þú á sama hátt og í fyrra skiptið.
Tekur dálítið sýnishorn í glas og lætur ofan í
það sykurflotvogina. Nú á hún að sökkva niður
að græna (eða bláa) merkinu. Þá er gerjun
lokið... Nei, nei, nei! Ekki fara að smakka
strax, góði. Nú er gamanið fyrst að byrja. nú
getur þú fyrst farið að búa til ölið.
Ef þú skoðar ölið vel, þá sérðu, að það er
vægast sagt kolgruggugt, — og ódrekkandi.
Nú kemur sér vel að hafa útvegað sér tvo
kúta. Þennan fulla setur þú nú varlega upp á
borð en þann tóma á gólfiö. Ofan í þann fulla
setur þú plastslöngu, sem þú hefir lokað á
öðrum enda, en sett svo gat á slönguna svona 5
cm frá botni. Þegar þú setur síðan slönguna
ofan á botn fulla kútsins og notar sogkraft til
að leiða bruggið í hinn, þá skilur slangan
botnfallið eftir, og því skolar þú ofan í vask.
Síðan blandar þú saman við bruggið í seinni
kútnum efni, sem úlendir kalla „Finings”, eða
felliefni, og lætur það standa grafkyrrt í einn,
tvo eða þrjá sólarhringa. Þá er ölið loks orðið
sæmilega hreint, en ekki alveg.
UMBÚÐIR:
Nú líður loks að því, að lokatakmarki
ölgerðarinnar sé náð. Ég veit, að þú ert búinn
að smakka á því, og þér finnst það ekki gott.
Þannig á það að vera. Ölið verður ekki orðið
gott, fyrr en ég segi.
Nú setur þú kútinn varlega upp á borð, eins
og fyrst, og tappar af honum meö slöngunni
eins og í fyrra skiptið, og aftur ofan í hreinan
kút. Síðan setur þú saman við það 130 grömm
af sykri í 25 Itr. lögun (uppleystum í vatni).
Þessi sykur kemur „eftirgerjun" af stað og
myndar ,,gos" í bjórnum á flöskunum, svo
hann verði ekki alveg dauður. Síðan tappar þú
úr kútnum á flöskurnar og lokar þeim með
þéttum táppa og setur þær síðan á stað, sem
er í stofuhita og geymir þær þar í 5—7 daga.
Þá er eftirgerjun lokiQ, og nú færir þú þær í
kulda og lætur botnfallið eftir eftirgerjunina
setjast. Það hefir gerst eftir um tvo daga.
22.TBL. VIKAN 25