Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 26
klárað að láta ölið lagerast og verða aö
alvöruöli. Til hamingju!
Og þegar þú ert kominn fram f þriðju lögun,
ertu kannski fær um að þiggja nokkrar
ábendingar.
Nú ertu kominn á það stig, að þú hefur
ánægju af að búa til góðan drykk. Ekki bara
áfengan. Nú ertu tilbúinn að fara að afla þér
ýmissa hluta, sem kannski er hægt að komast
af án, en auka ánægjuna til mikilla muna.
■ Þú manst, hvað ölgerðarmaöurinn sagði f
upphafi greinar, ,,gott öl er ekki hægt aö búa
til f heimahúsum..." Þetta hefur verið alveg
rétt, fram að þessum tíma. En nú færist slík
„heimavinna" ört í vöxt bæði erlendis og hér
heima. Þetta vita framleiðendur ölpakkanna og
gera allt til að slfkt megi takast. Þeir hafa til
sölu alls konar efni, sem auövelda þetta aö
miklum mun. Efni, sem eru dýr, og ölgerðir
reyna að komast hjá að nota til að halda
verðinu niöri. En litli maðurinn — ég og þú —
hafa ef til vill ráö á að kaupa litla skammta í
einu til að auka ánægjuna af ölgeröinni með
því að auka gæði ölsins, og geta þannig gert
það JAFNVEL ENN BETRA en ölgerðirnar.
Nú er orðið mögulegt að kaupa svo til alla hluti
til alvöruölgerðar. Þú getur fengið keypta stóra
kúta til að gerja ölið í. Sérstakan þKpgusykur er
gerjast um 30% hraöar, sem aö vísu er ekki
nauösynlegur, en betri en strásykur, ýmsar
tegundiraf geri, bæði fyrir alvöruöl og létt vín,
allskonar tegundir „snefilefna" svo sem
gernæringu, gervítamín, steinsölt í vatn,
sýrueyöi, mjólkursykur, Campten sótthreins-
un, „Finings" og ýms önnur efni til bjórgerðar.
Mælitæki allskonar svo sem hitamæli, sykur-
flotvog, vínandamæli o.fl., tappa á bjórflöskur,
tæki til aö setja á plastslöngur til að sjúga öl
upp úr kútum, flöskuhreinsunartæki og
flöskuáfyllingartæki, gerjunarlása, jafnvel
þrýstitunnur, til að geyma alvöruölið á í stað
þess aö setja á flöskur, jafnvel merkimiða o. m.
f|. Auðvitað fást svo pakkar, með öllum
nauðsynlegum efnum í ölið f flestum verslun
um, en þessi ýmsu séráhöld, sem ég hef
minnst á, þarf að kaupa í lyfjaverslunum, eöa í
sérverslun með slík áhöld.
I ensku leiðbeiningunum er oft minnst á
ýmsar sjóræningjaeiningar í máli og vog, og þá
er gott að muna aö „pint" er hálfur lítri, „Ibs"
er hálft kíló, „gallon" um fjórirog hálfur Iftri og
„únsan" þeirra, eða „oz", mælist 28,35
grömm á mæltu máli.
Og nú ertu líklega alveg tilbúinn til að fara að
leggja í fjórðu lögnina, eða áttu kannski
eitthvað eftir af þriðju?
Nei, mér datt þetta í hug, vinur.
En nú skaltu taka þaö rólega, fá þér þau
tæki, sem þú hefur efni á og gera þetta
vísindalega. Ánægjan af að geta boðið upp á
slíkan ágætisdrykk bæði að útliti og bragöi, er
vel þess virði. Og ég skal segja þér eitt: Jafnvel
þótt við íslendingar séum álitnir óalandi asnar f
ölmálum, þá höfum við nógu þroskaðan
smekk til að gleöjast yfir glasi af fslensku
alvöruöli, sem með dálftilli natni, umhyggju og
þolinmæði getur hæglega orðiö töluvert betri
mjöður en erlent fjöldaframleitt verksmiðjuöl.
Skál í víkingablóöi!
KARLSSON
Á það skal bent, aö gosiö í flöskunum á sinn
þátt í að ryöja öliö tært og hefir þannig
afgerandi áhrif á hvernig tekst til með gæðin.
Varastu að nota skrúfaða alúmíhum tappa,
eins og eru á vfnflöskum, því þeir vilja svfkja,
og ölið fær ekki sitt gos og veröur ekki tært.
Tappar á ölflöskur fást bæöi úr málmi til einnar
notkunar og úr plasti, og má nota þá aftur og
aftur.
Gjörðu nú svo vel. Hér hefir þú bjór til að
bjóða mér uppá, næst þegar ég kem f
heimsókn. Aöeins eitt: Smakkaðu fyrst á
honum sjálfur. Ef þú finnur á þér eftir eina
flösku, þá helliröu öllu saman f vaskinn. Hann
er of sterkur fyrir venjulegan íslending.
NOKKRAR RÁÐLEGGINGAR:
Bruggun alvöruöls tekst yfirleitt ekki fyrr en f
þriðju tilraun. í fyrsta skipti drekkurðu allt
gumsið strax og gerjun er lokið, færð
magapínu og ógeð á öllu draslinu. Hafðu engar
áhyggjur af því. Þetta kemur fyrir flesta.
í annað sinn kemur þú mestu af því í flöskur
áöur en það klárast, magapfnan verður minni
og ógeðið minna. Þetta er allt á réttri leið. I
þriöja sinn áttu jafnvel eitthvað eftir af þvf
sfðasta, svo þér llggur ekki eins á. Þá geturðu
26 VIKAN 22. TBL.