Vikan

Útgáva

Vikan - 27.05.1976, Síða 29

Vikan - 27.05.1976, Síða 29
Þriðjudagur. Æfing fyrir bakið. Stattu á gólfinu og teygðu annan fótinn aftur fyrir þig, Tylltu tánum á aftari fætinum í gólf. Lyftu báðum handleggjum fram og upp. Teygðu mjaðmirnar eins langt fram og þú getur. Dragðu saman rassvöðvana. Teldu upp að sex og slakaðu síðan á. Skiptu um fót og endurtaktu æfinguna. Gerðu æfinguna sex sinnum á hvorn fót. Þessi æfing er sérlega góð fyrir þá, sem sitja mikið. Miðvikudagur. Fyrir lærin. Liggðu á hnjánum. Lyftu handleggjunum í axlarhæð og hallaöu þér aftur á bak. Dragðu inn magann og gættu þess, að bakið sé beint. Hallaðu þér hægt fram í hvíldarstöðuna, sem sýnd er á aftari myndinni. Endurtaktu æfinguna fimm til sex sinnum. Laugardagur. Jafnvægisæfingar. Stattu rétt og teygöu hendurnar upp yfir höfuð, snúðu lófum saman. Lyftu öðrum fæti í mjaðmarhæð með bognu hnéi og beinni rist. Sveiflaðu fætinum þrisvar sinnum fram og aftur. Skiptu um fót og gerðu æfinguna sex'sinnum. Sunnudagur. Brjóstin og upphandleggirnir. Sittu á rúmstokknum. Beygðu handleggina um olnboga og lyftu höndunum í höfuðhæð. Þrýstu herðablöðunum saman. Leggðu lófana á hvirfilinn. Láttu eins og þú eigir að lyfta miklum þunga um það bil 10 sentimetra. Þú gerir það meö því að lyfta höndunum hægt upp og finndu um leið greinilega, hvernig þú hreyfir handleggina, brjóstin og rifin. Láttu hendurnar síga niður á hvirfilinn. Endurtaktu æfinguna tíu sinnum. 22. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.