Vikan

Eksemplar

Vikan - 27.05.1976, Side 31

Vikan - 27.05.1976, Side 31
INNE gerir stundum fáránlega hluti, en aldrei að ástaeðulausu. Ég er núna að biðja yður að gera mér persónu- legan greiða. Þessi maður er ekki tiginborinn, en hjarta hans er úr gulli, og hann á skilið samúð yðar. Hins vegar vænti ég þess, að þér minnist ekki á þessa heimsókn við vin okkar Fouché, ha?” Forvitni Mariannes varð nú óró- leikanum yfirsterkari. Þó henni stæði nákvæmlega á sama um það fyrir hvern hún syngi, þá var henni nú í mun að komast I þetta hús og sjá þann mann, sem var í svona miklu áliti hjá furstanum. „Fyrirgefið þér,” sagði hún blíð- lega, ,,mér er það ekki nema ljúft að syngja fyrir vin yðar. ’ ’ ,,Þakka yðurfyrir.” Þau óku nú upp bratta brekku, og hestarnir hægðu á sér, en Lam- bert, ekillinn þeirra, hélt um taum- ana traustum höndum. Aftur var komin móða á rúðurnar, en inni í hinum vel bólstraða vagni grúfði þögnin sig, og bæði gleymdu þau sér í eigin hugsunum. Marianne mundi nú allt í einu, að þegar þau fóru að heiman, hafði hún ekki tekið eftir því, hvort þessi hvimleiði svarti vagn hafði staðið þar fyrir utan. En svo varð henni aftur hugsað til þessa dularfulla m. Denis. Hún var ánægð yfir því, að hún skyldi ekki þurfa að minnast á hann I þessum þrautleiðinlegu, daglegu skýrslum sínum, sem henni var enn á móti skapi að skrifa Talleyrand hafði hins vegar séð til þess, að þær voru einungis forms- atriði. En hvers vegna hafði Fouché ekki virt hana svars varðandi fyrir- spurn hennar um þennan svarta vagn? Var hugsanlegt að hann væri á hans vegum? Ja, þvi ekki það? Þar sem snæviþaktri jörðinni sleppti tók við dimmur skógur. Veiðisetrið að Butard stóð niðri við ísilagt vatn. Dauf birta barst úr stórum gluggum þess og féll á harð- fennið úti fyrir. Gaflinn var skreytt- ur upphleyptum myndum af fólki á veiðum. Hún hreifst samstundis af þessu húsi, en kannski var það vegna þess, að mögnuð forvitni hennar var hálft I hvoru farin að gera ráð fyrir kraftaverki. Þau höfðu farið í gegnum aðal- hliðið og voru nú komin inn í JULIETTE BENZONI C Opera Mundi Paris hringlaga forgarð. Einkennisklædd- ur þjónn tók niður stigþrepin, en Marianne veitti því naumast athygli heldur gekk líkt og í draumi að opnum dyrunum. Hún var stödd í litlum forsal, sem var skreyttur blómum, og á móti henni kom notaleg hlýja, er stafaði frá stórum arni. Stigi lá upp á loft, en þar var aldimmt. Marianne hafði hins vegar ekki tíma til þess að líta gaumgæfi- lega í kringum sig, því að þjónn- inn opnaði nú dyr, sem lágu inn í bláa og hvíta viðhafnarstofu með PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, sími 13271 penninn hefur farið sig- um heiminni. 129 ára reynsla hefur leitt til sífelldra endurbóta og gert Cross einn þann vandaðasta penna sem þú getur fengið. 22. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.