Vikan

Tölublað

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 34

Vikan - 27.05.1976, Blaðsíða 34
kvíða, og hún varð aftur sjálfri sér lík. ótti hennar hvarf eins og dögg fyrir sólu, og i rödd hennar var fylling, sem hún hafði ekki náð áður. Enn einu sinni hafði tón- listin orðið henni að liði. Máttur hennar virtist aldrei ætla að fjara út, ávallt fersk og endurnærandi. Sjálf hreifst hún með án ótta og hindr- unarlaust, vitandi að hin gagn- kvæma ást hennar og tónlistar- innar myndi aldrei dvína. Þar yrði ekki um heitrof að ræða. Lokaorðin liðu eins og andvarp út yfir hinar ungu varir hennar: ,,...tálvonir allar horfnar eru, cn ástin ein lifir....” Því næst varð algjör þögn. Hass- ani leit niður fyrir sig og lét hendurnar hvíla á hnjám sér, og Marianne fann áhrif tónlistarinnar dvína. Taugaóstyrkurinn fór aftur að gera vart við sig, og hún þorði ekki að líta í áttina að aminum, þar sem hún vissi, að einhver stóð. ,,Frábært,” heyrði hún svo sagt. „Syngið meira, mademoiselle. Þekkið þér Plaisird'AmourV' Þá loksins leit hún á manninn. Hann var minni en meðalmaður á hæð, þéttur á velli, án þess að vera feitur. Hann hallaði sér upp að arinhillunni klæddur svörtum jakka og hvítum buxum úr kasmírull. Þar fyrir neðan tóku við hnéhá stígvél með litlum, silfurlitum spor- um. Hendur m. Denis voru smáar og sömuleiðis fæturnir, en það var fyrst og fremst andlitið, sem dró að sér athygli hennar. Hún hafði aldrei séð neitt þvílíkt. Hörundið var á litinn eins og fílabein, og hlut- föllin minntu á rómverska mynda- styttu. Hár hans var stuttklippt, og það féll örlítið fram á ennið. Þar fyrir ncðan skein í dökk, djúp- stæð augu. Erfitt var að mæta þess- um augum, en blæbrigði þeirra voru ógleymanleg. M. Denis hélt á gylltri tóbaksdós úr skjaldbökuskel, en úr henni sáldraði hann tóbaki bæði yfír sjálfan sig og nánasta umhverfi. , Jæja?” sagði hann. Marianne roðnaði, og hún gerði sér grein fyrir því, að hún hafði starað á manninn að því marki að nálgaðist ókurteisi. Hún leit þvi snöggt undan. , Jú, ég kannast við það.” Hún byrjaði að syngja þetta vel- þekkta lag af tilfinningahita, sem var henni næstum um megn. Eitt- hvað var að gerast i fylgsnum hjarta hennar, eitthvað sem var þess vald- andi, að hún lifði sig inn i tón- listina af ákafa, er hún hafði haldið til þessa, að hún byggi ekki yfir. Nú þegar hún var byrjuð að syngja var hún ekk: hrædd við að horfa á m. Denis. Aldrei hafði nokkur maður haft svona mikið aðdrátt- arafl fyrir hana, og henni var ómögulegt að leyna þeim tilfinn- ingum, sem bærðust með henni. Græn augu hennar mættu augna- ráði þessa ókunna manns, þannig að ástaryrðin í söngnum virtust ætl- uð honum og honum einum. ,,Svo lengi er fellur foss í gjá og flúðir bökkum hjá ég ást mun hafa pilti á...” Framhald r næsta blaði. CINNI & PINNI *im 34 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.