Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 4

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 4
Af tæknilegum ástæðum reyndist ekki mögulegt að taka mynd af baðherberginu, svo að þetta varð að nægja, þótt iítið sé. Stofuhorn. — Þetta hefur þá ekki alltaf verið dans á rósum? — Nei, það var nú öðru nær. Meira að segja var um tima svo komið, að ég reyndi að selja húsið hérna, en þá vildi enginn kaupa. Ég sagði öllum hreinskilningslega hver ástæðan væri, því okkur syst- kinunum var rækilega kennt það hjá pabba og mömmu, að aldrei skyldi maður nokkum svíkja né pretta. En svo fór að líða að því, að þetta fór að ganga betur og betur, þannig að erfiðleikarnir eru nú að mestu yfirstignir. — Er ekki vandkvæðum bundið, Ebeneser, að hafa vöruverðið að jafnaði lægra en í öðmm verslun- um? — Ja, vandræði og vandræði. Til þess em erfiðleikarnir að yfirstíga þá. Auðvitað kostar það útsjónar- semi og allskonar hagræðingu, — en þetta tekst. — Flytur þú inn þínar eigin vömr? — Við gemm það að nokkm leyti. Oft em það þó sömu vömrnar og almennt em þekktar i verslunum hér, og kannski þær bestu á markaðnum, — því fmmskilyrði er að hafa vömgæðin í efsta flokki. En við kaupum vömna ef til vill, þegar verðið sýnist einna hagstæð- ast, og flytjum hana þá inn sjálfir. Ef íslenskur umboðsmaður er til, þá fær hann auðvitað sín umboðslaun, en vömna kaupum við og geymum sjálfir eftir hendinni. Þannig spar- ast milliliðurinn í mörgum tilfellum, og hagstæð vömkaup em gerð. — Seljið þið öðmm smásöluversl- unum? — Nei, yfirleitt ekki, nema þá í einstaka tilfelli. Ég hefi t.d. haft umboð fyrir Electrolux frá byrjun og sel þau tæki í heildsölu til endur- seljenda. — Nú, þegar neðsta hæðin fór að ganga eðlilega, fór ég að undirbúa aðra hæðina, og þar sel ég húsgögn og heimilistæki. — Em það íslensk eða erlend húsgögn? — Bæði innlend og erlend, sem við flytjum inn sjálfir. — Þriðja hæðin, sem nú er komin í gagnið, hvaða vömr eru þar? — Þar er vefnaðarvara og gjafa- vara eins og er, en á því verður breyting núna i september, en þá er meiningin að opna kjallarann og hafa þar húsgögn og heimilistæki. Húsgögn verða þá einnig á þriðju hæð ásamt annarri, þannig að þau verða á þrem hæðum. — Fjórða hæðin er ekki til? — Ekki sem slík. Að vísu bý ég þar, en ég lét reisa þar fyrir mig ibúðarhús. Svokallað ,.Penthouse” sem er byggt á þakinu. Þar er svo meiningin að rækta garð í kring, þegar timi vinnst til. Ég hefi yfirleitt látið fyrirtækið ganga fyrir með framkvæmdir, og verður svo víst enn um sinn. - 0 - — Já, það má með sanni segja, að ég gangi til vinnu að morgni, en fari heim í lyftu á kvöldin, sagði stór ,,betri”stofa. Á milli stofu og lyftu er eldhúsið, að visu fremur lítið, en ákaflega skemmtilega inn- réttað og öllu þar haganlega fyrir- komið. Allir útveggir em, eins og áður er sagt, þaktir gluggum. Ofanljós í stofum em mörg en lítil, en með stillum í vegg er hægt að auka eða minnka ljósmagn þeirra að vild. Á gólfum em þykk teppi. Hús- búnaður allur er vandlega valinn, og smekkvísi er í öllum litum, hvort sem um er að ræða veggi, gólf eða húsgögn. Fáar myndir prýða veggi, en um þær gildir sama smekkvisin, bæði hvað viðkemur staðsetningu, fjölda, myndefni og jafnvel heildar litbragð þeirra. Á miðju gólfi situr mikill og húsbóndahollur hundur af erlendu „Bulldog” kyni, gerður úr postulíni. Fyrir miðju húsi em tvö minni herbergi, sem ætluð vom fyrir börn, en þau em öll uppkomin og farin að heiman með sinn búskap, en þau hafa öll þrjú sína atvinnu í Vöm- Sólin heiiir geislum sínum yfir hallarstofuna. Ebeneser, þegar hann hafði boðið mér upp í höllina sína uppi á þaki — og þangað var auðvitað farið í lyftu. Ibúðarhúsið er reist á þaki Vöm- markaðarins, eins og áður er sagt, með steinsteyptu þakinu allt um kring, þar sem síðar á að setja jarðveg fyrir gróður. Húsið er stál- grindarhús, innréttað harðviðar- plötum að innan, en á öllum hiiðum em gluggar, sem koma að miklu leyti í stað klæðningar. Þar uppi hafði húsmóðirin, Ebba Thoraren- sen tekið okkur opnum örmum, og eftir að mér hafði verið sýnt húsið í hólf og gólf, var mér boðið sæti í stofunni við uppbúið borð með dönskum postulínsborðbúnaði sem aftur var fullhlaðinn tertum og öðm góðgæti. Á meðan við gæddum okkur á veitingunum, fræddu þau hjónin mig á ýmsu, sem húsinu viðkom. Þegar stigið er út úr lyftunni, er komið beint i nokkurskonar milli- gang um húsið. Sunnan við þennan gang em stofur, eða borðstofa og markaðinum, tvær dætur og sonur. Norðan við lyftuna em tvö bað- herbergi, annað fyrir svefnherbergi hjóna, i þeim em sérvalin hrein- lætistæki í völdum litum. Við bað em hitastiilt blöndunartæki, þann- ig að þar hefur vatnið ávallt réttan hita. Baðherbergi em innréttuð harðviðarplötum, eins og aðrir hlut- ar hússins. Svefnherbergi hjóna er í norðurhelmingi hússins, fagurlega hannað og innréttað eins og annað. Utan húss, er ennþá slétt stein- steypan, eins og áður er sagt, en þar mun koma gróðurmold og grænir vellir. Ebba rétti mér brosandi fullan kökudisk, sem ég greip báðum höndum. — Hvernig kunnið þið svo við að búa héma á toppnum? — Eins og þú sérð er ekki yfir mörgu að kvarta í dag, og þegar ég er búinn að ganga frá garðinum fyrir utan, verður þetta ágætt, sagði Ebeneser. — Er lyftan einasti útgangurinn héðan, spurði ég. 4 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.