Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 21.10.1976, Qupperneq 5

Vikan - 21.10.1976, Qupperneq 5
— Nei, það er stigi við hliðina á lyftunni, sem ég geng niður þegar ég fer í vinnuna. — Þið komist þá alls ekki hjá þvi að ganga í gegnum verslunina, þegarþið farið út...? spurði ég kvik- indislega. — Nei, það er nú gallinn á, mælti Ebba. En hjá því er ekki hægt að komast, bætti hún við brosandi um leið og hún bauð inér meira kaffi. — Já, það er kannski það, sem helst mætti finna að því að búa svona í föstu samhengi við verslun- ina, — að maður getur hreinlega aldrei losnað við hana. Það getur verið dálitið þreytandi á stundum, því það koma fyrir þeir tímar að maður vill gjarna slíta sig úr öllum tengslum við hana um stundarsakir til að slappa af. En það er alls ekki hægt. Maður vaknar á morgnana við ysinn í vinnandi fólkinu niðri, krakkarnir koma gjarnan hérna við smástund áður en þau hefja vinnu, og fá sér eitthvað i svanginn, og eiginlega er maður farinn að vinna áður en maður vaknar. Ég kvarta ekki yfir því, — en það verður þreytandi til lengdar, að geta aldrei „slappað af”. — Þessvegna erum við farin að hugsa um að búa einhversstaðar annarsstaðar, svo að mögulegt sé að slíta tengslin við vinnuna að kvöldi, eða um helgar. Að vísu eigum við sumarbustað á yndisleg- um stað við Þingvallavatn, þar sem við erum mjög oft um helgar, og að sumri til er ég gjarnan farinn að framlengja helgarnar þar um mánudaginn lika. Þá finn ég best, hvað það getur verið þýðingarmikið að komast í burt frá ys og þys dagsins um stundarsakir. Það er hverjum manni lífsnauðsyn. — Og guðsblessun. En nú ferðist þið töluvert um erlendis, ekki satt? Þann tíma getur þú sla... ” — Það er ekki svo vel, sagði Ebeneser. Oftast þegar ég fer út, þá er það vegna þess, að ég á erindi á vörusýningar í sambandi við versl- unina. Þar er ég því líka bundinn i báða skó. — Já. Ég hefi oft notað tækifærið til að slæðast með í slikum ferðum, bætti Ebba við, en þar er svipaða sögu að segja. — Og ekki getur þú með góðu móti selt húsið á þessum stað, sagði ég við Ebeneser. — Nei, það er ekki svo gott, sagði hann. En möguleiki er samt á því að breyta þvi í skrifstofubygg- ingu fyrir mig. Ég hefi verið að hugsa um það... Mér datt í hug, þegar Ebba datt í hug að stofna Vörumarkaðinn fyrir 10 árum. Þá var ekki langt á milli hugsunar og framkvæmda. Ég flýtti mér því að stinga upp í mig þvi sem ég átti eftir af kökunni, þakkaði fyrir mig, kvaddi eins virðulega og mér var unnt, og ýtti á lyftuhnappinn. KARLSSON. >1* «1* *T* *T* 43. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.