Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 17

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 17
V5JOI Átta ára barn er nú orðið mið- depill fjölskyldudeilna og pólitískr- ar þrætu. Felipe sonur Juans Carlos I spánarkonungs skilur þó sem betur fer lítið af því, sem hjalað er í kringum hann um pólitísk málefni, og leikur sér ennþá nokkurn veginn áhyggju- laust í skjóli fjölskyldu og vina- fólks. Hann veltir ekki vöngum yfir því, hvað það þýðir að vera prins af Asturien, en faðir hans sæmdi hann þeim titli í maí síðastliðnum. Samkvæmt ævagamalli erfða- venju hefur arftaki spönsku krún- unnar ætíð borið þennan titil, og svo gerði einnig Juan Carlos konungur. Hann hafði alls ekki hugsað sér að sæma son sinn þessum titli svo fljótt, en íbúar Asturienhéraðs beinlínis kröfðust þess. Það gerðist á þann hátt, að þegar spænsku konungshjónin voru að undirbúa heimsókn til Asturien á síðastliðnu vori, kom sendinefnd þaðan á konungs fund og kom á framfæri þeirri ósk íbúanna, að hann útnefndi Felipe prins af Asturien. Konungur tók sendinefndinni vel og kvaðst mundu taka ósk þeirra til „síðari athugunar", sem allir vissu, að táknaði það eitt, að málið yrði dregið um ófyrirsjáanlegan tíma. Konungshjónin komust fljótt að því, hvað íbúum Asturien fannst um þessa afgreiðslu málsins. Þeg- ar þau komu til fyrsta áfanga- staðar á tveggja daga heimsókn sinni til Asturien var þeim fálega tekið. Fátt fólk fagnaði komu þeirra, og hvergi sáust börn með fána, eins og venjan er. Skömmu Þar sem Fe/ipe hefur nú titi/inn prins af Asturien, verður hann að gegna ýmsum opinberum skyld- um. Eitt fyrsta verkefnið var að afhenda verðlaun fyrir Iþróttir. síðar lýsti Juan Carlos því yfir í kirkjunni á staðnum, að hann beygði sig fyrir vilja fólksins. Um leið og hann kom aftur til Madrid lýsti hann því opinberlega yfir, að hann hefði afsalað sér titl- inum prins af Asturien í hendur Felipe og þar með gert hann að eftirmanni sínum. ibúar Asturien tóku spánarkon- ung samstundis í fulla sátt. En um leið hafði hann bakað sér óvild og gremju föður síns og fjölda ann- arra, sem töldu þetta mjög ótíma- bæra ráðstöfun. Faðir spánarkonungs er Don Juan greifi af Barcelona, sonur Alfonso XIII spánarkonungs, sem sagði af sér konungdómi á Spáni árið 1931. Þegar Alfonso dó í útlegð á Italíu árið 1941, varð Don Juan um leið höfuð spænsku kon- ungsfjölskyldunnar og réttborinn arftaki krúnunnar. Árið 1969 tók Franco hinsvegar þá ákvörðun, að Juan Carlos skyldi erfa krúnuna, og í nóvember 1975 varð hann konungur Spánar. Þrátt fyrir allt þetta lítur faöir hans, greifinn af Barcelona, enn á sig sem rétt- borinn arftaka krúnunnar og telur konunginn son sinn aðeins eiga að bera titilinn prins af Asturien. Greifinn harðskeytti lætur einskis ófreistað að reyna að tala um fyrir syni sínum, og það verður að segjast eins og er, að hann hefur stuðning allmargra. Það væri víst synd að segja, að kært væri með þeim feðgum um þessar mundir, og nú getur Don Juan ekki heldur litið sonarson sinn réttum augum. Don Juan og fylgismenn hans líta svo á, að Juan Carlos hafi notið óverðskuld- aðrar náðar hjá Franco, og þeir fullyrða, að Juan Carlos muni standa í vegi fyrir því, að stjórnar- hættir á Spáni fái að þróast í lýðræðisátt. En sonurinn er fastur fyrir, og sem stendur virðast ekki líkur á sættum milli feðganna. Felipe de Borbón y Schleswig- Holstein (nafnið hefur prinsinn ungi fengið frá móður sinni, grísku prinsessunni Sophiu, en hún fékk það aftur frá sinni eigin móður, Friedrike hinni þýskættuðu) er sá 34. í röðinni af þeim, sem borið hafa titilinn prins af Asturien. Litli prinsinn skilur ekki, að hann er skyndilega orðinn aðalpersónan í spænskum stjórnmálum. Hann sóttist heldur ekki eftir þeirri aðstöðu. Hann bað yfirleitt alls ekkert um þann heiður, sem honum hefur hlotnast í lífinu. Fetipe krónprins með systrum sínum Christinu ellefu ára og E/enu þrettán ára. Þeir fara á mis við áhyggjulausa æsku Þessir drengir eiga einnig eftir að verða þjóðhöfðingjar: Philippe krónprins i Belglu, 16 ára. Reza krónprins persa, 16 ára. Mohammed i Marokko, 13 ára. 43.TBL VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.