Vikan

Eksemplar

Vikan - 21.10.1976, Side 20

Vikan - 21.10.1976, Side 20
f-----------------^ Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum ízÖSt-CjS. l'ccu±obus V\uuw&/o5b' 5ojt LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum ■ Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 -sími 13656 LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. Aótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. Það er ekkert í kananum og ekkert í íslenska sjónvarpinu. Hvort eigum við að horfa á? ,,Er Jan sá ljóshœrði?’” Já,” sagði hún hœgt, „þetta er sá sem fór mjög nœrri mér að ég held. Ef til vill myndi ég þekkja þá ef ég sæi þá aftur.” ,,Já, hafðu andlit þeirra í huga.” Og ég sem hélt að ég hefði losað mig algjörlega við þá í Graz. Og hvemig fréttu þeir um Lienz?” Irina var líka í öngum sinum. Hún fékk honum myndimar aftur, en sagði ekki neitt. „Þeir em allir þrir famir frá Lienz, en ég veit ekki orsökina. McCuIloch þurfti að segja mér frá ýmsu öðm. Krieger mun gefa mér nákvæmari skýrslu í Merano.” „Verða Ludvik og vinir hans i Merano?” sagði Irina mjög lágt. „Já, ef þeir vita um þann stað líka.” „Ef? En þeir virðast vita allt.” „Já, en við skulum vona, að þeir viti ekki um Tarasp.” Hún horfði á hann og augu hennar vom spyrjandi. „Það er þorp rétt handan við landamærin í Sviss. Þangað er ferð- inni heitið. Krieger mun segja okkur frá húsinu sem...” „Húsi föður míns?” „Nei. Hann býr víst á einhverj- um öðmm stað í Sviss. En hann ætlar að hitta þig þama. McCulloch sagði mér ekki ástæðuna, en Krieg- er mun skýra það nánar.” „Og hvenær komum við til Tarasp? Á morgun?” Svo snemma, hugsaði hún. Og hvert færi David eftir það? „Kannski fyrr.” „Æ, nei,” sagði hún eins og í mótmælaskyni. Það var sársauki i rödd hennar og andlit hennar lýsti vantrú. „I kvöld? Æ, nei.” , ,Mér er eins innanbrjósts. ” Hún sagði ekki orð. „Ferðu með föður þínum eða mér?” , ,Ég veit hvað mig langar helst til að gera. En...” Hún lauk ekki við setninguna. Hann herpti saman varimar. Ef þetta „vilja” eða „eiga”, var að brjótast um í Irinu, þá vissi hann hvort yrði fyrir valinu. Hún mun fara fram á það að ég bíði sín og ég lofa þvi að hún muni koma seinna. En gerir hún það? Hvað ef faðir hennar verður allt í einu veikur og þarfnast hennar? Þá verður seinkun og aftur seinkun. „En það er of langt að aka alla leið til Tarasp,” sagði Irina. „Þú getur engan veginn náð því á einum degi.” Hún vill fresta því að taka ákvörðun, hugsaði hann. „Líttu á vegakortið, Irina. Frá ítölsku landamæmnum til Merano em aðeins hundrað míiur. Við verðum komin þangað um tvöleytið, kannski fyrr.” „Já, en það er yfir fjöll að fara.” „Vegurinn liggur í kringum þau, en ekki yfir.” Þar með fór enn ein áætlun hans í vaskinn. Hann hafði ætlað sér að fara hina erfiðari leið á milli tinda Dólimitanna. Það var seinfamari leið, en mjög falleg, nokkuð sem þau myndu alltaf muna eftir. „En frá Merano til Sviss?” Hún var enn að skoða kortið. Hún braut það saman til þess að sjá betur þetta ákveðna svæði og tók upp kúlupennann. „Ég get með engu móti fundið Tarasp,” sagði hún reiðilega. „Það er nú samt þama. I Engadine rétt fyrir sunnan sviss- neska þjóðgarðinn. Um það bil átta- tíu mílur frá Merano eftir því sem McCulloch segir.” „Svona nálægt?” Engadine... Jú, þama var það og sömuleiðis þjóðgarðurinn. Kúlupenninn fylgdi eftir veginum, sem lá umhverfis hann. „Nógu nálægt. Faðir þinn mun koma til Tarasp í kvöld.” Kúlu- penninn staðnæmdist og hún ýtti honum fast á kortið til þess að undirstrika tilfinningar sínar.. Já, þetta var Tarasp. Og það var nálægt landamærunum. Aðeins steinsnar þangað. Hún lagði vega- kortið í sætið við hlið sér, setti kúlupennann í vasa sinn og hleypti brúnum. „En til hvers em þessar stöðugu breytingar á fyrirætlunum okkar? Þetta átti alls ekki að vera svona. Var það annars, David?” „Nei,” sagði hímn. „Þetta er ekki eins og ég hafði helst kosið.” „Enþvíþá?” „Ég veit það ekki ástin min. Ekki fyrr en ég hitti Krieger í Merano. Við stönsum þar i tvo tima eða svo.” „Ég kann ekki almennilega við þennan hr. Krieger. Er hann ekki potturinn og pannan í þessu öllu saman?” „Jú, ef til vill. En minnstu ekki á það við McCulloch.” Hann jók hraðann, vildi ekki slóra lengur. Haim hefði andmælt þessu, ef hann héldi ekki, að Krieger hefði góðar og gildar ástæður til þess ama. En þær urðu líka að vera pottþéttar, hugs- aði hann reiðilega. Því næst hóf hann sjálfan sig upp úr svartsýnis- kastinu og reyndi að koma Irinu í gott skap. Hann tók upp léttara hjal. 1 þann mund er þau fóm í gegnum Lienz, var hún meira að segja farin að brosa að gamansög- unum, sem hann reyndi að kreista út úr sér. Þær fjölluðu um brjálaða hljómsveitarstjóra og bandóða tón- listarmenn. Eitt mátti þó segja tón- listarlífinu til hróss. Þar var að finna glaðværa tilbreytingu, ekki síður en myrka tóna. Siðasti vegarspottinn að itölsku landamæmnum var þráðbeinn og tilbreytingarlaus alveg eins og jám- brautarteinamir, sem lágu þar samsiða í gegnum breiða dali og akurlendi. Fjöll vom bæði að sunnan- og norðanverðu, en þau vom langt i burtu. Bilamir fram- undan vom byrjaðir að hægja á sér. Irina horfði á þá og trúði varla sinum eigin augum. „Þeir stansa varla. Ertu viss um David að þetta séu landamærin?” „Já, þettaem landamærin.” Þau höfðu verið fljót á leiðinni þrátt 20 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.