Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 24

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 24
★ Hvers vegna tók Renate leigubíl og bað hann aka sér 150 mílna vegalengd, þótt hún væri ekki með neina peninga handbæra? ★ Hvers vegna gekk Pascal alla leið frá Marokko til Rómar? ★ Hvers vegna skrifaði Miguel nafnið á sinni heittelskuðu á hundrað tuttugu og tvær kirkju- tröppur? ★ Hér svara þekktir sálfræðingar þessum spurningum: Renate Fiedke, átján ára ham- borgarstúlka, gekk eirðarlaus um götur heimaborgar sinnar. Hún gat ekki hugsað um annað en vininn, sem átti heima í Kaprí, 150 langar mílur í burtu. Hún var yfir sig ástfangin af þessum unga ítala og hefði ekki séð hann í heilan mánuð. Án þess að hugsa um, hvað hún gerði, stöðvaði hún leigubíl, stökk upp í hann og bað bílstjórann að aka sér til Kaprí. Bílstjórinn kipptist við og leit hissa á hana, en kinkaði síðan kolli og sagði: Ailt í lagi, ég skal aka þér þangað eins hratt og ég get. Aksturinn til Castellamare di Stabia, þaðan sem ferjurnar til Kaprí leggja frá, tók rúma tvo sólarhringa. Gjaldmaelirinn sýndi 120.000,- krónur. Renate gat auð- vitað ekki greitt þær, og bílstjórinn fór með hana á lögrcglustöðina. Þar sagði Renate frá sinni miklu ást og hve mjög hún hefði þráð vin sinn, þráð að vera hjá honum. Lögreglan náði sambandi við unga manninn á Kaprí, og hann varð frá sér af gleði, þegar hann heyrði, að Renate varri komin að finna hann. Þau lofuðu að greiða fargjaldið með afborgunum. Hvað gerir fólk ekki ástarinnar vegna? Engar hindranir eru svo erfiðar, að fólk, sem elskast, komist ekki yfir þær. Ástin hrekur fólk út 1 ótrúlegustu verknaði, já svo ótrú- lega, að stappar narrri geðbilun. Hvað er svo ást? Hvenær og hvers vegna verður fólk ástfangið og hvaða áhrif hefur ástin á það? Sálfræðingar um heim allan hafa rannsakað ástina og reynt að lcysa gátur hennar. Hvað er það til dæmis í ástinni, sem veitir fólki þann fádæma styrk og úthald, sem raun ber vitni? Hvers vegna breytist svona margt fólk við að verða ástfangið, talar öðru vísi og bregst öðru vísi við? Því breytist persónu- leikinn við ástina? Hvernig víkur þvl við, að ástföngnu fólki finnst allt harla lítils virði, nema hinn „eini” / hin „eina”. Hún fórnaÖi öllu. Ensk hjón fluttust búferlum til Ástrallu fyrir nokkrum árum. Þeim vegnaði vel í nýja landinu. Þau byggðu upp nýtt L-;niili og voru mjög hamingjusöm. Allt í einu hvarf maðurinn sporlaust. Konan hans vissi, að hann hafði fengið mikinn áhuga á búddisma, og hún óttaðist, að hann hefði ákveðið að gerast búdda- munkur. Ást hennar á manninum var svo sterk, að hún var fús til að fórna öllu til að fá hann aftur. Henni tókst að rekja slóð hans til Sri Lanka. Hún fékk starf sem upp- þvottakona um borð 1 skipi, sem var á leið þangað. Eftir margra daga leit þar, komst hún að því, að maður- inn var farinn til Madras. Hún seldi skartgripina sína og ritvél til þess að fá peninga fyrir fargjaldinu til Madras. Þegar til Madras kom, kom í Ijós, að maðurinn var farinn áfram til Norður-Indlands. Þaðan hafði hann tekið flugvél til London, þar sem hann átti að vígjast til munkdóms innan tíðar. Konan ástfangna flaug rakleiðis til London og fann manninn sinn á síðustu stundu. Hún sagði honum, hvernig hún hefði leitað hans um hálfa jarðarkringluna og gat talið hann á að koma aftur og búa með sér eins og áður. Ástin getur verið ótrúlega þolin- móð, og ástin kærir sig kollótta um gagnrýni og álit annarra. Aldurinn skiptir engu máli. 1 lítilli grískri borg, sem heitir Methana, átti heima kona að nafni Constantina Maltezau. Fjölskylda hennar mátti ekki heyra Christos Zambrou elskhuga hennar nefndan og gerði allt til að stía þeim í sundur. Það var sjö ára aldurs- munurá þeim, og fjölskylda Const- antinu taldi, að það væri of mikið til þess að hjónabandið yrði ham- ingjusamt. En Constantina og Christos vildu lifa lífinu saman. Nótt eina struku þau úr borginni. Þau ráku kýrnar 24 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.