Vikan

Eksemplar

Vikan - 21.10.1976, Side 26

Vikan - 21.10.1976, Side 26
fengu nýjar vonir. Eftir nokkrar vikur var hann farinn að geta talað greinilega, og nokkru seinna gat hann staðið óstuddur. Og hann lærði ótrúlega fljótt að ganga. Ast Mariu veitti honum nýjan lífsþrótt, og í árslok 1971 giftu þau sig. Astargreining. En ást þarf ekki alltaf að vera tengd tilfinningum milli manns og konu. Reynum að átta okkur á fjórum gerðum ástar: 1. Ungur maður: — Ég ann foreldrum mínum, en ef þau hætta ekki að sýna vinkonu minni óvild, flyt ég að heiman. 2. Stúlka á táningsaldri: — Ég er yfir mig hrifin af pilti, sem tekur sama strætisvagn og ég á hverjum morgni, en ég þori ekki að gefa mig á tal við hann. 3. Móðir/faðir: — Ég get ekki hugsað mér að setja þroskaheft barn mitt á sjúkrahús. Mér þykir allt of vsent um það til þess. 4. Eiginkona: — Maðurinn minn hótar því æ ofan 1 æ að fara frá mér, en ég get ekki misst hann. Ég elska hann allt of mikið til þess. Fyrsta dæmið — ástin til foreldr- anna — er ást af skyldurækni. Uppeldi okkar miðast við, að við elskum foreldra okkar, og öryggi bernskuáranna er undir þeim kom- ið. Þegar barnið vex úr grasi, breytist þessi ást í þakklæti og gleði, sem getur varað alla ævi. Þegar ungi maðurinn þarf að velja milli for- eldra sinna og vinkonunnar, verður valið þó ekki sérlega erfitt. Ástin til gagnstæðs kyns er ný reynsla, sterk og spennandi tilfinning. En sál- fræðingar hafa einnig bent á, að of sterkt samband við foreldra geti hindrað ungt og ósjálfstætt fólk í að né eðlilegu sambandi við gagn- stætt kyn. Annað dæmið í röðinni er hin dæmigerða táningaást. Þetta er ástin til hins óþekkta, sem bíður táningsins. Um þetta afbrigði ástar hafa sálfræðingar nokkuð skiptar skoðanir. Sumir álíta, að ástin sé eins konar frumkraftur, sem platónsk ást unglingsáranna leysir úr læðingi. Aðrir segja sem svo: — Margt fólk yrði aldrei ástfang- ið nema af því einu, að það hefur heyrt um ástina. Togstreitan milli óskar og uppfyllingar. Flestír sálfræðingar fallast á eins konar málamiðlunartillögu — að táningaástin sé blanda áskapaðrar eftirvæntingar og upprunalegra til- finningaviðbragða. Dæmið um stúlkuna, sem er ástfangin af samfarþega sínum í strætisvagninum kemur vel heim og saman við skilgreiningu ameríska sálfræðingsins dr. Ernests van der Haag: — Ást er togstreita milli óskar og uppfyllingar. Þegar óskin er upp- fyllt, er eins og dragi úr styrk ástarinnar. Stúlkan er hæstánægð með að sjá sinn heittelskaða í vagninum á hverjum morgni og nýtur þess að láta sig dreyma um hann. Þriðja dæmið er um tilfinningar forcldra til barna sinna — I þessu dæmi ýktar, vegna þess að barnið er þroskaheft. Þar blandast ástin til barnsins, sem maðurinn hefur getið og í heiminn fætt, þeim tilfinn- ingum, sem stafa af því, að barnið þarfnast sérstakrar verndar og stuðnings. Maðurinn hefur sterka þörf fyrir það, að einhver þarfnist hans. Ást foreldra á börnum sínum er ætíð blandin cigingirni. — Þettaermitt—það fullnægir þörf minni fyrir það, að einhver sé háður mér. Fórnarlundin hefur einnig sitt að segja: Mér ber að vera hjá barninu mínu, hjálpa því og vernda það. Fjórða dæmið er ,,eigingirnis- ástin”. Sálfræðingarnir segja: — Vissulega er það ekki af ást, sem konan vill halda I manninn sinn. Ekta ást er óeigingjörn og krefst einskis. Hefði hún elskað hann í rauninni, hefði hún látið hann fara, ef það hefði veitt honum meiri hamingju. Nú vill hún halda í hann, vegna þess að það er orðinn vani hennar. Hún er hrædd um að verða einmana — hrædd við að breyta lífsmáta sínum. Hún er I rauninni veiklunduð og ósjálfstæð og bregst því við á eigingjarnan hátt. Sigrar ástin allt? Mörg ung hjón líta hnakkakerrt fram á hjónabandsveginn og búast jafnvel við því, að hjónaástin verði eitt allsþerjar tilhugallf. En margir sálfræðingar álíta, að hjónabandið sé /kki heppilegt samllfsform. Dr. Ernest van der Haag segir til dæmis: — Hjónabandið er alvarlegs eðlis. Það er hagkvæm og venjuleg lausn. Það grundvallast á ást, en hefur einnig I för mcð sér, að fólk býr saman lengi eftir, að „glóðin” cr kulnuð. Það er erfitt að lifa I hjónabandi. Ástin, sem orsakaði hjónabandið, vill oft kólna I gráurn hversdags- leikanum. Svo kemur hin svokallaða ,,sjö- árakreppa.” Sálfræðingar hafa komist að raun um, að mjög margir hjónabandserfiðleikar koma til sög- unnar, þcgar hjónabandið hefur staðið I sjö ár. Algengast er, að karlmaðurinn finni nýja konu. Spennandi, unga og ógifta konu, svo honum finnst hann vera ungur og ástfanginn á nýjan leik. Sér til skelfingar finnur hann, að hann kemur óheiðarlega fram gagnvart konu sinni, sem hann elskar einnig. Hann veit ekki sitt rjúkandi ráð og hefur enga stjórn á tilfinningum sínum. Hann kemst brátt að raun um, að engin leið verður farin, sem hlífi honum né konunum tveimur við sárindum. Hann finnur ekkert jafnvægi. Ábyrgð hans gagnvart eiginkonu sinni leggst svo þungt á hann, að sambandið við nýju konuna verður I hans augum miklu frjálsara og auðveldara. Að sögn sálfræðinganna er við- horf nýju konunnar allt annað. Hún hefur fallið fyrir reynslu gifta mannsins. Nú kemur samkeppnin til sögunnar. Nýja konan sér keppi- naut, þar sem eiginkonan er. Takmark hennar er iðulega að þessi kcppni standi fyrst og fremst um hann, en hann er ekki eins mikil- vægur og hann ímyndar sér. Þegar nýja konan hefur sigrað eiginkon- una, verður maðurinn oftast nær ekki eins spennandi og áður. Nýja konan finnur sér til undrunar, að tilfinningar hennar hafa kólnað. Þessi þríhyrningssaga er auðvitað aðeins dæmi. Við verður að muna, að hvert einstakt hjónaband hefur sín sérkenni. Hlœgileguríaugum annarra. Þegar ástin hefur gripið okkur, gerist það oft, að við verðum hlægileg I augum annarra. Þæð er til dæmis mjög algengt, að skólastúlk- ur skrifi nafn hins útvalda hvar og hvenær sem er. En stundum fer þetta út I algerar öfgar. Dæmi um það cr hinn nítján ára gamli Miguel Arosa, sem réði sér vart af ást til stúlku að nafni Lupe. Miguel fannst, að allur heimurinn þyrfti að vita, hve dásamleg Lupc var, og hve mjög hann elskaði hana. Hann keypti sér rauða málningu og skrifaði Lupe á hvert einasta þrep kirkju einnar I Rio de Janeiro, og voru þau þó hundrað tuttugu og tvö talsins. Fyrir nokkrum árum gerðist svip- aður atburður I Brisbane. Leslie West, átján ára piltur, hengdi þrettá’n stór handklæði á snúru þvert yfirgötuna. Á hverju handklæði var einn bókstafur. Vegfarendur lásu þar: I love Margaret. Sjómaðurinn Luther Hletzmann var yfir sig hamingjusamur, þegar báturinn lagðist loks að bryggju I Hamburg. Luther hafði þráð vin- konu slna daga og nætur. Hún hét Anna. Til að tjá tilfinningar sínar rnálaði Luther stórum stöfum á skipshliðina: Ich liebe dich Anna. Hann varð að greiða háar sektir fyrir tiltækið, en honum fannst það þess virði. Peningar — tlmi — staða. Öllu þessu fórnar fólk fyrir ástina. Jia Thamoe, þekkt ítölsk söng- kona, fékk það staðfest af læknunv að máske væri unnt að veita blindum manni hennar sjónina aftur, en til þess var nauðsynlegt, að einhver gæfi honum heilbrigt auga. Jia hikað ekki eitt augnablik og ákvað að gefa honum annað auga sitt. — Ég gef honum annað auga mitt, sagði hún. — Það er aðeins kærleiksvottur. Jia fékk mörg hundruð bréf frá fólki, sem bauðst til að gefa manni hennar auga I hennar stað, en allir bréíritarar fengu sama svar: — Ég vil sýna manni mlnum ást mína I verki. Ég ætla að gefa honum sjónina aftur. Erich Fromm (höfundur bókar- innar Listin að elska) er einn þeirra mörgu, sem reynt hafa að skilgreina innsta eðli ástarinnar. Hann segir: — Ástin er eitt markverðasta fyrirbæri mannlífsins. Hún grund- vallast á gjafmildi, óskinni um að gefa, án þess að fá nokkuð I staðinn. Þessi tilfinning er sam- eiginleg elskendum, þessi einstaka og takmarkalausa samhygð er örv- andi reynsla. Dapurleikinn örvar ástina. Ungverjinn Stephen Vizinzcy hefur reynt að svara spurningunni, hvenær og hvers vegna fólk verði ástfangið. — Manneskjan er mismunandi móttækileg fyrir ástinni. Þar skiptir margt máli. Fólk verður fyrr ást- fangið, ef það er niðurdregið, einmana eða dapurt. Þetta er staðreynd, sem þeim veitist erfitt að viðurkenna, sem halda, að ástin stafi fyrst og fremst af líkamlegum eða andlegum eiginleikum hins elskaða. Stephen Vizinzcy trúir heldur ekki á ást, sem ekki krefst neins I staðinn. — Eins og allar skapandi tilfinn- ingarerástin mjög krefjandi. Það er erfitt að byggja brú yfir gjána, sem ætlð hlýtur að vera milli tveggja mannvera, hversu ástfangnar sem þær eru. Til þess að það sé unnt, verður einstaklingurinn fyrst að læra að þekkja sjálfan sig. Fyrr getur hann ekki deilt sjálfum sér með öðrum á ástrlkan hátt. Guðfræðingar llta oftast heim- spekilegri augum á ástina. Þeir telja, að ást mannsins fái kraft beint frá guðdómlegri ást — eilífri og almáttugri. 26 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.