Vikan

Issue

Vikan - 21.10.1976, Page 27

Vikan - 21.10.1976, Page 27
Ödauðleg bréf. Ástarbréf eru kapítuli út af fyrir sig. Flestir hafa einhvern tíma skrifað ástarbréf. Já, ef við leitum vel, eigum við kannski einhvers staðar bréfabunka, sem bundið er utan um mcð rauðu silkibandi. Bréf, sem einu sinni voru svo óendanlega mikilvxg. Sígilt dxmi um ástargréf eru línurnar, sem Napóleon skrifaði Josephine de Beauharnais snemma morguns: ,,Þegar ég vakna, snýst hugur minn um þig eina. Myndin af þér og minningarnar um ham- ingju gxrdagsins fylla huga minn. Þú fagra og ólýsanlega Josephine, hve mikil áhrif hefur þú ekki haft á hug minn og hjarta. Er ást min þér til byrði? Leiðist þér, hve uppá- þrengjandi ég er? Ef svo er, fyllist sál min af sorgum — elskhugi þinn mun þá aldrei framan finna ró.” Ástarbréf verður að skrifa í hrifningu stundarinnar. Rithöf- undurinn Margaret Drabbe segir: — Fegursta ástarbréfið er skrifað á nokkrum mínútum, þegar ástar- xvintýri er að hefjast, bréfið, sem verður að skrifa vegna þess, að elskendurnir hafa ekki sést klukku- stundum saman. Þegar fólk er nýástfangið, virðist því allt vera svo óraunverulegt, og það setur svip sinn á bréfin. Ástarbréf eiga ekki að vera vel stíluð. Þau eiga að skrifast beint frá hjartanu. Þau eiga helst að vera samhengislaus. Þannig skilja elskendurnir hvorn annan best. Miklir rithöfundar hafa að sjálf- sögðu einnig verið ástfangnir og skrifað ódauðleg ástarbréf. Þannig skrifaði Victor Hugo Adele sinni, þegar hann fékk að vita, að faðir hennar hafði samþykkt jáyrði henn- ar við bónorði hans: .,Ég er enn vakinn af þessum fagra og guðdómlega draumi. Ó, bara þú vxrir mín. Þú ert mín... Ég fx þá að lifa himneska sxlu hér á jörðinni. Ég sé þig fyrir mér sem unga eiginkonu, unga móður — alltaf hina sömu, alltaf Adela mína. Jafndásamleg alla tíð, jafndýrðleg í erfiðleikum hjónabandsins og á fyrstu dögum ástarinnar...” Honore de Balsac skrifaðist á við pólsku greifynjuna Hanska í mörg ár — cn hans biðu þau dapurlegu örlög að deyja þremur mánuðum eftir að þau komu úr brúðkaups- ferðinni. Hér er bréf, sem hann skrifaði henni eftir að hann heim- sótti hana til Okraínu: ,,Mér finnst sem ég geti hvergi lifað nema hjá þér. Fjarvistir frá þér eru mérsem dauðinn. Ó, hve sxll ég var, þegar við gengum saman í litla garðinum í áttina að brúnni yfir Troisk... Mér finnst hann fegursti garður Evrópu, þegar þú ert þar, stjarnan mín svo langt í burtu og þó svo nxrri. Treystu mér eins og sjálfri þér. Ég mun ekki bregðast þér.” Einnig eru til frxg nýleg ástar- bréf. Eitt þeirra sktifaði George Jackson Angelu Davis úr Soledad- fangelsinu, þegar hann beið dóms síns, sem allt eins gat orðið dauðadómur: ,,Ástkxra Angela (þú, þú hin eina)... hve ég varð hrifinn, þegar ég fékk myndirnar af þér.” Einhver rómantlskasta ástarsaga allra tíma er sagan af Robert Brown- ing og Elizabcth Barrett. Browning var frxgt enskt skáld á nítjándu öld. Hann varð ástfanginn af Elizabeth, mjög einmana og fatlaðri konu. Hann bjargaði henni frá því að einangra sig I lítilli og óhreinni íbúð I London og fór með hana til hinnar sólríku Italíu. Þau gifiu sig þar, en stuttu seinna varð hann að snúa aftur til London og dveljast þar um tima. Þá skrifuðu þau hvort öðru mörg bréf á dag. Hér er eitt frá Elizabeth: ,,Ástin min, ef þú hefur ein- hvern tima ástxðu til að kvarta yfir því, sem ég geri eða er, þá vil ég, að þú svíkir mig með öllum öðrum konum, þvi að þá er ég þin alls óverðug. Það er svar mitt við þvi, sem þú skrifaðir í gxr, að þú vildir verabetri við mig. Hvað er betra en að vera lyft upp af jörðinni og vera borin út í sólskinið og lífið? Ég er þin, og þú átt rétt á mér, en ekki sú, sem þú hefur fengið (og þó er ég kannski það einnig, ástin mín) — því það, sem þú hefur bjargað og endurnýjað, er vitaskuld þitt. Ég á þér allt að þakka — hvort sem ég hef nokkuð að gleðjast yfir í framiðinni eða ekki, er það þér að þakka. Það veistu vel...” Bónorðin verða stöðugt einfaldari. Ástarbréf fara aldrei úr tísku, en hitt er staðreynd, að bónorðin eru stöðugt að verða einfaldari i snið- um. Með rannsóknum hefur verið sýnt fram á, að nú á dögum byrja flest ástarsambönd I aftursxtum bifreiða. I Japan var lengi siður, að vildi ungur maður kvxnast ungri stúlku, hengdi hann grxna grein á dyrnar á húsi foreldra hennar. Ef greinin var ekki hreyfð í marga daga, vissi ungi maðurinn, að hann gat ekki gert sér neinar vonir um að fá stúlkuna. En ef greinin var tekin inn, vissi hann, að hann var sjálfur einnig vel- kominn. Japanir eru flestir hxttir þessum ástarforleik. Nú trúlofast japanir yfirleitt með þvi móti, að kxrustu-_ parið undirritar trúlofunarheit í votta viðurvist, þegar foreldrar þeirra hafa skriflega sannfxrt hvorir aðra um heilbrigði barna sinna. Svo er drukkið kampavín og borðað eitthvert snarl með. Allt sem þarf til trúlofunarinnar, trúlofunarheits- eyðublað, heilbrigðisvottoð, gjafir, kampavín og tilheyrandi fxst i öllum vöruhúsum i Tókió í svoköll- uðum ,,trúlofunarpökkum”, og þeir kosta frá tíu til fimmtán þúsund krónur. Margar siðvenjur af þessu tagi eru nú óðum að deyja út. Til dxmis var það siður i Týról, að ef stúlku geðjaðist að pilti, gaf hún honum brennivínsflösku, en það merkti, að henni var ekki á móti skapi, að hann heimsxkti sig. I fjallaþorpi I Sviss voru stofnuð samtök, sem piltarnir I þorpinu gengu i, þegar þeir höfðu náð vissum aldri. Markmið samtakanna voru þau að halda piltunum í þorpinu, svo að þeir leituðu ekki til annarra þorpa í kvennaleit. Félagar I samtökunum þurftu ekki annað en segja ákveðið markorð, og þá fengu þeir óhindrað að klifra inn um glugga stúlknanna. Kannski þeir hafi hjálpað hverjir öðrum við að halda stiganum. Piltar úr öðrum þorpum vissu ekki, hvert markorðið var, svo þeir fengu ekki aðgang að gluggum stúlknanna. Foreldrar stúlknanna höfðu ekkert á móti þessum heimsóknum, ef þxr fóru fram með friði og spekt. Fyrir fjölda mörgum árum við- gekkst sá siður í Wales og i stöku héraði á Skotlandi, að kxrustupörin fcngu að taka smá forskot á hjónabándssxluna. Þau fengu að ^ofa I sama rúmi, en alklxdd, gjarna i loðfeldum. Góðir vinir þeirra gxttu þess alla nóttina, að þau fxkkuðu ekki fötum. Erfitt að vera rússneskur biðill. Sá siður var í Rússlandi, að brúðguminn átti að koma á heimili brúðarinnar og afklxðast algerlega frammi fyrir tengdaforeldrum sin- um tilvonandi. Þau skoðuðu hann síðan I krók og kring til að athuga, hvort ekki vxri einhvers staðar lýti á likama hans, þó ekki vxri nema ein varta, því að ekkert í veröldinni er fullkomið. Foreldrarnir vildu þess vegna vera vissir um, að dóttir þeirra fengi mann, sem skxri sig ekki úr, hvað þetta sncrtir. I Norður-Júgóslavíu var það sið- ur, að ástfangni ungi maðurinn átti að koma til hátíðamálsverðar heima hjá þeirri heittelskuðu. Þar var etið og drukkið og skeggrxtt um hugs- anlegt hjónaband. Vesalings piltur- inn var á nálum út alla máltíðina. þvi að hanri fékk ekki svarið fyrr en í kaffinu eftir matinn. Ef sykur hafði verið settur I kaffið, var svarið við bónorðinu jákvxtt, en ef kaffið var sykurlaust var svarið neitandi. Kannski er það helsta einkenni ástarinnar, að þótt erfitt sé að finna um hana orð, er hxgt að tala Un’. hana i það óendanlega. Og munið að kenningin stenst ekki alltaf raunveruleikann. Reynið þvi sjálf. ♦ 43. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.