Vikan

Útgáva

Vikan - 21.10.1976, Síða 30

Vikan - 21.10.1976, Síða 30
Sfiáin pildir lrá fimnitudcgi til miðvikudags u HRUT'JRINN 21. mars - 20. april Rcyndu að aðlaga þig aðstæðunum og kröfunum, scm umhvcrfið gerir til þin. Reyndu að líta bjartari augum á tilveruna. NAUTiÐ 21. aprí/ — 21. maí Vinnan er orðin þér nánast leiðinleg kvöð, og þú finnur hjá þér hvöt til þess að fá meira út úr starfi þínu. Hikaðu hvergi, þú munt hafa crindi sem erfiði. - .3— _.f-y_J-\' TVÍBURARNIR 22. mai - 21. júni Þú vilt verða frjálsari en þú ert, en þú verður að heyja harða baráttu fyrir frelsinu. Varastu að líta hlutina alltof rómantískum augum. Þú gætir farið flatt á því. KRABBINN 22. júní - 23. júii Hikaðu ekki við að standa fast á þinni skoðun, þótt vinir og ættingjar geri að þér harða hríð nú á næstu dögum. Andspyrnan mun herða þig og hleypa í þig nýju lífi. LJÓNIÐ 24.júií -- 24. aqúst i - Næsta vika er kjörin til að snúa sér að hinu Só kyninu, og gleymdu ekki að sýna fyllstu ... nærgætni. Þetta verður ákaflega skemmtileg vika, ef þú heldur rétt á spilunum. .»» ■ ■ MEYJAN 24. ágúst — 23. sept. Vinur leitar til þín með vandamál, sem verður erfitt úrlausnar. Vísaðu honum ekki á bug, ykkur tekst í sameiningu að leysa þetta mál. VOGIN 24. sept — 23. okt. Mikið verður um að vera á heimili þínu, og þú verður talsvert bundinn við það. Það er áríðandi, að þú standir þig með þín verkefni. SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. Gömul ósk þín rætist, en þú hefur ekki eins Tr f mikinn áhuga nú eins og í upphafi. Þú í&if'J munt þurfa að koma fram sem fulltrúi einhvers hóps. BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Vinkona þín gefur þér hlutdeild í skemmti- lcgri hugmynd. Á sunnudag dvelurðu meðal margs fólks og skemmtir þér konunglega. STEINGEITIN 22. des. - 20. jan, Þú hcfur ríka þörf fyrir að slaka á og taka lífinu rólega um þcssar mundir. Veittu þér það. þú verður mörgum sinnum upplagðari á eftir. Þér berast einkennilegar fréttir. VATNSBERINN 21. jan. 19. febr. Þú vcrður var við óvild \ þinn garð og tckur V lNj0 það nærri þcr. Rcyndu að sýna meiri sjáífstæði í hugsun og sýndu umheiminum, að þú getur sannarlega staðið á eigin fótum. FISKARNIR 20. febr. - 20. mars Sambúðarerfiðleikar eru á næstu grösum, ef þú tckur þig ekki á. Reyndu að gera hreint fyrir þínum dyrum, nú virðist rétti tíminn til þess. Helgin gæti orðið skemmtileg. STdÖRNUSPfl hafði uppgötvað hvers konar maður har.n raunverulega var. Hann hafði verið svo ungur, þegar hún var að komast yfir sárustu sorgina. Sextán ára drengur, sem roðnaði og stam- aði þegar hún yrti á hann. Til- finningar hennar til hans höfðu verið nœstum móðurlegar. Og það var jú fráleitt hugsaði hún nú, því að hún hafði aðeins verið átján ára. ,,En ég var ekkja og móðir,” hvíslaði hún niður í bollann. ,,Ég hafði lifað töluvert...” Kannski hafði hann upplifað tölu- vert líka, nú á seinni árum. Hún varð undrandi á hve upprifin hún varð af þeirri hugsun. Það var ekki afbrýðisemi, heldur öllu fremur forvitni og ósk um að vita meira um hann. Hún vissi sama og ekkert um foreldra hans. Aðeins að faðir hans var heilsulaus og að móðir hans var honum mjög náin. Hún imyndaði sér hann sitja við borðið ásamt foreldrum sínum og hún hafði óljósa minningu um hvernig faðir hans leit út. En hún gat ekki imyndað sér Gideon gera aðra hluti sér til skemmtunar, eins og aðrir ungir menn, svo sem í leikhúsi og á dansleik. Hann var mjög alvarlegur maður. „Áfram letibykkjur.” Rödd verk- stjórans glumdi yfir mjiikan kliðinn i kringum hana, og hún leit undr- andi upp, en kastaði sér siðan þakk- lát út í verkefni þau sem biðu hennar. Hún gekk framhjá starfs- fólkinu sem vann við trébekkina og fylgdist með árangri þeirra. Reyndar vissi hún að það var ekki nauðsynlegt því að Caleb, verk- stjórinn, var duglegur og vökull, en hún hafði grun um að það hefði góð áhrif á afköst fólksins ef það sæi hana. Hún gekk framhjá stóra eld- stæðinu og inn í litlu skrifstofuna, með snjáða rauða teppinu, gamla mahónískrifborðinu, og glerhurð- inni sem útilokaði óþefinn frá verksmiðjunni en hleypti inn birt- unni. Hún settist niður og tók til bækurnar fyrir kennslukonuna, sem átti að hefja störf í Paddington Green næsta föstudag. En i raun og veru var hún að bíða eftir Gideon, því að í dag var mið- vikudagur. Það var kominn tími til að hún gerði sér grein fyrir tilfinn- ingum sínum til hans, og það gat hún ekki gert nema hann væri hjá henni. Hún lyfti höfðinu spennt þegar bankað var á dyrnar hálftíma seinna. En það var Henry Syden- ham, sem stóð þar. „Frú Caspar. Ö, frú Caspar, þú getur aldrei getið þér til um hvílík stórviðskipti ég hef náð í fyrir okkur nú í morgun. Ég á að koma með sýnishorn nú á eftir fyrir St. Eleanor sjúkrahúsið.” Það varð þögn. Siðan sagði Abby: „Ég held varla að við tökum við pöntunum frá þeim, Henry. Ég vil ekki að þú haldir áfram að ræða við þá.” „Fyrirgefðu heimsku mína, frú Caspar, en ég er að tala um þá stærstu pöntun, sem við höfum nokkurntima fengið! Pöntun, sem er nógu stór til að halda fyrirtæk- inu gangandi, þó að við fengjum engin önnur viðskipti. Og þú segist ekki vilja skipta við þá, ég verð að játa að mér er ómögulegt að skilja...” „0, Henry, það er ekki von að þú skiljir það.” sagði hún. „Þú ert vonandi ekki búinn að gera bind- andi samning við þá?” „Ég bauð þeim sýnishorn, og þú veist jafnvel og ég að við bjóðum hagstæðustu kjörin. Ég veit ekki lengur hvað snýr upp eða niður. Heldurðu að ég geti ekki fengið þá til að skrifa undir?” „Henry, gerðu það fýrir mig að tala ekki meira um þetta. Ég hef mínar ástæður til að vera á móti þessum viðskiptum, og þær koma þér varla við.” „Ég er ekki viss um það sé rétt hjá þér Abby.” sagði Gideon hljóð- lega. Hann hafði komið inn rétt eftir að Henry kom inn með sinar stórfrétt- ir. „Þú hefur komist að samkomu- lagi við Henry um að hann fái prósentur af sölunni. Hann á rétt á að vita hvers vegna þú tekur bestu söiunni hans svona kuldalega.” „Þakka þér fyrir, hr. Henriq- ues,” sagði Henry og settist brúna- þungur i næsta stól. „Ég skal segja þér ástæðuna, Henry,” sagði Abby stuttlega, „en ég verð að biðja þig að tala ekki um þetta, því að ástæðan er mjög persónuleg. Veistu hvað maðurinn heitir sem stjórnar St. Elanor sjúkrahúsinu?” Henry virtist undrandi. „Áttu við yfirlækninn? Hr. Lackland? Nú hann stofnaði sjúkrahúsið, en — aðþekkja hann — nei frú Caspar — ég hef aðeins samband við lyfja- fræðingana.” Abby virtist annars hugar þegar hún sagði: „Hann er einnig lyfja- fræðingur,” síðan hélt hún kæru- leysislega áfram: „Áður en ég gifti mig hét ég Abigail Lackland.” Henry starði á hana og hleypti í brýrnar. Hann sagði óöruggur: „Þú frú Caspar? Eruð þið þá skyld? Ja hérna.” Hann brosti breitt. „Ertu að reyna að 3egja mér, að á meðan ég hef verið að semja við undir- tyllur, þá hefðir þú getað farið beint á toppinn?” „Finnst þér það sniðugt, Henry? Þá þykir mér þig skorta hugmynda- flug,” sagði Abby kuldalega. „Heldurðu ekki að ástæðan til að ég fer ekki til Hr. Lackland gæti ekki verið sú að mér væri það ógeð- fellt?” Henry varð strax alvarlegur. „Þið eruð kannski mjög fjarskyld?” „Hann er faðir minn,” sagði Abby hljóðlega. Henry hristi höfuðið undrandi á svipinn. Síðan sagði hann: „Faðir — þinn? Hvernig stendur þá á því að þú þarft að stunda viðskipti? Ég hélt að þú værir einstæðingur.” „Ég held að ég verði að útskýra þetta betur,” sagði Abby. „Ég vona að þú skiljir það. Ég var elsta 30 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.