Vikan

Eksemplar

Vikan - 21.10.1976, Side 31

Vikan - 21.10.1976, Side 31
dóttir foreldra minna og alin upp á mjög — faðir minn treysti mér mjög vel. Hjá honum lærði ég allt, sem ég kann um viðskipti, og í verslun hans við Piccadilly lærði ég þá bókhaldsaðferð sem ég nota hér við fyrirtækið. Já hann kenndi mér ýmislegt, sem konur fá yfirleitt ekki að læra. En þegar ég gifti mig gerðist eins og svo oft vill verða, það að ég og faðir minn skildum sem óvinir.” Hún þagnaði, en hélt síðan áfram með erfiðismunum: ,,Það er þó ekki þar með sagt að okkur þyki ekki lengur vænt um hvort annað, því að samband okkar var mjög náið og við mjög lík. En svo kom James — með nýju töflugerðarvélina og..” Hún vissi aldrei hvað það var sem gerðist þá. Það var eins og allt i einu hefðu allir hennar varnargarð- ar hrunið. Allar hennar dýpstu og leyndustu tilfinningar skullu fram eins og flóðbylgja og hún gat ekki stöðvað grátinn. Hún sá James fyrir sér eins og hann hafði verið, og hún minntist þessara fáu heitu daga, sem þau höfðu átt saman. Hún gat séð hann fyrir sér greinilegar en hún hafði gert í mörg ár. Rautt hárið, áhyggjusvipurinn, sem alltaf hafði hvílt á alvarlegu andlitinu og blíðuna, sem hann hafði alltaf sýnt henni. En á bak við hann, á leiksviði hugarheims hennar, stóð faðir hennar, Abel, með höfuðið beygt og svipur hans lýsti reiði, kvöl og þreytu. Hún lokaði augunum snögglega, og reyndi að reka burt þessar óþægilega skörpu hugsýnir, en fann sér til mikillar reiði, að þegar hún reyndi að tala þá gat hún það ekki fyrir gráti og hún kreppti hnefana á borðinu fyrir framan sig. Gideon stóð strax upp og ýtti hinum undrandi Henry út um gler- dymar og dró fyrir snjáð bómullar- hengið. Hann snéri aftur til Abby, spenntur og hljóður en reyndi ekki að þerra tár hennar. Hann stóð við hlið hennar augna- blik, og tók utan um hana, þegar hún lét það eftir sér að halla sér að honum, og þannig voru þau þar til grátur hennar hljóðnaði og ekkert heyrðist nema hljóður ekki. Þá þerraði hann tár hennar með stórum vasaklút og sagði mjúklega: „Snýttu þér.” Hún gerði það. Hún varð sér meðvitandi um umhverfi sitt, færði sig frá honum og lagaði á sér hárið með skjálfandi hendi. ,,Ég — fyrirgefðu mér framkomu mína, Gideon,” sagði hún hás. ,,Ég skil ekki...” hún hristi höfuðið aftur og aftur og snýtti sér og leit beint i augu hans, þó að það væri erfitt, því að hún skammaðist sin fyrir að hafa misst svona vald á sjálfri sér. Þrátt fyrir að hún væri rauðeygð og rauð um nefið, fannst honum hann aldrei hafa séð hana jafnfall- ega og viðkunnanlega. Svo að þar sem hann laut að henni, varð Gideon að horfast í augu við sann- Hagsýn húsmóðir notar e0*l‘ CINNI & DINNI íX-cwoo Forðum okkur, áður en okkur verður ^ vVO''7 S P°"ý komin y í meö kvef? 0 J Hamingjan sanna! Er Pollv komin .\ €k HA-HA-HA! Kellíngin ætti bara að vita, að það var sko ekkert kvef, sem fékk Pollý til að hnerra, heldurþ hnerriduftið mitt! HA-HA- HO-HO-H Rolló! Þetta er þér fyrir bestu. Þig langar þó ekki til að verða 43. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.