Vikan

Útgáva

Vikan - 21.10.1976, Síða 32

Vikan - 21.10.1976, Síða 32
leikann, sem hann hafði hörfað undan í svo marga mánuði. Nú var hann í aðstöðu, sem hann hefði haldið að hann réði við, en varð að viðurkenna að hann hafði ekkert vald á örlögum sínum. ,,Elsku Abby,” sagði hann ein- faldlega. ,,Elsku, elsku Abby, ég elska þig svo heitt. Heitar en þú getur nokkum tíma imyndað þér.” Hún reyndi að svara, en hann lagði fingur á varir hennar. ,,Nei, leyfðu mér að tala fyrst. Ég vil ekki að þú haldir að þetta sé einhver skyndileg hugdetta, eða að ég tali í einhverri ungœðislegri fljót- færni. Ég held að ég hafi elskað þig í mörg ár. ,,Nú get ég ekki leynt ást minni lengur. Það eru svo margir erfið- leikar að ég hikaði lengi við að viðurkenna tilfinningar mínar, óskir og þrá til þín. „Tilfinningar þinar til föður þíns, skilningur þinn á þeim böndum sem enn liggja ykkar á milli þrátt fyrir allt sem skeð hefur á undanförnum árum — allt þetta hefur fært mér sönnur á hve stór misskilningur minn hefur verið að segja þér ekki fyrr frá tilfinningum mínum í þinn garð. Ég hefði átt að vita að þú myndir skilja mig.” Hann kingdi og hún leit rann- sakandi á hann, því að sem snöggv- ast hafði henni virst sem tár væm í augum hans. En hann lokaði aug- unum, og þegar hann opnaði þau aftur var hann búinn að ná fullu valdi yfir sjálfum sér. Það verða miklir örðugleikar sem við verðum að yfirstíga, kæra Abby,” sagði hann. ,,Svo margir að það er illa gert af mér að tala um þetta við þig. En ég verð að segja Útsölustaðir good/year Hjólbarða Reykjavík: Hjólbarðaþjónusta Heklu h.f ., Laugaveg 170—172, simar 21245 — 28080 Gúmmívinnustofan, Skipholt 35, sími 31055 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Gíslasonar, Laugaveg 171, simi 1 5508 Borgames: Guðsteinn Sigurjónsson, Kjartansgötu 12, simi 7395 Ólafsvik: Marís Gilsfjörð bifreiðastjóri, sími 6283 Húnavatnssýsla: Vélaverkst. Víðir, Viðidal Sauðárkrókur: Vélsmiðjan Logi, simi 5165 Hofsós: Bílaverkstæði'Páls Magnússonar, simi 6380 ÓlafsfjörSur: Bílaverkstæðið Múlatindur, simi 62194 Akureyri: Hjólbarðaverkstæðið Glerárgötu 34, sími 22840 Bílaþjónustan s.f Tryggvagötu 1 4, simi 21715 Bilaverkstæðið Baugur, sími 22875, Akureyri. Dalvík: Bilaverkstæði Dalvikur, simi 61122 Egilsstaðir: Véltækni s.f., simi 1 455 Seyðisfjörður: Jón Gunnþórsson-; sími 2305 Neskaupstaður: Bifreiðaþjónustan sími 7447 Reyðarfjörður: Bílaverkstæðið Lykill, sími 4199 Hella: Sigvarður Haraldsson Bilaverkstæði Keflavík: Gúmmíviðgerðin Hafnargötu 89, simi 1713 Grindavik: Hjólbarðaverkstæði Grindavikur, c/o Hallgrimur Bogason Vestmannaeyjar: Hjólbarðastofa Guðna, v/Strandveg simi 1414 Hafnarfjörður: Hjólbarðaverkst Reykjavikurveg 56, simi 51 538 Garðabær: Hjólbarðav Nýbarðmn, sími 50606 GOOD-YEAR HJÓLBARÐAR UNDIR BÍLINN DRÁTTAVÉLINA OG VINNUVÉLINA HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Slmi 21240 þett samt sem áður. Elsku, elsku Abby, ef þú getur hugsað þér að verða konan mín, mun ég verða hamingjusamasti maður í heimin- um. Ég lofa að hugsa vel um þig, líta eftir þér og elska þig meira en nokkur annar maður hefur elskað konuna sina. Ekki neita mér Abby, ég held ekki að ég gæti afborið það.” Hún svaraði, án þess að hún yrði þess vör að hún hugsaði. ,,En, kæri Gideon, þú ert svo ungur.” Hann færði sig fjær henni. ,,Ég ætlaði ekki að vera illgjöm, Gideon,” sagði hún bliðlega. ,,Ég held að það sé fremur ég, sem er of gömul, en þú of ungur. Það er kannski erfitt fyrir þig að skilja hvemig ég hugsa um þig. Þú ert vinur minn, kærasti vinur minn, og ég gæti hvorki hugsað um viðskipt- in né sjálfa mig án þin. Þú hefur staðið við hlið mér svo lengi. Fyrst þegar þú byrjaðir — þá varstu aðeins sextán ára, manstu?” ,,Ég man,” svaraði hann. „Enég var fullorðinn þrátt fyrir það. Nógu fullorðinn til að sjá hvers konar kona þú varst — og þú varst aðeins átján ára sjálf — en ég dáðist að þér, hvað þú varst kjarkmikil og skemmtileg og — ” „Hættu þessari upptalningu,” bað hún, og heyrði sjálf hve hás rödd hennar var, því að andar- dráttur hennar var þungur. Tilfinn- ingar hennar vom svo undarlegar að hún hafði næstum gleymt því hverj ar þær vom. En hún hafði ekki gleymt því alveg, og eins og í móðu sá hún sjálfa sig og James fyrir sér, þar sem þau föðmuðust í gömlum slitnum sófa bak við Witney versl- unina við Piccadilly, fann aftur sama sæluhrollinn hríslast um sig. Og hún sagði skjálfandi röddu: „James.” Hann kinkaði skilningsfullur kolli. „Þú værir James ekki ótrú þó að þú elskaðir mig,” sagði hann bliðlega. „Það em næstum tiu ár síðan, Abby. Tíu ár em langur tími til að syrgja. Hann hefði ekki viljað að þú værir ein svo lengi. Hann óskaði þér aðeins hamingju og öryggis. Og ég held að það hefði glatt hann að þú getur elskað aftur.” Hann brosti skökku brosi. „Ég get ekki sagt að hann hefði glaðst yfir að þú skyldir elska mig. En það myndi ég gera, Abby, hvort ég myndi.” Og hann beygði sig yfir hana og lyfti höndum hennar að vömm sér og kyssti þær blíðlega, en hún fann sæluhrollinn hríslast aftur niður bakið á sér. Það var næstum óforskammað að nokkur maður skyldi geta komið þessum tilfinningum af stað hjá konu með þvi einu að kyssa hendur hennar. „Þú sérð hvemig ég er orðinn,” sagði hann hásum rómi. „Trúðu mér, Abby, ég er enginn drengur. Ég er karlmaður. ” Framhald í næsta blaði. 32 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.