Vikan

Útgáva

Vikan - 21.10.1976, Síða 35

Vikan - 21.10.1976, Síða 35
i HIRE HRÆD - 9FU SONJUUNS mála um, að best væri að hann byggi áfram i París og ég í London, en við myndum hittast alltaf um helgar. Það liggur þó í augum uppi, að slíkt hjónaband blessast ekki til lengdar. Chris sonur þeirra, sem nú er 6 ára, var aðeins 5 ára, þegar hann spurði mömmu sina: — Hvers vegna viltu fara frá nabba? Ég veit að þú gerir það, sagði hann. Þegar sonurinn spurði hana að þessu, höfðu þau Susan og Pierre ákveðið að slíta samvistum, en haldið því leyndu fyrir drengnum. — Ég hræðist gáfu sonar míns, segir Susan, því hann getur séð fyrir ókomna atburði. — Hann tók skilnað okkar nærri ' sér og hatar aðra karlmenn, sem ég umgengst, neitar meira að segja að heilsa þeim. Og hann varð mjög óhamingjusamur, þegar hann hann komst að því, að faðir hans vill fá yfirráð yfir honum vegna þess að ég er í tygjum við aðra karlmenn. Pierre og Susan skildu í vinsemd, en Susan er þó hrædd um, að faðirinn taki soninn af henni og neiti að leyfa henni að hafa hann hjá sér. Pierre heldur því fram, að Susan hafj slæm áhrif á drenginn og hann hefur gefið í skyn, að hann kæri sig ekkert um, að hann alist upp í „siðlausu” umhverfi. VILL BERJAST FYRIR CHRIS. — Ef Pierre reynir að taka drenginn frá mér, mun ég berjast, segir Susan. Ég hef ekki talað um það áður, en þegar ég fæddi Chris, var mér sagt, að ég gæti aldrei átt fleiri börn. Og kannski er það þess vegna, sem ég vil ekki sleppa honum. Ég er reiðubúin til þess að ala Chris upp í samráði við Pierre, því að sem faðir hans hefur hann rétt til þess. En helst kýs ég að gera það ein, því að í hvert skipti sem drengurinn hefur verið hjá föður sínum er hann vansæll og grætur yfir því að við séum skilin. Susan viðurkennir, að hún hafi verið í ástarsambandi við aðra karlmenn eftir að hún fór frá Pierre, en hún segir lika: — Ég hef ekki í hyggju að gifta mig aftur. Ég lifði i óhamingjusömu hjónabandi og vil ekki að það endurtaki sig. Vinnan er mér mikil- vægust fyrir utan son minn. En ég þarfnast karlmanns og vil gjarna eignast fastan vin. Starfsferill Susan byrjaði með hlutverki í Walt Disney kvikmynd- inni — Prinsinn af Donegal —. Seinna lék hún Söru Churchill í myndinni — The first Churchills — og þá voru laun hennar orðin það há, að í barnsburðarleyfi sínu tapaði hún hvorki meira né minna en 300.000 pundum. Hún hætti að vinna, þegar hún var komin þrjá mánuði á leið og byrjaði ekki aftur, fyrr en drengurinn var orðinn þriggja mánaða. — Ég átti hamingjusama bernsku, og ég vil að Chris sé hamingjusamur lika, og þess vegna óttast ég dulræna hæfileika hans. Ég er í rauninni alitaf á varðbergi gagnvart minum eigin hugsunum, þegar ég er með Chris, þvi að ég er viss um, að hann getur lesið hugsanir mínar, þó að hann segi það ekki. Ég var sérlega niðurdregin eitt skiptið vegna misheppnaðs hjónabands míns, og Chris skildi það og sagði: — Nú ertu að hugsa um pabba, hvers vegna ferðu ekki til hans og tekur mig með? — Susan fæddist í London 1940 og er yngst systkina sinna, sem eru þrjár systur og einn bróðir. Hún átti þá ósk að verða balletdansari og byrjaði að dansa þriggja ára. Þegar hún var 12 ára dansaði hún í London Festival Ballet, en innst inni var heitasta ósk hennar að gerast kvikmyndaleikari. — Ég vildi verða besti leikarinn á öllu Englandi, og ég er reiðubúin að fóma miklu, til þess að sá draumur megi rætast. En ég er hrædd um, að sonur minn eigi eftir að valda mér erfiðleikum og að faðir hans svipti mig þeirri ánægju að hafa hann hjá mér. Samkvæmt frönskum lögum er hann franskur, og þar af leiðandi á faðir hans foreldraréttinn. Krafa min um að fá Chris verður aldrei réttmæt gagn- vart frönskum lögum, og ef Pierre getur sannað, að ég sé í tygjum við aðra karlmenn, efast ég um að nokkur franskur dómstóll veiti mér yfirróðarétt yfir barninu. — Pierre veit, að Chris er óánægður með skilnað okkar og að hann vill gjama vera hjá föður sínum líka, svo að það gæti fengið hann til þess að taka hann frá mér. Ég er óskaplega óhmingjusöm yfir þessu, og ég eygi enga lausn á þessu vandamáli. Ég hef ekki löngun til þess að byrja að búa með Pierre aftur, svo að ég vona, að tíminn leysi þetta vandamál, ef það er þá hægt á annað borð. 43. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.