Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 43

Vikan - 21.10.1976, Blaðsíða 43
KÁLBÖGGLAR Á NÝJAN MÁTA Kálbögglar eru algengur réttur úr tilbúnu kjötfarsi, sem keypt er í næstu búð. Hér fer uppskrift, sem er mjög frábrugðin þessum venju- legu kálbögglum. 1 kálhöfuð 300 gr hakkað kjöt 100 gr reykt flesk eða skinka 1 dl soðin hrísgrjón 1 dl mjólk salt og pipar 1 tsk paprika 2 msk fíntklippt steinselja 3 dl soð Fjarlægið stilkinn úr kálhöfðinu og sjóðið það í ca. 10 mínútur. Leysið síðan blöðin frá og látið renna vel af þeim. Hrærið kjötdeigið saman með fleskinu og hrísgrjónunum og þynnið með mjólkinni. Kryddið. Setjið 2 msk. af blöndunni á hvert kálblað. Rúllið saman og leggið bögglana þétt í smurt eldfast form og látið samskeytin snúa niður. Hellið dálitlu af kjötsoðinu yfir og setjið nokkra smjörbita ofan á. Látið formið standa í 200° heitum ofni í ca. 1 klst., en gætið þess að það þorni ekki á því í ofninum. Ef rétturinn brúnast of mikið að ofan, setjið þá lok ofan á eða álpappír. Berið fram með Ijósri sósu eða soðinu, sem er í forminu. OSTBAKAÐ BROKKÁL. (Broccolli). 1/2 kg brokkál (ca. 2 pk. af frosnu) Kálið er soðið næstum meyrt í léttsöltu vatni og látið renna vel af því. Setjið í smurt eldfast form og látið síðan þessa sósu ofan á: 1 1/2 msk. smjör eða smjörlíki 2 msk. hveiti 4 dl vökvi (grænmetissoð, mjólk, rjómi) salt og pipar. Blandið 1 dl af rifnum osti saman við. Setjið síðan ost ofan á áður en formið er sett í ofn. Bakið við 250°. Látið vera í ofninum þar til osturinn hefur fengið á sig lit. Klippið 100 gr af reyktu fleski, steikið það stökkt á pönnu og berið fram með. LITLAR KJÖTBOLLUR MEÐ RÖSAKÁLI. Hrærið hakkað kjöt (200 gr) með salti og pipar, 1 dl af mjólk,2 msk. brauðmylsnu, 1 msk. sinnepi, og ca. 1 tsk. kartöflumjöli. 250 gr af nýju rósakáli er soðið næstum meyrt (sé notað frosið er það bara látið þiðna.) Mótið farsið utan um rósakálið. Brúnið bollurnar á pönnu og hristið hana til, svo bollurnar brúnist fallega á alla vegu. Látið síðan krauma í ca. 10 mínútur undir loki. DROFN FARESTVEIT HUSMÆÐRAKENNARI Jane Hellen DEODORANT OG COLOGNEí SENN 4 FRABÆRAR ILMTEGUNDIR lEUiHJTf , . <z.*4meruslza" TUNGUHALSI 11. SIMI 82700 Jone's' deodoro colog. deockxo.M cologne u r c 1 [ V 1 43. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.