Vikan

Issue

Vikan - 21.10.1976, Page 44

Vikan - 21.10.1976, Page 44
/ trúnaði! Þegarégeraðskrifa þetta niður er auðvitað rigning svona eins og vant er og svo sem ekki um talandi. Mérdattíhug.hvaðgetur maður eiginlega gert í kvöld, annað en horfa á sjónvarp. Þá mundi ég allt í einu eftir því, að í dag er fimmtudagur, ekkert sjónvarp. Svo að ég ákvað að slappa bara verulega af, fara í gott, heitt baðog snemma í rúmið m ;ð góða bók. Nei, annars, ætti ég ekki heldur að hugsa fyrst um ástina mína, láta renna í baðiðfyrir hann, færa honum síðan eitthvað gott á bakka inn í baðherbergið. Ég tók til gráðaost, vínber, kex og kók með miklum klaka í, bankaði á dyrnar hjá honum, og andlitið, sem rétt sást í upp úr baðkerinu, sendi mér Ijómandi bros, er fékk hjartað til að slá talsvert örara... segi ekki meira. Þetta gerir hann líka oft fyrir mig, færir mér eitthvaðgottábakka. Þaðeru litlu hlutirnír, sem gera svo mikið, en x/íð gerum oftast of lítið af, því miður. Hittumst í næstnæstu Viku. BLÁIFUGLINN. Áttu von á gestum í mat ?* Hér er uppskrift af mjög góðri nautasteik, og með henni eru bornir grillaðir tómatar og agúrkur fylltar með kartöflu- stöppu. Þetta er auðveldara að útbúa heldur en við gætum haldið og mjög bragðgott. (fyrir 6—8) 3 kg. T-beinsteik í heilu stk. Steikin lögð í lítið, eldfast fat með fituhliðina upp, pensluð með matarolíu. Steikin látin í ofninn við mikinn hita í 15—20 mín., eða þar til hún hefur brúnast. Þá er hún tekin úr ofninum, hellt yfir hana 3 msk. af heitu koníaki og „flamberuð". Steikin söltuð og sítrónusafa dreypt á hana, og snúið henni G/asbrún mótuð Venjulega eru smálogar sem skera toppinn af glerblöðrunni og bræða kantinn dálítið, svo að hann verði örlítið bogmyndaður. Líka er hægt að „sprengja" kantinn þegar hann er orðinn kaldur — með því að rispa með demanti. Þá verður kanturinn skarpari og viðkvæmari eins og á þynnstu glösunum. En gömul aðferð er til, þar sem glermeist- arinn klippir kantinn og mótar hann á meðan efnið er heitt, þannig að hann opnar sig eins og blóm, áður en hann storknar. síðan við í fatinu. Stráið pipar- kornum yfir (grænum). Búið til sósuna úr 2 dl af vatni og 2 dl af rjóma. Hellið sósunni yfir steik- ina og látið fatið í ofninn að nýju. Minnkið hitann á ofninum í 200° og látið gegnumsteikjast í tæpan klukkutíma. Nauðsynlegt er að vefja henni í álpappír. Látið steikina bíða í 20 mín., áður en hún er borðuð. Sósan er blönd- uð koníaki, sítrónusafa, salti og fleiri piparkornum. Meðan steikin bíður þessar 20 mín., er tómöt- um og agúrkum, sem fylltar eru með kartöflustöppu stungið í ofninn í 20 mín við mikinn hita. í ÁBÆTI. Perur með piparmyntusúkku- laði og þeyttum rjóma. Perurnar látnar í skálar, sem þola að fara í bakarofninn. Ein á mann er alveg nóg. Ofan á perurnar læturðu piparmyntusúkkulaði (After eight er best, en það fæst t.d. hjá SS í Austurveri), eina sneið eða tvær. Síðan er skálunum brugðið í heitan bakarofninn og súkkulaðið látið bráðna dálítið. iskaldur, þeyttur rjómi borðaður með. Tómatarnir þvegnir, afhýddir og lagðir í smurt fat. Þeir eru penslaðir með olíu, kryddaðir með basilikum og hakkaðri stein- selju. Agúrkurnar skornar í ca. 10 sm stykki og skornar eftir endilöngu, síðan soðnar í 5 mín. Látið vatnið síga vel af þeim og saltið þær. Búið til kartöflu- stöppu (úr pakka), bragðbætið með rjóma og eggi og smyrjið þykku lagi á agúrkurnar. Skreyt- ið með piparsósu eða sinnepi. ,,Avocado" Hinn sérstaki avocadoávöxtur er oft á markaðnum, a.m.k. í stærri matvörubúðum. Þegar þú hefur borðað ávöxtinn skaltu prófa að láta steininn í mold, og árangur- inn verður falleg stofuplanta með stórum ávölum blöðum. En sýndu þolinmæði, þetta tekur tíma. 44 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.