Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 3

Vikan - 18.11.1976, Blaðsíða 3
Brúðarvöndur mánaðarins er gerður af Stefáni Hermanns í STEFÁNSBLÓM v/Barónsstíg, sími 10771. Eftirfarandi blóma- tegundir eru notaðar í vöndinn: Hvítar- og lilla orchedeur, hvítar- og lilla fresjur amazonliljur, hvítar rósir og burkna blöð. Sky/du þeir meina þetta? Haft eftir Grace furstaynju í Monaco að til að öðlast gott heimilislíf þurfi: ást, þolinmæði, sjáfstjórn og virðingu fyrir eiginmann- inum... Hver hefur ekki not fyrir nokkur góð ráð til að spara? Hið ameríska blað „Cosmopolitan" gefur lesendum sínum nokkur ráð, sem eru nokkuð óvenjuleg, svo ekki sé meira sagt. Meðal annarra þessi: ★ sofðu nakin, ★ farðu í útilegu — það er ódýrt, hollt og rómantískt, ef maður tekur réttan félaga með, og fáðu allt lánað í úti- leguna, ★ vertu geysilega glöð, ef ein- hver gefur þér gjöf, gefand- inn gefur þér þá ef til vill aðra, ★ gerðu brjóstaæfingar, svo þú getir gengið brjóstahaldara- laus, ★ slökktu Ijósið, ★ taktu afganginn með þér heim frá veitingahúsunum, flugvélunum og líka ábætinn úr veislunni, ★ leigðu íbúðina þína í hádeg- inu til afnota fyrir ejskendur, ★ engan hita á íbúðinni á næt- urna, sofið bara þétt saman. Ást í b/óma Venjur í sambandi við ást og tilhugalíf hafa nú talsvert breyst síðan stífflibbaðir ungir menn dreyptu á límonaðinu sínu á tímum Viktoríu drottningar. Ein venjan hefur þó haldist óbreytt að mestu — blómagjöfin. Hvort sem um er að ræða blóm til að vinna hjarta sinnar elskuðu eða sættast við hana eoa eittnvao enn eitt, þá hefur það oftast komiö í hlut karlmannsins að gefa henni blóm. En af hverju alltaf henni? Næst þegar þig langar til að vinna hjarta manns- ins, sættast við hann eða eitt- hvað annað — því „segir þú það ekki með blómum" til tilbreyt- ingar? Ef maðurinn í lífi þínu kann ekki að meta það, þá er hann bara kjáni! Morgunverður Morgunverðurinn er eins og flestir vita ein mikilvægasta mál- tíð dagsins, því hann er undir- staðan undir dagsins önn. Við þurfum að velja alhliða fæðu til morgunverðar, svo sem mjólk og mjólkurvörur (kalk og eggja- hvítur og fleiri næringarrík efni.) Brauð, hafragraut eða/og slátur (járn og B-vítamín), egg daglega (A og D vítamín). Flestir fá leið á því að fá alltaf sama matinn og þarf því að hafa dálitla tilbreyt- ingu við að útbúa morgun- verðinn. Ég hef lengi ætlað mér að birta af og til uppástungur um rétt samsettan morgunverð, og hér kemur sú fyrsta. Hafragrautur moö mjólk og slátri 1 msk. lýsi 1 sneið heilhveitibrauð m/smjöri og mysuostur 1 sneið hrökkbrauð m/smjöri, osti og papriku 1/2 appelsína. 47. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.