Vikan

Issue

Vikan - 18.11.1976, Page 14

Vikan - 18.11.1976, Page 14
4 nýju konu. Tíminn og fjarlægðin, það er lausnin...” Falleg arabisk frammistöðu- stúlka kemur að borðinu með kaffi. Ali hallar sér að henni og eys yfir hana lofsyrðum. Hún kann auðsjá- anlega vel að meta hrósið. Þetta endar með því að Ali segir: „Þú ert svo falleg, að ég hugsa að ég komi hingað aftur einhvern daginn og biðji þín.” Þá svaraði frammi- stöðustúlkan: ,,En þú ert þegar giftur, er það ekki?” ,,Jú, ljúfan, en þú gleymir því að ég er muslimtrúar, og við getum átt þrjár eða fjórar konu,” svaraði Ali glottandi. Ég minni Ali á að Islamkirkjan hafi þegar neitað Ali um að kvæn- ast Veronica Porsche af þvi hún yrði þá þriðja konan hans. Ali er auð- sjáanlega lítið skemmt. Meistarinn mikli ræður illa við konur, en enginn ber brigður á hæfileika hans til að prédika. Þegar hann leggur frá sér hanskana fyrir fullt og allt, má allt eins búast við, að Islamkirkjan leggi blessun sina yfir þriðja hjónabandið, því að Ali getur vissulega haft mikil áhrif á verðandi fylgismenn kirkjunnar. Ali er þeirra öflugasti og dáðasti fylgismaður, og hann veit það svo sannarlega. Þetta eykur sjálfs- traust hans gífurlega, svo búist ekki við neinni auðmýkt, þegar meistarinn mikli gerist prestur! „Sverting ar líta á mig sem hetju og frelsara. Mér hefur þegar verið boðið að halda fyrirlestra við 168 háskóla i Bandaríkjunum, og þús- undir munu koma til að hlusta á mig ræða markmið lífsins, list persónuleikans og kraft hugans. Ég er besta dæmið sem hinn svarti maður getur vitnað til.” Hann segir þetta meir af krafti en sannfæringu og gleði. Skyndi- lega geri ég mér grein fyrir að Ali er ekki sá hamingjusami maður sem hann vill sýnast. „Fólk ruglar saman ánægju og hamingju. Ánægja er aðeins tál- mynd hamingjunnar. Hver getur sagt, að hann sé fullkomlega ham- ingjusamur? Hið næsta sem þú kemst fullkominni hamingju er að finna djúptækt markmið í lífinu. Og ég hef fundið markmið — ekki það að berja menn niður í hringnum heldur gera eitthvað sem skiptir máli fyrir samferðafólk mitt — Ég er að finna hamingjuna... ” Hann horfir ögrandi á mig, eins og hann sé að mana mig að mótmæla. Ég geri það ekki, en er samt ekki sannfærður. Ég hugsa til þess að hann skorti aga til að lifa einkalifi sinu í hinum sanna anda muslimstrúarinnar, og ég efast um, að hann geti nokkum tíma beitt sig svo miklum sjálfsaga að hann helgi sig einvörðungu trúarlífi. Sýndar- mennska og glysgimi em augsýni- lega sterkir eðlisþættir hans. Áður en hann snýr sér að störf- um fyrir muslimhreyfinguna fyrir fullt og allt á hann eftir að gera kvikmynd um ævi sína. „ÉG VERÐ MESTI KVIK- MYNDALEIKARI SEM UPPI HEFUR VERIД, segir hann með stjörnublik i augum og miklum handahreyfingum. „Það mun eng- inn komast í hálfkvisti við mig. Ég er svo vinsæll, að ég skora á hvaða kvikmyndastjörnu sem er að etja kappi við mig. Ég skora á John Wayne, Paul Newman, Steve McQueen, Clint Eastwood, Charles Bronson eða hvern þeirra sem er að ganga með mér — hvar sem er i heiminum — og þá munu menn sjá hver dregur að sér mestan fjölda!” Hann hlær stríðnislega. Það á að byrja á myndinni „The Greatest” í byrjun næsta árs. Framleiðandi verður John Marshall og stjórnandi Tom Gries (sem nýlega stjórnaði myndinni „Break- heart Pass” með Charles Bronson i aðalhlutverki'. Ali skrifaði undir samninginn fyrir þremur árum, en viðurkennir að hafa aðeins stundað leiknám í 6 mánuði. „Ég þarfnast ekki tíma i leiklist, ekki endilega,” er hann fljótur að fullyrða. Hann brosir, og það er auðséð að honum finnst meira gaman að tala um sig sem verðandi leikara en prédikara. „Láttu þér ekki detta i hug að ég þurfi að selja mig Hollywood. Ég get gert þetta á eigin vegum, án þess að þurfa að taka þátt í vitleysu eins og að leika í brennivinsauglýsingamynd- um í sjónvarpinu, eða búa í ein- hverju stjörnu flotthýsi með skringilegri sundlaug, eða aka um í Rolls Royce með ljóskur mér til hvorrar handar. Ég þarf að vera svörtum bræðrum mínum lýsandi dæmi, þessum svörtu bræðrum sem eru að kafna i gettóunum.” „Hvemig heldurðu, að ég geti þóst vera kvikmyndastjama og fíflast með hvítum stúlkum í kvik- myndum eða á næturklúbbum — eins og allar svartar kvikmynda- stjömur og íþróttamenn gera — þegar ætlast er til, að ég sé fyrir- mynd míns fólks?” Já, einmittþað! Hinn mesti hefur þegar leikið í þremur sjónvarpsaug- lýsingum, en það skal játað, að hann hefur ekki auglýst brennivín, heldur mjólk. Hann bjó um tíma í dæmigerðu Hollywood flotthýsi (með sundlaug) og hefur sést undir stýri í Rolls Royce bifreið, en hann á reyndar tvo bíla af þeirri gerð! En hvað sem þessu líður, heilagur eða breyskur, trúarleiðtogi eða kvikmyndaleikari, þá munu menn minnast Alis um langan aldur. ★ Bjarni Jónsson hefur teiknað fyrir okkur myndir af litla jólasveinastráknum, sem hlakkar svo mikið til jólanna, að hann getur naumast beðið þeirra. Jólasveinastrákar eru nefnilega rétt eins og aðrir krakkar, þegar allt kemur til alls. Getraunin er í fjórum blöðum, og í hverju blaði birtast tvær myndir, sem í fljótu bragði virðast nákvæmlega eins, en ef grannt er skoðað, kemur í Ijós, að inn á aðra myndina vantar fimm atriði. Getraunin er í því fólgin að finna þessi fimm atriði og skrifa heiti þeirra á getraunaseðilinn, sem er hér á opnunni. Síðasti hluti getraunarinnar birtist í jólablaðinu, sem kemur út 9. des., og skilafrestur er til 16. des. Með tilliti til þess, að á mjög mörgum heimilum eru fleiri en eitt barn, sem taka vilja þátt í getraun- innj, auk þess sem mörgum er illa við að þurfa að klippa út úr blaðinu, þá höfum við ákveðið að taka heimatilbúna seðla einnig gilda og setjum ekki önnur skilyrði en að skilmerkilega sé frá þeim gengið. Og munið að senda ekki einn og einn í einu, heldur bíða, þangað til öll blöðin fjögur eru komin. •• ;•• :•• m ATHUGIÐ: Getraunin er í fjórum blöðum. Þegar öll blöðin fjögur eru komin — ekki fyrr — stingið þið lausnunum í umslag og skrifið utan á: VIKAN, PÓSTHÓLF 533, REYKJA- VÍK og merkið umslagið ,,JÓLAGET- RAUN”. Skilafrestur er til 16. desember. Vinningar verða afhentir fyrir jól og sendir í nncti hoim com hna utan 14 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.