Vikan - 18.11.1976, Side 16
flð heyra vel oóq hc
Rætt við Erling Þorsteinsson og
,,hina strákana” hjá
heyrngirmælingadeild Heilsuvemdar-
stöðvar Reykjavíkurborgar um —
að heyra vel eða heyra ver, og annað
því líkt.
Að vera eða vera ekki, sagði
Shakespeare gamli, en það var bara
misskilningui hjá honum, sem
byggðist á því, að hann þekkti ekki
Erling Þorsteinsson. Erlingur hefði
nefnilega breytt þessu skjótlega hjá
honum í: Að heyra eða heyra ekki,
— og þarmeð hefði sauðsvartur al-
múginn, eins og þú og ég, skilið
hvað hann átti við. Því að við
skiljum það ósköp vel að regin-
mismunur er á því að heyra eða
heyra ekki, jafnvel þó Erlingur hafi
nú kannski annar. skilning á þvú
því hann hefur barist við það allt
sitt líf. að sá mismunur verði sem
minnstur, þannig að jafnvel orð-
takið: að heyra eða heyra ekki
— verði jafnóskiljanlegt og orðtakið
hjá Shakespeare gamla forðum.
Erlingur hefur alltaf unnið að því
með öllum ráðum og dáð, að allir
heyri og enginn heyri ekki og hefði
því jafnvel breytt orðtakinu núna í:
Að heyra vel eða heyra ver, það
er lóðið.
Að svo mæltu breyti ég þessari
stórkostlegu filósóferingu í jafn
stórkostlega reynslu og skýri frá
því. hvað mér tókst að heyra vel,
þegar Erlingur sagði mér frá bar-
áttu sinni við heyrnardeyfu islend-
inga allt til þessa dags. IÞað breyt-
ir engu. þótt hann hafi talað inn á
segulband, og ég hafi heyrnari.æki
við segulbandið). En hann mælti
svo í meginatriðum:
— f'.g hóf störf i Heilsuverndar-
stöðinni við þetta fyrir um 10 árum
og starfaði hér einn, ásamt Mariu
Kjeld. en þá hafði Sonta klúbbur-
inn gefið tæki til þess að við gætum
hafið störf hér. Um það leyti fór ég
þá utan til að kynna mér svipaðar
stöðvar, en setti þessa stöð síðan
upp. Þá var málum þannig háttað,
að við höfðum litið pláss og urðum
því að takmarka okkur við eitthvað.
í mörg ár hafði ég þá hugsað um
slika stöð hér og gerði mér ljóst að
byrja varð á byrjuninni, eða rótinni
sem auðvitað var sú að finna börnin
nógu snemma til þess að hægara
væri um vik að gera eitthvað fyrir
þau. Litið hafði verið gert fram að
þeim tima, nema að í allmörg ár
hafði verið til svokölluð Heyrnar-
hjálp, sem hafði verið stofnsett af
ýmsum mönnum. Þar var um algera
einkastofnun að ræða, og í reynd-
inni var það eingöngu heyrnar-
tækjasala. Þessi félagssamtök voru
svo endurlífguð fyrir nokkrum árum
og var þá hugsað til þess að gera
eitthvað meira — og hefur verið
gert — og þá í þá átt, sem ég álit,
að slik samtök ættu að beita sér
fyrir, en það er að vera samtök
heyrnarskertra, svipað og til dæmis
samtök berklasjúklinga voru á sín-
um tíma. Eftir að við hófum störf
hér kom það til álita hjá félaginu að
hætta störfum og að við tækjum við
Erlingur skoðar ungt eyra.
þessari ákveðnu stétt utan borgar-
svæðisins, að einungis á Akureyri
er til staðar viðurkenndur sérfræð-
ingur. Og ég veit aðeins um einn
einasta, sem er að læra þetta fag
núna. Þessvegna er það, að við
getum ekki sagt fólkinu úti á
landsbyggðinni að fara til næsta
bæjar og fá þar úrskurð og því er
málið ákaflega erfitt.
— Hér er þessum málum þannig
háttað, að reynd stúlka er send í
skólana, og ef heyrn einhvers barns
orkar tvimælis, þó eru þau börn
send hingað rakleiðis, þau mæld og
viðeigandi ráðstafanir gerðar. Síðan
koma þau hingað aftur, svo við
getum fylgst með því, hvort þær
ráðstafanir, sem við höfum mælt
með, hafa borið árangur. Nú, ef
ekki er um annað að ræða, þá fá
þessi börn heyrnartæki við sitt
hæfi. Svo hafa sum þeirra þurft að
fá sérhjálp, og sér heyrnleysingja-
skólinn um það eftir bestu getu.
Sum börn hafa erfiðleika með mál,
ekki bara vegna þess að þau heyra
illa, og þá hefur þurft að senda þau í
talkennslu.
— Síðan við byrjuðum hefur
margt breyst, við höfum fengið
betra húsnæði og betri hjálp. Til
dæmis var Gylfi Baldursson heyrn-
arfræðingur hjá okkur um tima, og
við höfum fengið meira starfslið.
Fyrir þrem árum þótti of litil
læknisþjónusta hér, og þá var mér
gert, heimilt að starfa hér hálfan dag
á hverjum degi, jafnframt að ég var
gerður að yfirlækni hér.
— Það er engum vafa bundið, að
þetta er samt aðeins byrjunin, ég
verð t.d. ekki hér eilífur augnakarl,
þvi ég geri ráð fyrir, að ég hætti
af því. En við höfum lagst gegn því
og viljum að það haldi áfram að
berjast fyrir málefnum heyrnar-
skertra, haldi kannski skemmtanir,
fræðslufundi og annað slikt.
— Við álítum samt, að heyrnar-
tækjasaian eigi að vera aðeins á
einum stað, hér hjá okkur á
reykjavikursvæðinu, sem reynist
vera alveg nóg. Það háir okkur
mest í sambandi við slika hjálp
viðsvegar um landið, að við erum
borgarstofnun, og við vinnum
að þvi að verða jafnframt ríkis-
stofnun, því að þannig ættum við
hægara með ná til allra lands-
manna. Hér erum við í raun og veru
bundin við það að þjóna einungis
ibúum borgarinnar, þótt við höfum
samt fengið til þess leyfi að útvíkka
dálítið okkar hring og veita okkar
þjónustu hverjum sem er. Nú
höfum við komið því þannig fyrir,
að læknir fer með útsendurum
Heyrnarhjálpar, þannig að síður er
hætta ó því en áður að sett séu
heyrnartæki á mann, sem t.d.
er með mergtappa, sem auðvelt
væri að skola burt. Nú eru að koma
heilsugæslustöðvar um allt land, og
landlæknir hefur snúið sér til mín
um upplýsingar um þau tæki, sem
þyrftu að vera til staðar ó hverri
heilsugæslustöð, en það gerir þeim
læknum, sem fara um landið,
auðveldara að mæla raunverulega
heyrn ibúa hvers staðar.
— Þetta, ásamt fleiru, sýnir
nauðsyn þess, að við værum rikis-
fyrirtæki, ásamt því að vera borgar-
fyrirtæki, og i raun og veru getum
við ekki einbeint okkur að öðrum
landshlutum og ákveðið, hvernig
þarf að taka á þessum hlutum þar,
t.d. gagnvart skólabörnum, líkt og
við hófum hér árið 1962, þvi
upphafið er auðvitað gagnvart
þeim. Æskilegt væri til dæmis, að
sendar væru mælingar af þeim utan
af landsbyggðinni, þannig að við
gætum gefið svar við þeim á
grundvelli viðurkenndra mælinga,
og sagt til um hvað bæri að gera.
Að vísu erum við nú svo fáliðaðir i
Pétur Kristjánsson
16 VIKAN 47. TBL.