Vikan - 18.11.1976, Side 19
SNMRJi
FUGL-
ARANS
„Já.”
Krieger náði valdi á sjálfum sér
aftur og sagði hægt. „Já, þar er
vissulega ný hætta á ferðum. Ef Jiri
vissi um þær. En guði sé lof þá gerir
hann það ekki.”
,,Jú, hann veit um þær. Við
ókum Bohn til Brixen og hann
símaði þaðan.”
,,Bohn?” sagði Krieger snöggt.
,,Við tókum hann upp í við landa-
mærin og af tilviljun sá hann
bækurnar.” Nákvæmlega skipu-
lögð tilviljun. Það er ég viss um.
„Hann og Irina voru ein í bílnum í
fáeinar mínútur.” David reis á
fætur og teygði sig eftir frakkanum
sínum. ,,Ég mun skýra þetta nánar
fyrir þér í Tarasp. Nú ætla ég að
koma Irinu út úr Merano.”
Krieger tók þétt um úlnlið Davids
og neyddi hann til þess að setjast
aftur. „Hún er farin,” sagði Krieger
rólega. Hann losaði á takinu.
David starði é hann.
„Hún er farin ásamt Jo.” Krieger
leit á úrið sitt. „Það eru varla meira
en tíu mínútur síðan.”
David kom ekki upp nokkru orði.
„Þetta er öruggasta og fljótleg-
asta leiðin. Auk þess kemur þetta
þeim algjörlega á óvart. Það er það
eina sem við getum talið okkur til
tekna. Andstæðingarnir þekkja öll
bellibrögðin. Við erum skjótráð og
fljót i snúningum. Meira er það
ekki.” Hann þagnaði og leit á
David. „Og til frekara öryggis fyrir
Irinu, segðu mér þá frá Bohn í
einstökum atriðum. Að hverju
komst hann?”
Fyrir tíu mínútum...ég hefði átt
að vita þetta, hugsaði David.
Síðasta athugasemd Jos, sú sem ég
undraðist hvað mest, var sögð mér
til varnaðar. Hann gat nú ekki
lengur haft taumhald á reiði sinni.
,,Veistu það Krieger að þú ert hrein-
astióþokki.”
„Einhver verður að taka það
hlutverk að sér af og til. En hvað
um Bohn?”
„Jo hefði getað sagt mér þetta
hreinskilninslega.
Krieger reyndi að leyna óþolin-
mæði sinni. „Hún vildi það líka, en
ég lagðist gegn því. Og hverju hefði
það svo sem komið til leiðar?
Deilur. Seinkanir. Að lokum hefðir
þú svo komið hingað til þess að
fá nánari upplýsingar varðandi
Tarasp. En það sem meira er. Þú
hefðir ekki verið kominn hingað
* nógu timanlega til þess að sjá
Ludvik taka sér stöðu handan við
götuna. Hann hefði séð þig og því
næst veitt þér eftirför til Irinu.
Vegna þess að þú hefðir átt von á
því að hún biði þangað til þú kæmir
aftur. Ekki satt?”
Jú, Krieger hafði svo sem mikið
til síns máls. David rann reiðin og
rödd hans varð róleg. „Ég skal
milda heldur lýsingu mina á þér. Þú
ert sannfærandi óþokki.”
Krieger kinkaði kolli. „Hvað um
Bohn?” Hafðu það stutt. Ég vil
að þú verðir kominn út úr þessum
bæ eftir hálftíma.”
„Ágætt. Ég gef duglega í og næ
Jo áður en hún verður komin að
landamærunum. ’ ’
„Já, en ég ætla að segja þér frá
áætluninni. Hún ætlar að aka í
rólegheitum eftir þjóðvegi 38 i
vesturátt. Þegar hann beygir til
suðurs mun hún fara eftir þjóðvegi
40 í norðurátt. Hún mun stansa og
bíða þín hjá kirkju einni, St.
Mary heitir hún. Þú hlýtur að finna
hana. Hún stendur á áberandi stað
uppi á hæð. Þú skalt svipast um
eftir bilnum hennar hjá útivistar-
svæði þar rétt fyrir neðan. Þú munt
svo aka yfir fjallaskörðin. Hún stóð
í ströngu í gær. Auk þess veit hún
ekki i einstökum atriðum hvemig
ber að haga þessu i Tarasp. Þeim
mun færri sem vita um það því
betra. Sérstaklega ef slys ber að
höndum.”
Svo sem það að lenda í klónum
ó Ludvik. En svo fór David að hugst
um annað. „Irina veit um Tarasp.
Ég sagði henni frá því.”
„Og kjaftaði hún því í Bohn?”
„Nei.”
„Hvað sagði hún honum?”
spurði Krieger og var hvassyrtur.
„Það var ekki þannig, sem þetta
gerðist,” sagði David og reyndi að
verja Irinu. „Hún sagði honum
ekkert, ekki beinlínis, en hann
veiddi það upp úr henni.”
„Allt í lagi,” sagði Krieger,
„hvað veiddi hann upp úr henni?”
David hætti við afsakanirnar og
sagði honum söguna eins og hún
hafði gengið fyrir sig.
Nú veit ég tvennt, hugsaði
Krieger, er David hafði lokið frá-
sögn sinni. David var þegar staðinn
upp og tók rykfrakka sinn. I fyrsta
lagi elskar hann Irinu og hún elskar
hann. Þetta bætir vissulega ekki úr
skák, en samt ætla ég ekki að hafa
orð ó því. Auk þess voru það mikil
mistök að treysta Bohn. Hann er
meira viðriðinn þetta mál en ég hélt
og sennilega meira en hann veit
sjálfur. Ef Jiri þarf á Bohn að halda
mun hann nota hann aftur. „Mér
skjátlaðist i sambandi við Bohn,”
sagði Krieger. „Ég hélt að hann
hcfði lagt upp laupana. ”
„Hann er búinn að því núna.”
„Hann kysi það sjálfsagt helst,
en...” Krieger yppti öxlum. „Ertu
viss um að hann viti ekkert um
Tarasp?” n
„Irina hefði sagt mér ef svo
væri.” David var að búa sig undir
að fara. „Nokkuð fleira?”
„Farðu út bakdyramegin. Ég
ætla að hinkra við og reyna að tefja
fyrir Ludvik. Ef hann sér mig hér
heldur hann ef til vill að við séum
að hvila okkur fyrir næsta áfanga
ferðarinnar. Og á meðan ég man, þá
munu þeir hafa gætur á grænum
Mercedesbíl. Þú veist það?”
„Já.”Og þaðvar Bohn að kenna.
„Ég hef auga með hverjum þeim,
sem kann að elta mig.”
„Þeir eru kannski enn ó hvítum
Fiatbíl. Þeir vita ekki að við sáum
hann í Graz. Gangi þér svo vel og
bíddu min í Tarasp. Mér seinkar ef
tU vUl eitthvað, en...” Hann þagn-
aði um leið og hann fann að gustur
lék um ökla hans. Dymar fyrir
aftan höfðu opnast.
„Tveir menn,” sagði David.
Meira sá hann ekki þarna í hálf-
rökkrinu, tveir skuggar, en að baki
þeirra voru opnar dyrnar. Þeir
stóðu þarna og vom að venjast
myrkrinu.
„Farðu,” sagði Krieger ákafur.
„Forðaðu þér eins og skot.”
David gekk í áttina að bakdyr-
unum, en var ekkert að flýta sér.
hann ætlaði að láta eins og ekkert
væri. Að baki sér heyrði hann að
bændurnir þrír vom að kalla á þjón-
ustustúlkuna, sem hafði setið við
borð og verið að telja smámynt.
Hún lét myntina aftur í budduna
sína og þegar hún gekk framhjá
David, hélt hún að hann væri að
vUlast og benti honum ó dyr, sem á
stóð Herren. Hann stansaði fyrir
framan dyrnar eins og hann ætlaði
að fara þar inn og beið þess að
mennimir tveir væm komnir tU
móts við hann. Já, þetta vom þeir,
sem hann hafði séð í bogagöngun-
um. Þeir höfðu þá farið hringinn
til þess að komast inn í Rauða
Ljónið bakdyramegin. Annað hvort
vom þeir orðnir þreyttir á að bíða í
einhverju húsasundinu eða þeir
vom að kanna hvort Krieger væri
enn á sínum stað. Þeir ætluðu að nó
Krieger, ó því var enginn vafi. Þeir
litu ekki einu sinni á David. „Ég
kem rétt strax,” sagði þjónustu-
stúlkan. „Það liggur ekkert ó,”
sagði annar þeirra.
Um leið og þeir vom komnir
framhjá skaust David inn í einn
básinn. Þaðan gat hann séð borð-
brúnina á básnum þar sem Krieger
sat. Krieger sjálfan sá hann ekki.
hann sá ekki heldur mennina tvo,
sem höfðu sest rétt hjá Krieger.
Útsýnið var ekki sem allra best,
hugsaði hann, en þeir sáu hann ekki
heldur. Hann var viss um að þeir
hefðu ekki tekið eftir því er hann
settist í bósinn.
Þetta var það eina sem hann var
viss um á þessu augnabliki. Ef
Krieger hefði vitað af honum þarna,
hefði hann ömgglega bölvað honum
duglega ofan i ölkrúsina sína. Ég
veit það, ég veit það, hugsaði
David reiðilega. Ég á að vera á leið
út eitthvert húsasund og að Merc-
edesbilnum og koma mér í burtu
frá Merano. En þótt ég reyni að
sannfæra sjálfan mig um, að Krieg-
er geti séð um sig sjálfur, þá get ég
það ekki. Hann situr þarna aleinn.
Honum var ómögulegt að skilja
Krieger einan eftir úr því að þessir
tveir mstar vom annars vegar.
Krieger hafði þó mælt svo fyrir, en
fjandinn hirði þessa stjórnsemi
hans. Samt er ég ekkert hrifinn af
þessu, alls ekki.
Ein mínúta leið. Það var komin
hreyfing á í fremra herberginu.
47. TBL. VIKAN 19