Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.11.1976, Side 32

Vikan - 18.11.1976, Side 32
Greta Garbo í 35 ár hefur Greta Garbo forðast blaðamenn og ljósmyndara, og hún hefur borgað stórfé fyrir að láta óbirtar myndir, sem náðst hafa af henni. Meðfylgjandi myndir eru úr einkasafni Kerstinar Bemadotte, en þær Greta hafa árum saman verið bestu vinkonur. Þær eru það þó ekki lengur. Greta fyrirgefur Kerstin naumast trúnaðárbrot hennar í bráð. Einu sinni var fræg og fögur filmstjarna, kannski jafnvel sú frægasta og fegursta af þeim öllum. Þegar hún hins vegar sá, að frægðin og fegurðin mundu innan tíðar taka að blikna, flúði hún á vit einmana- leikans. Árið 1941 dró Greta Garbo sig í hlé og yfirgaf kvikmyndaheiminn. Hún var þá aðeins 36 ára að aldri og á hátindi frægðar sinnar. Upp frá þeim degi hefur hún forðast blaða- menn og ljósmyndara eins og pestina. Ef ljósmyndari kemst í tæri við hana, gripur hún höndum fyrir andlitið, og ef þeim tekst að ná myndum, borgar hún himinháar upphæðir fyrir að láta þær óbirtar. Greta Garbo á aðeins fáa útvalda vini. Meðal þeirra eru sænsku greifahjónin Kerstin og Carl Johan Bernadotte, en hann er frændi svia- konungs. Sumarið '75 var Greta gestur þeirra í villunni, sem þau eiga í sænska baðstrandarbænum Basted i suður Sviþjóð. Sumarið '76 kom hún hins vegar ekki til þeirra. Kerstin Bernadotte er ekki lengur besta vinkona hennar, því hún virti að vettugi hin óskráðu lög, sem gilt hafa meðal vina Gretu Garbo, nefnilega að tala aldrei opin- berlega um einkalíf Gretu. Eftir- farandi frásögn Kerstinar olli vin slitum þeirra: „Fyrir um það bil 25 árum hittum við Carl Johan Gretu Garbo i fyrsta skipti. Við hlökkuðum eins og börn til þess fundar. Hvernig skyldi hún vera? Hvað mundi hún segja? Og væri hún eins fögur og hún virtist á myndum? Greta fór fram úr öllum okkar vonum. Fegurð hennar var draumi líkust, rödd hennar var djúp og hlý. Og okkur hafði ekki dreymt um, að hún væri svona elskuleg. Hún stafaði ljóma í kringum sig. Við sátum í hálfrökkri úti á verönd, drukkum vodka og spjöll- uðum um heima og geima. Þá sagði hún allt í einu: — Mér skilst, að þér séuð innanhússarkitekt. Ég vissi ekki, hvað ég átti til bragðs að taka. Átti ég að ljóstra því upp, að ég væri blaðamaður og eiga það á hættu, að hún vildi ekki meira við mig tala? Ég ákvað að láta slag standa og sagði henni sem var. — 0, en hræðilegt, svaraði hún glaðlega. Mér kom ekki til hugar, að við myndum nokkurn tíma hitta Gretu aftur. En það fór á annan veg. Við urðum bestu vinir. Við hittumst í Frakklandi og Svíþjóð, en oftast þó í New York, þar sem hún býr. Henni líður vel í New York, þar hverfur hún í fjöldann, þar getur hún stundað sínar gönguferðir og skoðað forngripi og söfn, án þess að vekja sífellt athygli. Greta fer gjarna á veitingahús, en það verður að vera snemma kvölds, þvi hún fer snemma að sofa og snemma á fætur. Aðeins einu sinni tókst mér að draga hana með Hin guðdómlega árið 4932 i hlutverki sínu sem rús.sneska dansmærin Grusinska\-». Níu árum siðar lék hún í siðustu niynd binni, „Knnun með andlitin tvö”, en upp frá þvi faldi hún andlit sitt vandlega fyrir umhciininum. Gretu féil vel við Carl Johan eigin- mijnn Kerstinar, og honum tókst alllaf að koma henni í gott skap. 32 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.