Vikan

Útgáva

Vikan - 18.11.1976, Síða 33

Vikan - 18.11.1976, Síða 33
mér í leikhús á Broadway — og það var fyrri hluta dags. Ég fór til New York að minnsta kosti einu sinni á ári bara til þess að heimsækja Gretu Garbo. Þá höfð- um við símasamband á hverjum morgni og skipulögðum daginn. Stundum fórum við í búðir, og þá var eins gott að vera á undan að taka upp budduna, því Greta er fram úr hófi örlát við vini sína og hefur náð undraverðum hraða i að töfra fram peningaveskið áður en við verður litið. Og þegar henni tekst að verða á undan, ljómar hún af gleði, eins og barn, sem fær langþráða gjöf. Stundum þrömmuðum við úr einum málverkasalnum í annan til þess að leita að málverki, en það gat orðið erfið leit, þvi að uppáhaldslit- ur Gretu, sem er bleikur, varð að sjást einhvers staðar í því. Svo reikuðum við um götumar fram til kl. sex, settumst þá inn á einhverja litla krá og fengum okkur drykk og kex með osti. Eftir það fór Greta heim og bjó til sinn eigin kvöldverð. Oftast borðar hún kjöt og ögn af grænmeti og ost sem eftir- rétt. Reyndar er hún ekki síður hi-ifin af venjulegum sænskum mat, baunum, fleski og pvlsum. Greta Garbo er jafn óútreiknan- leg og aprilveðrið. Henni getur dottið allt i einu i hug, að nú verði hún að fara út og „taka þátt í líf- inu”. Einu sinni fékk hún þessa flugu i kollinn, en þá var tvistæðið í hápunkti. Við bmgðum okkur á „Peppermint Lounge” til að sjá dýrðina, og einmitt þegar fjörið var að ná hámarki, brá Greta sér skyndilega út á gólfið og tvistaði af hjartans lyst. Greta er alltaf miðpunkturinn, hvar sem er og hvenær sem er. Ég man sérstaklega eftir einu kvöldi. Við vorúm þá gestir Ari Onassis á lystisnekkju hans. Konumar kepptu í glæsileik og létu ekki duga minna en módelkjóla frá Givenchy .. .eða á bak við handtösku. og Dior. Skyndilega gekk Greta Garbo í salinn, og það varð hljótt eins og í kirkju. Hún var klædd látlausum grænum satínkjól og lághæla sandölum, og hún bar ekki aðra skartgripi en einfaldan gull- hring. Hún hafði ekki einu sinni haft fyrir því að láta leggja á sér hárið. Þrátt fyrir það bar hún af öllum konunum. Árið 1965 heimsótti Greta okkur hjónin til Svíþjóðar í fyrsta sinn, og siðastliðið sumar dvaldist hún lengi hjá okkur. Hún virtist njóta þess ákaflega vel, hún fór í langar gönguferðir, og á hverjum morgni viðraði hún hundana okkar þrjá. Ivar Nilsson bóndinn á bænum og Greta urðu bestu vinir. Einn daginn varð hún vitni að því, þegar fæddist lítill kálfur. Þann dag kom Greta ekki í síðdegiskaffi, hún var hjá nýfædda kálfinum allt fram á kvöld. Einn daginn fómm við til Vaderö, sem er friðlýst eyja út af Hallandi. — Maður ætti aldrei að heimsækja svona staði, þetta er of fullkomið, sagði Greta döpur i bragði eftir heimsóknina. Gretu langaði mikið til að hitta Ingmar Bergman. Hún hafði séð margar af myndum hans og hrifist af mörgum þeirra. Við heimsóttum hann í stúdióið, þar sem hann var við vinnu, og ég lét þau ein drykk- langa stund. Þegar ég kom aftur, gat ég varla grillt þau gegnum reyk- inn. Ingmar Bergman keðjureykir, og Greta gefur honum ekkert eftir í þeim efnum. Okkur var oft boðið í fámenn samkvæmi, meðan Greta dvaldist hjá okkur, og oftast kom hún með. Eitt sinn sagði hún: — Þið þurfið ekki að hafa mig alltaf með, það getur ekki verið gaman fyrir ykkur að hafa mig alltaf í eftirdragi. Þegar ég reyndi að segja henni, að okkur væri yfirleitt ekki boðið svona oft út, og gaf í skyn, að vinsældirnar stöfuðu einmitt af návist hennar, þá skildi hún ekki, hvað ég var að fara.” Hér ljúkum við frásögn Kerstinar Berndotte, frásögn sem dró dilk á eftir sér og spillti áralangri vináttu kvennanna tveggja. Hver er svo þessi kona, sem brugðist hefur trúnaði Gretu eftir öll þessi ár? Kerstin Bernadotte er dóttir þekkts sænsks uppeldisfræðings, dr. Henning Wijkmark að nafni. Hún starfaði lengi við blaða- mennsku og giftist árið 1935 iðn- jöfrinum Axel Johnson. Hún skildi við Axel, þegar hún kynntist Johan Bernadotte greifa og giftist þeim siðarnefnda 1946. Hún hefur tekið mikinn þátt í samkvæmislifi og er virt og vinsæl í heimalandi sínu. En frægasta vinkona hennar á vafalaust bágt með að fyrirgefa henni nokkurn tima trúnaðarbrotið. ^ ^ 47. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.