Vikan - 18.11.1976, Side 35
Hamingian er
lo TTQP"p1 1 1 SMÁSAGA EFTIR
-Li. V W-L JL ULJL DEBBY MAYER
— Ég get þetta ekki lengur, sagði
hann, ég er á milli tveggja elda.
Þau töluðu allt kvöldið,
árangurslaust, og það var
tilgangslaust að spyrja hann,
hvort hann myndi sakna hennar.
nætur, myndaði þessi orð með
vörunum og blés þeim í eyra hans.
En hún gat ekki einu sinni hvíslað
þessum orðum, fyrr en hann hefði
sagt þau, og hún vissi, að það
myndi hann aldrei gera.
— Það e • ekki svona, sem það á
að vera, sagði hún að lokum.
— Þú heldur sem sagt, að ég kæri
mig ekki um þig? Hann virtist
særður.
— Jú, það held ég þú gerir.
Og þau höfðu um margt að spjalla.
Mickey átti eins og Ingrid dálítið
erfitt með að finna réttu orðin,
en hann spurði margs, vildi vita
sem mest um hana.
Mickey tók lífinu ekki beint létt.
Hann svaf t.d. sjaldan meira en 5
tima á nóttu. Þegar þau gengu
saman, varð Ingrid alltaf að halda
aftur af honum, því að hann gekk
svo hratt.
Það var ekki oft, sem þau gátu
verið ein saman. Mickey leigði
herbergi með húsgögnum, þar sem
bannað var að hafa gesti eftir
klukkan ellefu. Ingrid bjó með vin-
konu sinni, Láru, sem hélt, að
Mickey liti inn alveg eins sín vegna.
Svo flutti Mickey. Vinur hans fór
að búa með vinkonu sinni, og íbúðin
hans losnaði. Þetta voru fjögur her-
bergi í allt, skipulögð í röð og reglu
eins og járnbrautarvagnar. Gólf-
dúkurinn var alls staðar svo slitinn
að hann var eins og tuskuteppi.
Það var kalt og súgur þarna,
og Ingrid var kalt, þó hún færi ekki
úr kápunni. Mickey skálmaði
glaður gegnum herbergin, meðan
hann talaði um leiguna, viðgerðir
og tillögur í íbúðinni. Stofuna
®tlaði hann að nota sem æfinga-
herbergi fyrir leiklistarklúbb, sem
hann starfaði í.
Það tók sinn tíma að flytja inn.
Hann þurfti oft að vinna við blaðið
á kvöldin, jólin komu og fóru, og
það var frumsýning hjá leiklistar-
klúbbnum. Hann og Ingrid unnu
oft í íbúðinni um helgar. Þau þvoðu
og skrúbbuðu og þrömmuðu um
nágrennið í leið að gömlum hús-
munum. Þau kúrðu líka i rúminu.
Hitinn kom og fór í ofnana, og úr
krananum kom kalt vatn. En í
rúminu héldu þau á sér hita.
Á morgnana var Mickey fyrstur á
faetur. Hann skrúfaði frá gasinu til
að fá yl í eldhúsið og setti upp vatn.
Einhvern tima skömmu eftir að
Mickey flutti inn, vöknuðu þau að
næturlagi og héldu, að einhver hefði
komist inn í eldhúsið. En í ijós kom,
að það var fólk, sem gekk um
stigann fyrir framan, veggirnir voru
svo þunnir að þeir einangruðu mest
lítið.
Mickey safnaði skeggi — þéttu,
með rauðum og ljósum hárum. Það
var Ingrid, sem fékk hann til að
gera það. Hún hélt því fram, að
hann yrði glæsilegri en nokkur aug-
lýsingaprins. Hún hafði á réttu að
standa.
En Mickey stóð og grandskoðaði
sig í speglinum og hrukkaði ennið.
— Ég er of kringluleitur, stað-
hæfði hann.
— En sú vitleysa, sagði hún, og
strauk varlega yfir skeggið með
fingurgómunum.
Hann sagði henni, að hún væri
falleg, að brjóst hennar væru falleg,
einnig bakið, hárið og hendurnar.
Honum líkuðu vel fötin, sem hún
valdi, og spurði, hvað henni fyndist
um bækur og kvikmyndir. Hann
skýrði fyrir henni, hvað marxismi
og kvikmyndagerð væru, og sagði,
að hún væri stórkostleg og einstök
— á allalund.
En hann sagði aldrei, að hann
elskaði hana, og það var einmitt
það, sem hún helst vildi heyra. Það
var liklega svo, að athafnir segðu
meira en orð, hún hafði þó aldrei
átt svo innilegt samband við nokk-
urn, án þess að heyra einmitt þau
orð. Stundum lá hún vakandi um
— En hvað er þá að?
Hann var ekki sú manngerð, sem
gat hugsað sér að ræða brúðkaups-
daginn. Hann var orðinn nógu gam-
all, en gifting hvarflaði ekki að
honum.
Hún þvingaði sig til að gleyma
þessu og huggaði sig með öðru. Dag
nokkum sagði hún stríðnislega. —
Þú hefur ekki sagt eitt einasta fall-
egt orð um hendumar mínar i heila
viku. Ég held, að þér falli þær ekki
lengur.
— Jú víst! Hann hélt fast um
hendur hennar. — Ég tilbið hendur
þínar.
Lengra komst hún ekki.
Ingrid varð veik. Það var aðdrag-
andi að þessum veikindum — höf-
uðverkur, verkur í líkamanum og
ógleði. Einn sunnudaginn gat hún
ekki farið fram úr. Mickey færði
henni te og brauð, en henni fannst
það bragðast hræðilega. Seinnipart
dagsins fór hann í gönguferð.
Ingrid lá hreyfingarlaus og lét sem
þetta væri hennar íbúð. Hún lét sig
oft dreyma á þennan hátt, bæði hér
og í íbúðinni, sem hún leigði með
Lám. En æðsta ósk hennar var þó
að eiga athvarf sjálf, þar sem hún
gæti verið alein og þyrfti ekki að
deila því með öðmm.
Seinna um kvöldið var hún svo
hress, að hún fór og fékk sér matar-
bita. Síðan ætlaði hún að leggja sig
litla stund, en hún komst ekki á
fætur fyrr en fimm dögum seinna.
Læknirinn sagði, að hún væri með
nýmabólgu.
Það var eins og Mickey n>ti þess
að annast hana. Á morgnana kom
hann með heitt vatn í fati og sápu,
og hann bjó út góðan morgunverð.
Þessi íbúð, sem í upphafi hafði
virst svo skitug og óvistleg var nú
notalegasti staður, sem hún gat
hugsað sér. Þegar hún lá og mókti,
dreymdi hana um að eiga slíka íbúð
einhvers staðar í nágrenninu.
Á kvöldin var Mickey vanur að fá
sér vínglas og setjast á rúmstokk-
inn hjá henni til að spjalla.
Nótt eina var hún skyndilega
stödd í óendanlega stómm kirkju-
garði. Jörðin sprakk og opnaðist.
Hún vaknaði og settist upp, og
það dunaði inni í höfðinu ú henni.
Það niðaði í hitakerfinu, Mickey
andvarpaði og snéri sér í svefninum
Ingrid snéri koddanum við og starði
á götuljósið, þar til augu hennar
luktust aftur.
Hún starði niður, eins og hún
svifi yfir gröfunum. Svo fór hún
að falla niður mót hinum svörtu
opnu gröfum.
— Vitleysa! sagði hún við sjálfa
sig. Hún opnaði augun og starði á
götuljósin og sagði við sjólfa sig, að
þarna væri þó Mickey, hann sem
alla tíð svaf svo lítið.
En strax og hún lokaði augunum
var myndin fyrir augum hennar
aftur. Hún reyndi að opna augun og
stara á ljósin til að losna við
myndina, en án árangurs. Hún var
að gráti komin og lá grafkyrr og
hlustaði á hljóð næturinnar. Hún
starði á höfuð Mickeys og undraði
sig á hve vel hann svaf. Nú skildi
hún betur, hvers vegna hann þarfn-
aðist ekki meiri svefns. Enni hans
var slétt og hendurnar opnar og af-
slappaðar á sænginni. Hún aftur á
móti lá með kreppta hnefa eins og
hnefaleikari í hringnum.
Tæpri viku síðar var hún hita-
laus. Hún svaf vel um nóttina og
fannst hún vera úthvíld og upp-
lögð næsta morgun. Það var kom-
inn timi til að hún snéri til íbúðar
sinnar og léti Mickey fá frið um
stund.
Hún faðmaði hann að sér, þegar
hún var búin að taka sig til. —
Þakka þér fyrir.
— Ekkert að þakka, sagði hann
þurrlega, eins og hún hefði bara litið
inn til að fá tebolla.
Sólin blindaði hana, þegar hún
kom út á gangstéttina, og henni
fannst hún veikluleg og aum. Hvers
vegna varð hún að fara frá honum?
— Af hverju flytur þú ekki alveg
eins til hans? hafði Lóra spurt eitt
sinn.
Ingrid varð að svara, að hann
hefði ekki nefnt neitt um það.
Þar sem hún sat í neðanjarðarlest-
inni, viðurkenndi hún fyrir sjálfri
sér, að það var eina ástæðan.
— Ætlið þið að gifta ykkur? var
spurt á skrifstofunni.
— Nei...því skyldum við gera
það?
— Fólk er nú vant að gifta sig,
47. TBL. VIKAN 35