Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.11.1976, Side 40

Vikan - 18.11.1976, Side 40
UNDARLEG JARÐARFÖR. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að ég væri komin á jarðarför og veriö væri að jarða einhvern góðkunningja minn (ég sá líkið ekki skýrt). Líkið lá ekki í kistu heldur á opnum börum, sem voru rétt innan við útgöngudyrn- ar. Sætaskipan í kirkjunni var þannig, að fólk sneri andlitum saman í staðlnn fyrir að horfa í hnakkann á næsta manni, sem er venjan. Ég sat þannig, að ég sneri baki í altarið og blasti líkið við mér. Mér fannst framkoma fólksins alveg furðuleg. T.d. sat maður hinum megin í kirkjunni og klappaði hann að loknum sálma- söngnum. Einnig fannst mér fólk sífellt vera að streyma inn og út úr kirkjunni. Allt í einu fannst mér að gamall kennari minn væri kominn við hliðina á mér og spurði hann mig, hvern væri verið að jarða. í því hvarf allt í móðu og ég vaknaði. Þessi draumur leggst illa í mig, og þætti mér vænt um, ef þú gætir lesið eitthvað úr honum fyrir mig. Með fyrirfram þökk og virðingu, Guðný H. Ef þú ert ógift boöar þessi draumur þér giftingu þina innan skamms. Sért þú hins vegar gift, er hann fyrir óvæntum umskiptum í lífi þínu. Ennfremur boöar draumurinn mótiæti og sorg og eftir því sem best veröur séö dauösfall kennarans eöa einhvers, sem er honum nákominn. EIGNAÐIST BARN. Kæri draumráðandi! Þann draum dreymdi mig, að mér fannst ég vera barnshafandi Eignaðist ég síðan barnið og var það alveg sársaukalaus fæðing, fremur þægileg. Ég man að ég var að segja mömmu og vinkonum mínum að barnið, sem var svein- barn, hefði ekkert grátið heldur brosað til mín og ég brosað á móti. Einnig sagöi ég, að ekki hefði þurft að hvolfa honum (?). Strákurinn var ekki eins umkomu- laus og venjuleg börn og líktist hann fremur nokkurra mánaða gömlu barni. Mér þótti undur vænt um hann, en ekki kom neitt fram, hver faðirinn var. Fannst mér sem ég færi með barnið í skólann með mér (þar sem ég stunda nám) og hafði ég hann þar, en samt ekki í tímum. Ég skildi hann eftir í skólanum þegar Míg dreymdi ég fór heim og gaf honum pela með mjólk í áður en ég fór. Ég hafði áhyggjur af því að skilja hann eftir í skólanum yfir nóttina, en mér fannst ekki annað koma til greina. Um morguninn þegar ég kom í skólann fannst mér eins og engir væru þar. Heyrði ég þá sáran grát og hljóp til þess aö hugga barnið og gefa því pela. Ég var eitthvað leiö vegna þess að það var súrlykt af pelanum, en barnið lét það ekkert á sig fá og virtist ánægt. Ég spurði mömmu, hvort ekki mætti gefa honum eitthvað annað en mjólk, en hún sagði að barnið væri of ungt. Mér fannst það samt ekkert lítiö. Mamma spurði hvort ég ætlaði ekki að leggja það á brjóst, og kvað hún það nauðsynlegt fyrir barnið. Ég ætlaði þá að leggja það á brjóst, þótt mér væri ekki vel við það og fannst líka óþægilegt að gera það þarna í skólanum og láta alla sjá. Þó held ég, að enginn hafi verið þar nema ég, barnið og mamma. En barnið vildi ekki sjúga, enda fannst mér engin mjólk vera í brjóstunum. Mér fannst það samt allt í lagi, vegna þess að mér fannst það alls ekki nauðsynlegt fyrir barnið. Endaði draumurinn svo. Með von um birtingu. L.J. Þessi draumur er fyrir erfiöleik- um í ástamálum. önnur áform munu heppnast meö ágætum og veita þér mikla g/eöi. Þó máttu búast við einhverjum slæmum fréttum á næstunni. RÁÐNING. Kæri draumráðandi! I 40. tbl. birtir þú draum undir nafninu „Brennandi strætis- vagn." í því bréfi sagðist ég ætla að skrifa þér og segja þér frá atviki, sem ég held að draumurinn hafi boðað. Þessi vinur minn, sem stökk út í tjörnina, fótbrotnaði illa í umferð- arslysi nokkru eftir að mig dreymdi drauminn og þurfti að liggja á FORSETI OG FRÚ. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi síðastliðna nótt. Mér fannst að einhverjar kosn- ingar væru nýafstaðnar og úrslit þeirra sýndu, að maðurinn minn væri líklegur til að veröa næsti forseti. Mín viðbrögð við þessu í draumnum voru þau, að mér fannst þetta sprenghlægiiegt, og sá sjálfa mig fyrir mér sem virðulega forsetafrú. Svo fannst mér við hjónin vera að búa okkur eitthvað að heiman. Ég ætlaði að vera fín, en fann þá enga sokka, nema götótta og fannst það ekki viðeigandi. Ég loitaði síðan að sokkum þartil ég vaknaði og varð ég þá fegin. Ég vona að þú getir ráði þetta fyrir mig. Sveitakona. Draumurinn gæti veriö eins konar aövörun í sambandi við fjármáiin. Það gæti fariö svo að þiö hjónin þyrftuö að taka mikiis- veröar ákvaröanir á þeim vett- vangi. Götóttu sokkarnir eru tákn einhvers tjóns eða veikinda og eru því i samræmi við annaö í draumnum. GULLHRINGAR FRÁ PABBA. Kæri þáttur! Mig langar til þess að biðja þig að ráða eftirfarandi draum, ef hann táknar eitthvað. Ég lá í rúminu mínu og fyrir framan mig sat pabbi. Mér fannst hann vera að gefa mér tvo gullhringa, sem ég hafði á baug- fingri. Annar var með Ijósbláum steini, en hinn var alveg eins og túlofunarhringur, sléttur og breiður. Ég var eitthvað að tala um að mér þætti þeir ekki fara vel þarna á sama fingrinum, en þá sá ég að hringurinn með steininum var farinn, og í stað hans var kominn mjór gullhringur með litlum skær- bleikum steinum. Dáðist ég mjög að hringunum og fannst þeir sérstaklega fallegir á hendinni á mér. Draumurinn var ekki lengri. Með fyrirfram þökk fyrir ráðn- inguna. N.N. Þessi draumur bendir ótvírætt tii þess að þú munir giftast innan skamms. Þú munt verða sérstak- lega hamingjusöm í hjónabandinu og aiit mun leika í lyndi. EIN Á VÍÐAVANGI. Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig að ráða þennan draum tyrir mig. Mig dreymdi hann fyrir skömmu og var hann mjög skýr. Mér fannst ég vera stödd á stórum akri og enginn maður var nálægt mér. Ég leit allt í kringum mig eins og til þess að athuga hvort ég sæi nokkuð athyglisvert og kom þá auga á vindmyllu í nokkurri fjarlægð. Ég tók á rás og hljóp í áttina þangað, en heyrði þá mikinn þyt yfir höfði mér. Þegar ég leit upp sá ég stóran hóp af smáfuglum sem virtust vera að elta mig. Það greip mig einkenni- leg hræðsla og ég hljóp eins og fætur toguðu til myllunnar. Þegar ég kom þangað og ætlaði inn hrundi myllan skyndilega til grunna, en fyrir framan mig stóð kona með andlitsblæju og rétti hún mér lítinn spegil. Í sömu svipan vaknaði ég og varð draum- urinn því ekki lengri. Ég vona að þú birtir þetta. Með fyrirfram þökk. B(b(. Þú munt eiga fyrir höndum. erfitt starf, sem þó mun færa þér ríku/ega uppskeru. Þú verður hamingjusöm I ástum, en ættir samt aö vara þig á fóiki, sem viii notfæra sér góösemi þina. Þú átt fyrir höndum feröaiag tii framandi ianda, iikiega tii þess aö mennta þig og þú getur lagt óhrædd út i hvaö sem verkast viii. Hamingjan mun aiitaf reynast þér hliðholl. 40 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.