Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 2
Vikan
51. tbl. 38. árg. 16. des. 1976
Verö kr. 350
VIÐTÖL:
12 Pólitík og trúmál eru mann-
skemmandi. Viðtal við Vilhjálm
Vilhjálmsson söngvara og flug-
mann.
SÖGUR:
20 Snaran. 24. hluti framhaldssögu
feftir Helen Maclnnes.
39 Einstæðingur. 2. hluti fram-
haldssögu fyrir börn eftir Her-
dísi Egilsdóttur.
40 Ævintýrið um jólabúðinginn. 3.
hluti framhaldssögu eftir
Agöthu Christie.
50 Hin ómissandi. Smásaga eftir
Marlene Fanta Shyer.
FASTIR ÞÆTTIR:
2 Blái fuglinn.
9 í næstu Viku.
10 Póstur.
16 Hadda fer í búðir.
27 Heilabrot Vikunnar á fjórum
síðum.
29 Myndasögublað Vikunnar.
44 Stjörnuspá.
48 Á fleygiferð: Renault vann.
Jólagjafir handa bíleigandanum.
54 Meðal annarra orða: Fyrir hverja
er útvarpið?
56 Mig dreymdi.
57 Poppfræðirit Vikunnar: Cliff
Richard frh. / ABBA.
60 Eldhús Vikunnar: Réttir ó jóla-
borðið.
ÝMISLEGT:__________________
4 Jólaskraut. Texti og myndir:
Ragnheiður Gestsdóttir.
18 Vikan kynnir nýjustu dansana.
Reach out.
fEÐSTClR
EÐfiLSTEINfl
Hvað vitum við um demanta?
Harla lítið held ég, fyrir utan gull-
smiði auðvitað, sem eru fagmenn.
Áður fyrr voru demantar helst ætl-
aðir filmstjörnum, drottningum og
dollaraprinsessum, en á seinni árum
eru fleiri og fleiri, einnig „venju-
legar manneskjur” farnar að sýna
demöntum meiri áhuga, því vitað
er, að i eðalsteinum felst góð og
örugg fjárfesting. Demantar eru
heimsins mesta peningagildi, þeir
eru ekki óútreiknanlegir eins og
fjármálagildið, þeir geta ekki bráðn-
að, ekki brunnið, þeir eru auðveldir
i flutningi, gildi þeirra er skatt-
frjálst, og fegurð demanta varir til
eilífðarnóns.
Til að fræðast svolitið um dem-
anta heimsótti ég verslunina Gull
& Silfur við Laugaveginn, en sú
verslun er fjölskyldufyrirtæki, og
þar er þjónusta eins góð og kostur
er á. Einn af eigendum verslunar-
innar Sigurður G. Steinþórsson
gullsmiður, var fús til að fræða
okkur um demanta, og reyndar
vissi hann svo mikið, að það myndi
nægja á fleiri blaðsiður en ég hefi til
umráða, þannig að til þess að missa
ekki af þessum fróðleik mun ég
birta framhaldið í einhverju janú-
arblaðinu. Hér kemur þá fyrri
hlutinn, sem fjallar um gerð, eigin-
leika og vinnslu demantsins, en
siðar fræðir Sigurður okkur um
sögu þessa eðalsteins.
Að velja sér demanta er skemmti-
leg lífsreynsla. Hver demantur sem
móðir náttúra hefur skapað, er
ólikur öðrum demöntum. Demantur
myndar sitt eigið mynstur lita og
ljósbrota. Það er varla til sérstæð-
ari gjöf en demantur. Demanturinn
er harðastur allra efna. Demantur-
inn er æðstur eðalsteina. Hvað við-
vikur samsetningu er demantur ein-
faldari að allri gerð en aðrir eðal-
steinar. í rauninni er aðeins um að
ræða kristallað kol, eins og grafítin,
i blýöntum okkar er einnig kol,
hugsið ykkur hvílíkan regin mun.
Þrátt fyrir einfaldleika sinn er
uppruni demantsins vísindamönn-
um gáta. Það er ekki nákvæmleg
vitað, hvernig náttúran með gífur-
legum hita og prýstingi hefur krist-
allað demantinn í þeirri mynd, er
við þekkjum hann, svo ólikur
sem hann er öllum öðrum efnum.
En það er vitað að risavaxið afl
hefur þrýst demantinum gegnum
eldgöng upp á yfirborð jarðar. Það
er einnig vitað, að demantarnir hafa
flust til, langar vegalengdir á
yfirborði jarðar. Þar hafa þeir borist
með vatnsföllum til sjávar eða setið
eftir i árfarvegum.
Eru demantar dýrir? Margir telja
demanta dýra og vissulega eru þeir
til mjög dýrir, en það fást einnig
demantar á viðráðanlegu verði.
Vissulega litlir, en athugið, að litlir
demantar eru ekki siðir fallegir en
stórir Elisabeth Taylor demantar.
Verðmæti demantanna ákvarðast af
4 atriðum.
Harka demantsins: Demanturinn
er harðasta efni, sem við þekkjum,
t.d. er hann margfalt harðari en
Korund, sem er næst harðasta
efnið, en Korund myndar rúbina og
safira. Vegna óviðjafnanlegrar
hörku sinnar geta demantar ekki
máðst eða slitnað. Margir demantar
verða ættargripir — og sá demant-
ur, sem þú dáir i dag, mun halda
fegurð sinni gegnum marga ættliði.
Ljósbrot demantsins: Vegna mik-
illarljósbrotsgetu safnar demantur-
inn ótrúlegu ljósmagni. Ljósgeisl-
arnir brjótast í gegnum steininn að
neðsta miðpunkti hans og endur-
varpast upp á yfirborðið. Það er
fyrst og fremst harka hans, sem
veldur þessari endurspeglun, sem á
sér engan samjöfnuð. Það er engan
stein að finna, er nálgast demant-
inn, hvað varðar ljósbrot í öllum
regnbogans litum.
Fágæti demantsins: Þetta virðist
kannski furðulegt, þar sem nú eru
unnir fleiri demantar en nokkru
sinni áður. En eftirspurnin er einnig
meiri en nokkru sinni fyrr, og þess