Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 41
góður búðingur. Mmmmm.” Hann
tróð munninn fullan.
Poirot hófst nú handa við að
snœða sinn skammt en hann gerði
það afar hægt og varkárlega. Hann
læddi einni skeið upp í munninn á sér.
Bitinn var afar lostætur! Hann fékk
sér annan bita. Það glamraði í ein-
hverju á diskinum hans. Hann
athugaðiþetta nánar með gafflinum.
Bridget, sem sat vinstra megin við
hann, kom honum til hjálpar.
,,Þér eruð með eitthvað, herra
Poirot,” sagði hún. ,,Hvað ætli það
sé?”
Poirot prikaði með gafflinum í
rúsínuhrúgu og fiskaði litinn silfur-
hlutuppúrhenni.
„Oooh,” sagði Bridget, „það er
piparsveinshnappurinn! Herra Poi-
rot fékk pipars veinshnappinn! ’ ’
Hercule Poirot skolaði litla silfur-
hnappinn í vatnsskálinni, sem var
við hliðina á diskinum hans.
„Hann er afar snotur,” sagði
hann.
„Þetta þýðir að þér verðið pipar-
sveinn, herra Poirot,” skýrði Colin
útfyrirhonum.
„Það má búast við því,” sagði
Poirot alvarlega. „Ég er búinn að
vera piparsveinn í fjöldamörg ár og
það er afar ólíklegt að á því verði
nokkur brey ting héðan af. ”
„Maður á aldrei að segja aldrei,”
sagði Michael. „Ég sá i blaði um
daginn að einhver, sem var níutiu
og fimm ára giftist tuttugu og
tveggj a ára gamalli stúlku. ’ ’
,, Þér látið þetta hlj óma afar freist-
andi, ” sagði Hercule Poirot.
Allt i einu hrópaði Lacey ofursti
upp yfir sig. Hann varð purpura-
rauður í framan og greip um
munninn.
„Hvur fjárinn, Emmeline,”
drundi í honum, „hvers vegna í
ósköpunum leyfir þú eldabuskunni
að setj a gler í búðinginn? ’ ’
,, Gler! ” hrópaði frú Lacey forviða.
Lacey ofursti tók molann út úr sér.
„Ég hefði getað brotið í mér tönn,”
nöldraði hann, „eða gleypt hann og
fengið botnlangabólgu. ’ ’
Hann stakk molanum niður í
vatnsskálina, skolaði hann og lyfti
honum síðan upp i ljósið.
„Drottinn minn dýri,” sagði
hann,, ,þetta er rauður steinn eins og
í kransakökuskrauti.” Hann hélt
honum svo að allir gætu séð hann.
„Máég?”
Poirot teygði sig i snatri fram hjá
sessunaut sínum, tók steininn úr
hendi Laceys ofursta og skoðaði
hann gaumgæfilega. Rétt eins og
óðalseigandinn hafði sagt, þá var
þetta afar stór steinn, rúbínrauður
á lit. Ljósið geislaði af honum þegar
hann snéri steininum. Einhver ýtti
stólnum sínum harkalega fró borðinu
en dró hann síðan að því aftur.
„Ja, hérna,” hrópaði Michael.
„Hugsið ykkur ef hann er nú ekta.”
„Kannski er hann ekta,” sagði
Bridgetvongóð.
„Láttu ekki eins og asni Bridget.
Svona stór rúbínn væri margra þús-
unda punda virði. Ekki satt, herra
Poirot?”
„Jú, svo sannarlega,” sagði Poi-
rot.
„Það er aðeins eitt, sem ég á afar
bágt með að skilja,” sagði frú Lacey,
„og það er hvernig hann hefur komist
íbúðinginn.”
„Oooh," sagði Colin og gretti sig
yfirsíðustu munnfyllinni. „Ég fékk
svínið. Þettaersvindl.”
Bridget greip tækifærið sigri hrós-
andi. „Colinfékkgrisinn! Colin fékk
grísinn! Colin er gráðugi, rymjandi
grísinn!”
„Ég fékk hringinn,” sagði Diana
hárri skýrriröddu.
„Þar varstu heppin, Diana. Þá
giftist þú fyrst okkar. ”
„Ég fékk fingurbjörgina,” vældi
Bridget.
„Bridget verður piparjúnka,”
söngluðu strákarnir tveir. „Bridget
verður piparjúnka! ’ ’
„Hver fékk peningana?” spurði
David. „Ég veit að það er tíu
shillinga gullpeningur i búðingnum.
Frú Ross sagðimérfrá því. ”
„Ætliégséekki só heppni,” sagði
Desmond Lee-Wortley.
Þeir sem sátu næs tir Lacey ofursta
heyrðu hann tuldra fyrir munni sér.
,, Það gat svo sem verið. ’ ’
,, Ég fékk líka hring, ’ ’ sagði David.
HannleityfirborðiðáDiönu. „Ein-
kennilegtilviljun, ekkisatt?”
Hláturinn og gleðskapurinn hélt
ófram. Enginn tók eftirþví að Poirot
stakk steininum í vasann, rétt eins og
hann væriannars hugar.
Á hæla búðingsins komu posteik-
urogjólaábætir. Aðþvíloknu drógu
hinir eldri sig í hlé til að fá sér
smáblund áður en kæmi að teinu og
því að kveikja átti á jólatrénu. Ekki
fylgdiHerculePoirotþódæmi hinna.
I stað þess hélt hann inn í risastórt
gamaldags eldhúsið.
„Leyfistmér,” sagðihannum leið
og hann leit í kring um sig ljómandi
afánægju, „aðóskaeldabuskunnitil
hamingju með þá einstaklega góðu
móltíð, sem ég var rétt i þessu að
ljúkavið?”
Fyrst i stað var kyrrðin ekki rofin i
eldhúsinu en síðan gekk frú Ross
tigullega í áttina til hans. Hún var
mikil vexti og tiguleg að sjó. Tvær
grannar gráhærðar konur stóðu við
vaskinnog voru að þvo upp og stúlka
með hár líkast hampi var á þönum
við einhver störf. Augljóst var að
þessar þrjár voru bara lágt settar
þjónustustúlkur. Frú Ross var
greinilegadrottningeldhússins.
„Mér þykir vænt um að heyra að
yður likaði maturinn, herra minn,"
sagði hún virðulega.
„Líkaði maturinn!" hrópaði
Hercule Poirot. Með útlendingslegu
látbragði bar hann hönd upp að
vörum sér, kyssti hana og sendi
fingurkoss til himins. „En þér eruð
snillingur, frú Ross! Hreinn snill-
ingur! Aldrei nokkurn tíma hef ég
bragðað þvilíkan öndvegismat.
Ostrusúpan...” hann gerði smjatt-
hljóð með vörunum.....og fyllingin.
Kastaníuhnetufyllingin í kalkúnin-
um, hún var alvegeinstök isinni röð,
eg hef aldrei smakkað nokkuð henni
líkt."
„Það var skrítið að þér skylduð
minnast á hana, herra minn." sagði
51. TBL. VIKAN 41
1