Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 17

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 17
góðum texcum, textum, sem segja eitthvað um dagleg vandamál okkar allra, fá fólk til að lita i spegil. Það þurfa ekki endilega að vera hefðbundin ljóð, þó að ég sé alinn upp við það. Örimuð ljóð geta lika verið ljóð. — Áttu uppáhaldstónskáld? — Ég á mörg uppáhaldstónskáld, en mér líkar best við músik, sem er fegurðartjáning, gegnir einu hvað hún kallast. Ég hlusta mikið á klassíska músík en minna á jass. Ég er mikið fyrir nútíma „heavy” popmúsík með öllum þessum effekt- um, og sé tónlistin vel útfœrð, skipta textarnir kannski ekki eins miklu máli. Ég finn margt jákvœtt í henni. Það fer mest eftir því í hvemig skapi ég er i það og það skiptið. Einföld lög og fallegar melódíur kann ég best að meta, en það er eins og fólk vilji stundum ekki trúa því, að einfaldir hlutir geti verið mikilvægir. Mér líður illa, ef ég á ekki ólesna bók. — Og uppáhaldsbókmenntir? — Ég hef mest dálæti á , .science fiction” skáldsögum eða vísinda- skáldskap og sökkvi mér niður i þær, hvenær sem ég hef tíma. Sá sem skrifar bók um framtiðina er ekki bundinn af sögunni, eða því sem gerist i umhverfi hans, þess vegna getur hann látið ímyndunar- aflið ráða. Lesandinn er lika frjáls og getur búið til sinn ákveðna hugarheim. Mér finnst ég hafa lært mikið af þessum bókum, og þær hafa kennt mér að láta atvik og kringumstæður ekki koma mér á óvart. Annars er ég alæta ó bækur og mér líður illa, ef ég á ekki ólesna bók heima hjá mér. — Ætlarðu að halda þig við flugið í framtíðinni? — Já, ég er flugmaður og hef áhuga á að vera það. Ég er ánægður með það starf og er reiðubúinn til þess að fara hvert sem er þar sem mér býðst vinna sem flugmaður. Ég get skapað mér mitt líf hvar sem er í heiminum. Einu sinni átti ég þá hugsjón að gera allt fyrir fjöldann, en ég tapaði henni fyrir löngu. Ég er farinn að viðurkenna fyrir sjálfum mér, að heimurinn skiptist í tvo hluta — Ég — og allir hinir — Og nú reyni ég að lifa í mínum eigin heimi. Ég kenni bæði siglingafræði og blindflug, og ég segi oft við nemendur mina það sem ég segi oft við sjálfan mig líka: — Það er útilokað að gera alla hluti akkúrat, en það er lágmark að stefna að því. Á.K. 51. TBL. VIKAN 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.