Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 23

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 23
gat niður að beygjunni og formælti í hverju skrefi. Þetta var alls enginn stígur, heldur minnti þetta miklu fremur á aurskriðu. Enhanngatþó sett byssuna í vasa sinn og notað hendurnar til þess að styðja sig. Milan lá enn á hnjánum þarna á brúninni. Hann hreyfði sig ekki, kraup bara þarna og hélt um skot- sárið eins og hann vildi með því lina þjáningarnar og starði niður hengiflugið. Fari hann fjandans til, hugsaði David, og svo kom hann auga á Irinu. Irinu og Jo, báðar heilar á húfi. Aðeins fáein skref skildu þau að. Hann tók utan um Irinu og faðmaði hana að sér. En svo horfði hann áJoog faðmaði hana líka. ,,Við skulum koma okkur héðan,” sagði David. Irina kinkaði kolli. Hann kyssti hana, faðmaði hana aftur og kyssti hana enn einu sinni. ,,Hvað með hann?” sagði Jo og leit ó Milan. ,,Við skiljum hann hér eftir til þess að skýra þetta allt saraan út fyrir lögreglunni. En flýtum okkur nú," sagði hann. ,,Jo þú ferð fyrst og svo Irina. Ég rek lestina.” „Lögreglunni?” ,,Já, einhver hlýtur að hafa heyrt þessa skothvelli. Ég vil bara að við komum okkur héðan svo við lendum ekki í neinu þrasi.” Hann tók upp skammbyssuna með hljóð- deyfinum, sem lá við fætur Irinu. Hún var með hlaupvídd 45. Svo var guði fyrir að þakka að Milan skaut ekki á hann úr þessari, hugaði hann. „Jan var með þessa,” sagði Jo. „Hvar er hann?” David leit niður eftir stígnum og þá fyrst sá hann hvar hann endaði snögglega. Guð minn góður, hugsaði hann, og leit felmtri sleginn á konurnar tvær. „Sotto,” sagði Jo og benti á hengiflugið. Hún var að ná sér og tókst jafnvel að brosa að þessari kaldranalegu fyndni sinni. David athugaði öryggið á byss- unni og sá að búið var að festa það. Þá fleygði hann henni þangað sem Jo hafði bent. „Hún virkaði ekki,” sagði Irina. „Mér var ómögulegt að skjóta...” „Var öryggið ekki á?” spurði Jo. „Svona nú áfram með ykkur,” sagði David. „Við getum talað saman á eftir.” Þau litu ekki til baka og fóru fyrir beygjuna af stökustu gætni. Þaðan var leiðin tiltölulega greiðfær. Uppi á hæðinni stóð kirkjan friðsæl á að lita og þau gengu í áttina að stein- þrepunum. „Eru þetta klukkumar að hringja?” spurði Jo. Henni fannst hún heyra einhver undarleg hljóð og suð. „Hvað erþetta?” „Áfram með þig,” sagði David. „Þetta er einungis vindurinn að gæla við klukkurnar.” „Klukkur á eintali?” „Haltu áfram, Jo.” Hann hristi höfuðið. Konur eru hreinasta ráð- gáta, hugsaði hann. Þau voru nú komin niður á grasflötina. Hún var skuggsæl og borðin voru auð. Irina lét mestallan þunga sinn hvíla á handlegg Davids og það var augljóst að aðeins vilja- styrkurinn hafði komið henni þó þetta langt. Jo virtist líka að niður- lotum komin. „Ekki gefast upp,” sagði David. „Getum við ekki lagt okkur hér í grasið? Bara í fimm mínútur?” sagði Jo biðjandi. „Þú myndir sofna á stundinni.” Hann gekk í áttina að Mercedes- bilnum, sem hann hafði lagt við hliðina á Fordinum. Þau myndu ekki lenda í neinum vandræðum með að flytja farangurinn á milli. En hvað um Fordinn? „Hvað eigum við að gera við hann?" spurði hann Jo. og benti á bílinn. Hann vissi nákvæmlega hvað hann kysi sjálfur að gera við hann, en hann hikaði við að stinga upp á þvi. „Skiljum hann eftir. Það má sækja hann hingað seinna.” œ KÖTEK ★ DISKÓTEK^DISKÓTEK*DISKÓTEK-*DISK Q + FERÐA DISKÓTEK 2 OBELIX cn UMBOÐSSÍMI 15699 KL. 9-12,30 FYRIR HÁDEGI. * D (/) O H m 7C * D œ O —I m * »sia * xaiöxsia * xaioxsia * xaioxsia * xaioxsia o BÓK 1 BLAÐFORMI 1488 síður af fjölbreyttu lesefni fvrir aðeins 5.000,- kr. á ári. Já. Úrval er bók í blaðformi. 51. TBL. VIKAN 23 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.