Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 15

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 15
Auðvitað hef ég mína „trú”, en ég reyni ekki að troða henni upp á aðra. Trúir þú þá á sjálfan þig? — Já, ég verð. Ég get ómögulega sætt mig við það sem stendur í Biblíunni, að Guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir. í því felst þver- sögn, því að ef ég hjálpa mér sjálfur, þá þarf enginn að hjálpa mér. Mér finnst það v'era vott um veikleika að treysta á annan en sjálfan sig. — Ég man enn, hvað ég hneyksl- aðist einu sinni, þegar ég var ungl- ingur. Þá var ég að gæta tveggja barna fyrir fólk, sem ól þá upp í „guðsótta og góðum siðum.” Ann- ar þeirra var í vöggu, en sá eldri var fimm ára, og hann vildi fá mig út að leika. Ég sagði honum, að það gæti ég ekki, þá væri enginn til þess að gæta þess litla. Þá svaraði sá stóri: Það er ailt í lagi, Jesús passar barnið. Þá gekk alveg fram að mér. Ég er auðvitað að tala um barna- trú, en mér finnst þessi saga þó táknræn fyrir kristna trú og minnir mig á vanheilt fólk með hækju. Það er einfaldleikinn og hræsnin, sem ég get ekki sætt mig við. En ég er ekki að hallmæla kristinni trú, sem slíkri, hún bara hentar mér ekki. — Það er eins með pólitíkina og trúna, hvorttveggja byggist á ákveðinni hugsjón, en það er helst aldrei farið eftir henni i fram- kvæmd. Og hvers virði er þá allt þetta stapp? Ég hef gífurlega samúð með Helga Hóseassyni. Mér var alltaf kennt að hér ríkti trú- frelsi, en ég get ekki séð að svo sé, á meðan börnum er skylt að læra biblíusögur, án þess að fá nokkra þekkingu á öðrum trúarbrögðum. Árin úti voru góð þjálfun. — Hvemig fannst þér að fljúga hjá Luxair? — Það var erfitt til að byrja með. Ég hafði nær enga reynslu sem flug- maður, þegar ég byrjaði, og það tekur sinn tíma að komast inn i starfið. Auk þess þurfti ég tíma til þess að komast vel inn í frankísk- una. Ég gat bjargast með enskuna og þýskuna til að byrja með, en eftir að ég bað samstarfsmenn mina að svara mér á frankísku, þó að ég svaraði þeim á ensku lærði ég málið fljótt. — Gegndir þú ekki ýmsum trún- aðarstörfum hjá félaginu? — Jú, ég var í stjórn flug- mannafélagsins hjá Luxair síðustu tvö árin, og síðasta árið var ég IFALPA DIRECTOR. IFAPA er alþjóðasamtök flugmannafélaga. Ég sat meira að segja fund hér heima sem fulltrúi Lúxemborgar í EUROPILOTE. Árin sem ég starf- aði úti voru góð þjálfun fyrir mig, því að þar ríkir mjög strangur agi, og enginn kemst upp með að slá slöku við í starfi. Fyrstu tvö og hálft árið, flaug ég á Fokker Friend- ship, en seinni 2 og hálft árið á Caravelle. Aðallega flugum við innan Evrópu. Það er gjörólikt að vinna í Lúxemborg en hér heima hvað aga snertir, og þar eimir ennþó af mikilli íhaldssemi í umgengis- venjum. Til dæmis bauð einn flug- maður, sem ég flaug töluvert mikið með, upp ó dús, eftir að ég hafði þekkt hann i tvö og hólft ár. Ég áttaði mig á því, þegar ég kom heim, að ég hafði ýmislegt lært um mannfólkið á veru minni i Lúxem- borg. Músíkin byggði upp í mér egóið. — Saknaðirðu þess aldrei að vera ekki í hljómsveit? — Nei, aldrei. Músikin er bakt- ería, og eina ráðið til þess að reka út bakteríu er að gera það með annarri stærri, og þegar ég fékk áhuga á fluginu, gleymdi ég músíkinni svo að segja alveg. Ég er ánægður með þó hillu, sem ég er á í dag, þó að ég sé ekki viss um hvort það er rétt hilla eður ei. Er nokkurn tíma hægt að vita það með vissu? — En ég hafði mjög gaman af að vera í músíkinni. Það byggði upp í mér egóið á vissan hátt, því að ég fann til þess að ég var í sviðsljósinu. En um leið og ég fann að ég þurfti að vera í þessu til þess að geta komist af, missti ég áhugann, og söngurinn og bassaleikurinn urðu að venjulegri vinnu. Undir lokin söng ég ó hverju kvöldi, og þá fékk ég ímugust á því. Ég er líka þannig, að ég get ekki vaknað á morgn- ana og sagt við sjálfan mig: — Æ nú þarf ég að fara að vinna. Svo að ég fann mér starf þar sem ég vakna á morgnana og hugsa með mér: — Aha! Éger að fara að vinna. Flestir eru hræddir við að skipta oft um atvinnu, því að þeir vilja ekki vera sakaðir um rótleysi. En það held ég að sé betra en að vera óánægður í sinni vinnu allt sitt líf. Með sprunginn maga í indíána- landi. — Lentirðu ekki í einhverjum ævintýrum úti? — Jú, eiginlega lenti ég i heil- miklu ævintýri í Caracas í Venezu- ela, meðan ég dvaldist þar sem fulltrúi IFALPA a alþjóðafundi flugmannafélaga. Flugmannafélag Lúxemborgar hafði ekki sent fulltruá á tvo fundi, svo að við urðum að mæta, eða verða jafnvel brottrækir ella. Einhvern veginn tókst okkur að nurla saman peningum til ferðarinnar og mætt- um til leiks, þ.e. ég og formaður félagsins i Lux. Ég var ekki sérlega heilsuhraustur þá, því að ég hafði verið með magasár lengi og fann fyrirþvi af og til. Ferðin til Caracas var erfið, og ég þurfti að sitja á gólfinu í vélinni í flugtaki og lend- ingu því að vegna fjárskorts urðum við að ferðast á afsláttarmiðum og aðeins var eitt sæti til fyrir okkur tvo. Þegar við loksins komumst á leiðarenda eftir 40 stunda flug, var ég orðinn fórveikur. En ég mótti til að harka af mér, úr því að við vorum að burðast við að mæta. Á fundinum um kvöldið var ég að farast úr verkjum, en hélt þó út og næsta dag lika. En þegar ég kom heim ó hótel um kvöldið var ég vægast sagt orðinn ansi lufsulegur. Ég man hvað mér brá, þegar ég uppgötvaði að höndin á mér var jafn hvít og blaðið, sem ég hélt á og reyndi að lesa. Þó var lika farið að blæða úr mér, og ég gat ekki reist mig nema til hólfs. Ég þóttist vita, að nú væri bráðnauðsynlegt fyrir mig að fá blóð, svo að ég bað um lækni. Læknirinn var hress til að byrja með, en þegar hann leit undir augnhvarminn hrökk upp úr honum: „Madremia!”. Hannrauk í simann og pantaði sjúkrabíl. Það mátti heldur ekki tæpara standa, því maginn sprunginn og blóðið komið niður i 22%. Þeir vildu skera mig, en ég sagðist ekki vilja láta skera mig upp í svona indiánalandi. Þegar búið var að dæla í mig fjórum lítrum af blóði og það aðeins komið upp í 26% var mér sagt, að nú yrði ég að láta undan, enda væri full- komin aðstaða til aðgerðarinnar í borginni. Ég var skorinn og 75% af maganum tekinn úr mér, og á meðan hætti hjartað tvisvtu- að slá. Svo það má eiginlega segja, að ég hafi dóið tvisvar á skurðarborðinu. Það eru ekki allir, sem geta haldið upp á dánarafmælið sitt. Borðaði með George Foreman. —Áður en ég fékk leyfi til að fljúga aftur lá ég i þrjár vikur ó spítalanum og var eina viku á hóteli. Fyrsta morguninn fór ég eld- snemma á fætur og ráfaði niður í anddyri. Þar var enginn nema stór 51.TBL. VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.