Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 45
„Nei, nei. Ég hugsa ekki um
hann sem mat heldur um þýðingu
hans.”
„Hann er að sjálfsögðu gömul
hefð,” sagði frú Lacey. „Jæja, góða
nótt, herra Poirot, og dreymi yður
ekki of mikið um jólabúðinga og
posteikur.”
„Já,” tuldraði Poirot við sjálfan
sig meðan hann háttaði sig. „Hann
er sannkallað vandamál þessi jóla-
búðingur. Það er eitthvað við þetta
allt, sem ég skil alls ekki.” Hann
hristi höfuðið gremjulega. „Jæja,
viCsjáuranútil.”
Eftir að hafa gert nokkrar ráð-
stafanir lagðist Poirot upp í rúmið,
en ekki til svefns.
Það var um pað bil tveimur
stundum seinna að þolu.mæði hans
bar árangur. Dyrnar að sveíiiher-
bergi hans opnuðust afar hljóðlega.
Hann brosti með sjálfum sér. Allt
fór eins og hann hafði búist við.
Hugur hans reikaði aftur til þeirrar
stundar er Desmond Lee-Wortley
hafði rétt honum kaffibollann
afar kurteislega. Stuttu seinna þeg-
ar Desmond sneri bakinu í hann
hafði hann lagt bollann frá sér eitt
augnablik á v jrðið. Síðan hafði
hann að því er virtist tekið hann
upp aftur, og Desmond hafði haft
þá ánægju, ef ánægju skyldi kalla,
að sjá hann drekka kaffið sitt til
botns. En ofurlítið bros lyfti yfir-
varaskeggi Poirots þegEU- honum
varð hugsað til þess að það var ekki
hann heldur annar sem svaf höfgum
svefni þessa nótt. „Þessi skemmti-
legi, ungi David,” sagði Poirot með
sjálfum sér, „er áhyggjufullur og
óhamingjusamur. Það gerir honum
ekkert að sofa reglulega fast og vel
eina nótt. Látum okkur nú sjá hvað
gerist.”
Hann lá grafkyrr og dró andann
jafnt og reglulega. Af og til mátti
heyra svolítið, sem einna helst
minnti á hrotur.
Emhver kom upp að rúminu og
beygði sig yfir hann. Þegar gestur-
inn hafði fullvissað sjálfan sig um
að Poirot væri sofandi sneri hann
sér frá rúminu og gekk að kommóð-
unni. Við týru litils vasaljóss leitaði
gesturinn í eigum Poirots, sem var
snyrtilega raðað ofan á kommóð-
una. Fingur rannsökuðu veski hans
opnuðu síðan hljóðlega skúffumar
og héldu síðan leitinni áfram i
vösum hans. Loks gekk gesturinn
aftur að rúminu og læddi annarri
hendinni undir koddann hans.
Þegar hann dró höndina til baka
stóð hann stutta stund eins og hann
vissi ekki hvað til bragðs skyldi
taka. Hann gekk i hring i her-
berginu og leitaði dymm og dyngj-
um, fór síðan inn í baðherbergið,
sem var áfast svefnherberginu.
Stuttu síðar kom hann þaðan út
aftur. Loks fór hann aftur út sömu
leið og hann kom tuldrandi
óánægjuorð fyrir munni sér.
„Ah,” hvislaði Poirot að sjálfum
sér. „Þarna varstu vonsvikinn.
Jahá, reglulega vonsvikinn. Bah!
Að láta sér detta í hug að Hercule
Poirot feli hlutina þar sem þú getur
fundið þá!” Svo snéri hann sér á
hina hliðina og sofnaði svefni hinna
réttlátu.
Hann var vakinn morguninn eftir
af ákveðnu banki á dyrnar.
„Qui est lá? Kom inn, kom inn.”
Dyrnar opnuðust. Á þröskuldin-
um stóð Colin móður og másandi og
rjóður í framan. Michael stóð fyrir
aftan hann.
„Herra Poirot, herra Poirot.”
„Nú, já?” Poirot settist upp i
rúminu. „Er komið morgunte? Nei,
emð þetta þér, Colin. Hvað hefur
komið fyrir?”
Colin varð orðfall eitt andartak.
Hanr virtist vera afar æstur. 1
rauninni var það nátthúfan, sem
Poirot var með á höfðinu, sem gerði
hann orðlausan. Hann náði sér þó
fljótlega og talaði.
„Ég held — herra Poirot, getið
þér hjálpað okkur? Það hefur svolit-
ið hryllilegt komið fyrir.”
„Hefur eitthvað komið fyrir? En
hvað?”
„Það — það er Bridget. Hún
er þarna úti í snjónum. Ég held —
hún hvorki hreyfir sig né segir neitt
og — oh, það er best að þér komið
sjálfir og sjáið þetta með eigin
augum. Ég óttast mjög — að hún
sé dáin.”
„Hvað?” Poirot þeytti ofan af sér
rúmteppinu. „Mademoiselle Bridg-
et — dáin!”
„Ég held — ég held að einhver
hafi drepið hana. Það — það er blóð
og — ó komið nú!”
„Já, auðvitað, auðvitað. Ég kem
nú þegar.”
Poirot stakk fótunum í útiskóna
sina og klæddi sig í loðfóðraðan
yfirfrakka utan yfir náttfötin, því
að ekki vildi hann láta sér verða
kalt.
„Égkem,” sagði hann. „Ég kem
undir eins. Hafið þið vakið fólkið?”
„Nei, nei. Enn hef ég ekki sagt
neinum þetta nema yður. Ég hélt að
það væri best. Afi og amma em enn
ekki komin á fætur. Niðri er verið
að leggja á morgunveröarborðið, en
ég sagði Peverell gamla ekki neitt.
GRÆNU SKALDSÖGURNAR
CHWttom BRONTt
SÖOUSAfN HtlMltANNA
ftACHEL FIEUD
o
Þetta allt og himinninn Iika eftir Rachel
Field er óviðjafnanleg saga, byggð á sannsögulegu efni,,
FyrirtveimárumhófSögusafnheimilannaútgáfu á nýjum bókaflokki
undir heitinu Grænu skáldsögurnar. í flokknum em komnar þessar bækur:
1Á hverfanda hveli eftir Margaret Mitchell í
þýðingu Amórs Sigurjónssonar. Þettaereinhverfrægasta
skáldsaga allra tíma, magnþrungin og spennandi.
2Jane Eyre eftir Carlotte Bronté hefur verið ein
mest lesna enska skáldsagan síðan hún kom út 1847. Og
enn þann dag í dag er hún gefin út í stórum upplögum
víða um heim.
Heitar ástir eftir Joy Packer. Á fmmmálinu
heitir saga þessi Boomerang og er sögusvið hennar
S- Afríka. Þeir atburðir, sem hún greinir frá em þó á
engan hátt staðbundnir og gæti hún því gerst hvar sem
væri í heimi okkár. Þetta er ósvikin ástarsaga, eins og
nafnið bendir til.
SÖGUSAFN HEIMILANNA
Slmi 81694 Pósthólf 1214 Reykjavlk
51. TBL. VIKAN 45