Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 26
tveir voru óeinkennisklæddir. Þeir
voru í svörtum vestum með silfur-
litum hnöppum og týrólahatta á
höfðinu.
„Hafið þið verið hérna lengi,”
kallaði lögregluþjónninn. Þetta var
ungur og hressilegur náungi.
Nei, við vorum að koma,” sagði
David. Hann sagði lögregluþjónin-
um að Jo væri í vandræðum og
hann ætlaði að leyfa henni að sitja í.
ítalskan hans fór yfir í frönsku og
endaði að lokum í einhvers konar
skollaþýsku.
Lögregluþjónninn leit á Jo og
steig svo út úr bílnum. En það var
aðeins til þess að heilsa upp á hana
á lögregluvisu og spyrja hversu
lengi hún hefði verið þarna.
„Aðeins skamma stund. Ég lenti
í vandræðum með biiinn minn og
stansaði því hér. Þessi herramaður
ætlar að aka mér á næsta við-
gerðarverkstæði.
„Aaaa, svo þér talið ítölsku,”
sagði lögregluþjónninn glaðlega.
„Heyrðuð þér nokkra skothvelli á
hæðinni hér rétt hjá?”
„Já,” sagði Jo. „Þetta eru senni-
lega veiðimenn.”
„Ekki á þessari hæð.” Lögreglu-
maðurinn varð alvarlegur á svipinn.
„Þetta er staður sem pílagrímar
leggja leið sína til.”
„Mér gæti hafa skjátlast. Skot-
hvellirnir virtust koma úr nokkurri
fjarlægð og hæðirnar eru svo
margar.”
Bændurnir fóru nú að taka þátt í
samræðunum. Þetta var á þessari
hæð, sögðu þeir ákveðnir. Þeir
vissu mætavel hvaðan skot kæmu.
Auk þess hafði Tommaso sagt
þeim, að hann hefði séð tvo skugga-
lega náunga á grasflötinni fyrir
neðan Santa Mariukirkju og annar
þeirra hafði verið með einhvers
konar skammbyssu. Tommaso
hafði séð það svo greinilega um leið
og mennirnir tveir voru i þann
veginn að ganga upp steinþrepin.
Já, hann hafði séð skammbyssu og
Tommaso hafði góða sjón.
David hlustaði á orðaflauminn
en skildi ekki nema orð og orð á
stangli. Honum virtist þetta ekki
ætla að taka nokkurn endi og fór
þess vegna út úr bilnum og opnaði
afturhurðina, til þess að gefa Jo til
kynna að nú væri nóg komið.
Jo brosti blítt til lögregluþjóns-
ins um leið og hún steig öðrum fæti
upp í bílinn. „Hvar er næsta við
gerðarverkstæði?” spurði hún. Hún
hlustaði á útskýringar hans og
þakkaði síðan fyrir sig og settist
upp i bílinn.
Lögregluþjónninn brá höndinni
upp að skyggninu og Jo veifaði til
hans um leið og David ók af stað.
Er þau voru komin úr augsýn jók
hann hraðann. „Og hver er svo
þessi Tommaso?” spurði hann.
En Jo sat algjörlega móttfarin í
aftursætinu og Irina var í þann
veginn að sofna. Og nú fæ ég ekkert
um þennan Tommaso að vita annað
en að hann hefur góða sjón, hugsaði
David.
„Ég þarf ekki að blunda nema í
fimmtán minútur,” sagði Jo og þá
skal ég hvíla þig. Þú hefur ekið í
allan dag og...” En svo fjaraði
rödd hennar út og þögnin t.ók við.
Hann leyfði þeim að sofa þangað
til hann kom auga á ítölsku
landamæraverðina. Þeim var hleypt
nær hindrunarlaust í gegn. Þvi
næst tóku svissnesku landamæra-
verðirnir við og þar fór á sömu lund.
Enn var ekki farið að skyggja.
Sjálfsagt yrði ekki orðið dimmt fyrr
en eftir klukkutíma eða meira, og
þau áttu aðeins eftir þrjátíu mílur
ófarnar til Tarasp.
21.
Walter Krieger steig á svissneska
grund þegar klukkan var rúmlega
sex og hann staldraði andartak við
til þess að fylgjast með litlu flug-
vélinni, sem hann hafði komið með
frá Bolzano. Hún var í þann veginn
að hefja sig á loft og var á leið aftur
til Bolzano. En hann var sem sagt
kominn þarna heilu og höldnu. Því
hefði hann ekki trúað fyrir fimmtán
mínútum síðan þegar þeir flugu á
milli fjallstindanna, sem skildu að
Sviss og Italíu. Næst er hann yrði
að fara yfir hrikaleg fjöll myndi
hann taka litla þotu á leigu, svipaða
þeirri er stóð þarna til hliðar á flug-
brautinni, i stað þess að velkjast i
svona einshreyfils rellu. Hann
horfði á litlu vélina hækka flugið og
sveigja í áttina að hinum skugga-
legu tindum, og að baki hennar var
nú þessi breiði, gróðursæli dalur.
Jæja, hugsaði hann, úr þvi að koli-
brífugiinn getur farið frá Braisilíu
til Nýja-Bretlands og aftur til baka
einu sinni á ári, hefði ég svo sem
ekki átt að vera i vafa um að við
kæmumst til Samaden.
Athygli hans beindist nú aftur að
litlu þotunni. Hún hafði lent þegar
vélin sem hann var í hafði verið að
nálgast flugvöllinn í Samaden. Nú
var bú'ð að koma henni út af flug-
brautinni. Tveir af áhöfninni stóðu
enn við hlið hennar. Voru þeir á
verði? Hann athugaði þotuna betur
og varð þungur á brúnina. En svo
gekk hann í áttina að vegabréfs-
skoðuninni. Þar ættu ekki að verða
neinar sérstakar tafir. Hann ótti
lögheimili i Sviss og fyrirtæki hans í
Vevey var eitt af þeim þekktustu í
öllu landinu. Auk þess kom hann
iðulega við á þessum litla flugvelli
er hann eyddi helgarleyfi sínu í St.
Moritz. Hann var því ekki með öllu
óþekktur þarna. Slíkt gat komið sér
vel þegar skriffinnskukerfið var
annars vegar. Hann var ekki með
neinn farangur. (Taskan hans var
enn í Merano. Hann hafði ekki einu
sinni farið upp á herbergið sitt
eftir að hann hafði fengið skila-
boðin frá Dave.) Og það ætti
sömuleiðis að flýta fyrir. Það var
aðeins eitt sem ekki stóðst áætlun.
Framhald í næsta blaði.
★ ★★
ÍSLENZKAR
KAPUR OG JAKKAR
tm
c^Austurstræti
26 VIKAN 51. TBL.