Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 40

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 40
Jólasaga í fjórum hlutum EFTIR AGÖTHU CHISTIE fEvintýrið um jólabáðinginn Poirot greip steininn og athugaði hann gaumgæfilega. Þetta var stór steinn, rauður sem rúbínn. Ljósið geislaði af honum. ,,Hugsið ykkur ef hann er nú ekta/’ sagði einhver unglingurinn. ,,Þá væri hann heilla auðæfa virði.” Máltíðin hélt áfram með hlátrum og spjalli. Samkvæmt gamalli enskri hefð fundu allir einhverja smáhluti, sem faldir voru í plómubúðingnum, og mitt í öllu uppnáminu lét Poirot steininn rúbínrauða hverfa niður í vestisvasa sinn. Stuttu fyrir jól fær Hercule Poirot heimsókn Jesmonds nokkurs, sem er eins konar ráðunautur ungs, austurlensks prins. Prinsinn átti það erindi til Lundúna að láta breyta nokkrum gimsteinum krún- unnar svo að þeir hæfðu nútím- unum og verðandi brúði hans. Prins þessi er skemmtanafíkinn ungur maður sem hættir til að ofbjóða veisæminu. Hann hngar sér ákaf- lega heimskulega í Lundúnum í þetta sinn því að hann leyfir vin- stúlku sinni að bera einn gimstein- nnna. heimsfrægan rúbín, kvöld eitt í þakklætisskyni fyrir vin- skopinn. En stúlkukindin launaði honum greiðviknina með því að hverfa út um bakdyr með allt sitt hafurtask, þar með talinn rúbíninn, og hún sást ei meir þar. Prinsinn er í öngum sinum og því leita þeir Jesmond til Poirots og biðja hann að reyna að hafa upp á rúbíninum. Leitin hefur það í för með sér að Poirot verður að dvelja á enskum herragurði um jólin. Hunn fellst á ráðagerð þeirra þrátt fyrir rótgróna andstyggð á enskum herragörðum, dragsúgi og öðrum óþægindum, sem hann telur vera í slíkum húsum. Kings Lacey er þó frá- brugðinn slíkum því að þar hefur verið komið fyrir miðstöðvarhitun og öðrum þægindum tæknialdar. Á Kings Lacey verða þau skötuhjúin einnig um jólin, Sara og vinur hennar Desmond Lee-Wortley — vafasamur náungi að dómi flestra. 1 fylgd með honum er sjúk systir hans, sem hann nnnast af stakri umhyggju, ber meira að segja mat- inn upp til hennar. Táningarnir á Kings Lacey ákveða að gera að gamni sínu við gestinn ókunna þegar þeir komast uð því að hann er enginn unnar en sá frægi leynilögreglumaður Hercule Poirot. Þeir afráðu að setja morð á svið — Bridget á að liggja í snjón- um með leikhúshníf á kafi í brjóst- inu og láta sem dauð væri. Þuu velja nnnan jóladag til verksins og sökkva sér niður í undirbúninginn. Poirot fær einnig nóg um að hugsu. Þegar hunn kemur upp í herbergið sitt á jólanótt sér hann bréfmiða liggja á koddanum sinum. Á honum stendur skrifað: BORÐADU EKKI PLÓMUBÚÐINGINN. KVEÐJA FRÁVELUNNARA. , ,Afar dularfullt,” tautaði Poirot, ,,og mjög óvænt...” FJORÐIKAPÍTULI. J ólamáltíðin var borin fram klukk- an tvö eftir hádegið og hún var svo sannarlega eftirminnileg. Stórir lurkar snörkuðu í arninum og í borðstofunni glumdi skvaldur þeirra er við borðið sútu. Ostrusúpan hafði þegar verið etin öll, og búið var að bera út beinagrindur kalkúnanna tveggja. Nú var komið að því sem allir höfðu i raun verið að biða eftir, sjúlfum jólabúðingnum. Peverell gamli hafði látið allar úrtölur sem vind um eyrun þjóta þrátt fyrir öll sín áttatiu ár og skjálfandi limi og hélt nú plómubúðingnum hátt á loft og bar hann að borðinu. Frú Lacey hafði ekki augun af honum og þrýsti saman höndunum i angist svo að hnúarnir hvítnuðu. Hún var sann- færð um það að einn góðan jóladag félli Peverell gamli dauður niður í miðju kafi. Hún átti ekki nema tveggja kosta völ og var hvorugur góður. Annaðhvort hætti hún á að Peverell léti lífið við að þjóna þeim eða hún særði hann svo með þvi að neita honum um það að hann liti aldrei glaðan dag upp frá því. Af tvennu illu hafði hún valið fyrri kostinn. Þarna trónaði því jólabúð- ingurinn á silfurfati i höndunum á Peverell gamla, stærri en stærsti fótbolti. Efst í hann hafði verið stungið þyrnigrein svo að líktist sigurfána, og um hann léku bláir og rauðireldslogar. Við gullu fagnaðar- oghúrrahróp. Frú Lacey hafði þó slegið einn varnagla. Henni hafði tekist að fá Peverell gamla til að samþykkja að leggja búðinginn frá sér fyrir framan hana svo að hún gæti skammtað hann i stað þess að ganga með fatið á milli manna. Hún varpaði öndinni léttar þegar búðingurinn var kominn heill og höldnu á borðið fyrirframanhana. Húnflýttisérsem mest hún mátti að skammta öllum áðureneldarnirkulnuðu. „Stattu upp, Bridget,” sagði Sara hvössum rómi. „Hættið þið þessum endemis leikaraskap.” Colin var hræðslulegur á svip. „Afsakið,” sugði hann við Poirot. „Þér þurfið ekki að biðjast afsökunar,” sagði Poirot. „Leikurinn er orðinn að alvöru. Finnið púlsinn á henni!” „Óskiðyður, herra Poirot,” hróp- aði Bridget. „Óskið yður áður en eldurinn slokknar. Elsku amma flýttu þér nú, flýttu þér! ’ ’ Frú Lacey hallaði sér aftur í stóln- um og stundi ánægjulega. Búðing- urinn hafði ekki brugðist hennar bestu vonum. Fyrir framan hvern mann var nú búðingssneið á diski, sem eldtungur sleiktu svo sem vera bar. Eitt andartak var grafarþögn við borðið meðan allir óskuðu sér af öllummætti. Allir voru of niðursokknir til að taka eftir skritnum svipnum á Hercule Poirot þar sem hann sat og virti fyrir sér búðingssneiðina fyrir framan sig. „Borðaðu ekki plómu- búðinginn.” Hvað í ósköpunum átti þessi alvarlega viðvörun að þýða? Þessi sneið plómubúðingsins gat ekki á nokkurn hátt verið frábrugð- in hinumsneiðunum! Hannstundiog varðað játameð sjálfum sér að hann vissi ekki hvaðan úr ósköpunum á hann stóð veðrið — og það líkaði Hercule Poirot síst af öllu að þurfa að viðurkenna — svo að hann tók upp hnífinn og gaffalinn. „Má bjóða yður sósu, herra Poifot?” Poirot þáði og fékk sér sósu. „Þú hefur nappað besta koniakk- inu mínu enn einu sinni, ekki satt, Em?” sagði ofurstinn góðlátlega handan við borðið. Frú Lacey drap tittlinga framan í hann. „Frú Ross tekur ekki annað i mál en að nota besta fáanlega koniakkið, elskan mín,” sagði hún. „Hún segir aðþað skeriúr.” „Þá það,” sagði Lacey ofursti. ,, Það eru ekki jól nema einu sinni ú ári ogfrúRosserbestakona. Bestakona og frábær kokkur. ” „Það er hún svo sannarlega,” sagðiColin.,,Þettaeralvegofsalega 40 VIKAN 51. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.