Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 55
Meðal
anmirra
orða
Enginn hafði lagað til á skrifstof-
unni hans — það var ryk i glugga-
kistunum. Hann leit fram í herberg-
ið fyrir framan. Fröken Lind var
ókomin, og það var merkilegt. Hún
kom fyrst þegar klukkuna vantaði
fimmtán mínútur í níu. Hún mætti
Hansen á leiðinni inn. — Ertu
ennþá með blettavatn í skúffunni
þinni — ég hefi sullað kaffi á mig?
sagði hann. — Það held ég ekki,
svaraði Kari bara. Hún settist,
yddaði blýantana og tók upp sím-
ann til að hringja. Hún fékk ekki
samband út og hringdi á Fríðu og
sagði: — Láttu mig hafa línu út —
ég hefi ekki ótakmarkaðan tima. —
Já, svaraði Fríða um leið, Kari
geturðu ekki passað simaborðið
fyrir mig í einn klukkutíma í dag, ég
þarf að skreppa frá. — Því miður,
það get ég ekki, svaraði Kari.
Nú fór Kari að koma alltaf
klukkan átta á morgnana eða
fimmtán mínútur yfir, og hún var
aldrei eina minútu fram yfir sinn
vinnutíma. Hún tók 45 mínútur í
hádegismat, en ekki hálf tíma eins
og áður (allir aðrir tóku minnst 45
minútur).
Hún leysti sín verk af hendi óað-
finnanlega, en heldur ekkert meira.
Friða var fyrst til að kvarta: —
Hver heldur hún eiginlega að hún
sé? Frú Berg var sammála: — Hún
er svo eigingjörn og sjálfselsk, að
það hálfa væri nóg. Dahlberg
forstjóri var ergilegur. Kari vann
sitt verk fullkomlega, en samt —
Þegar hann kom heim um kvöldið
og teygði úr sér á sófanum sagði
hann við konu sina: — Dásamlegt
að vera kominn heim. Það var svo
mikið að gera á skrifstofunni i dag.
Friða var snefsin á símanum og
notaði stór orð við þá yngstu í
fyrirtækinu. Hansen bókhaldari
keypti konfektkassa og gaf frúnni.
Frú Berg sagði manninum sínum,
að það væri tóm vitleysa, að hann
væri kominn með ýstru — það væri
nú eitthvað annað sagði hún.
Og svo — einn drungalegan vetr-
armorgun fann fröken Kari Lind
þrjá túlípana i vatnsglasi á skrif-
borðinu sínu, þegar hún mætti til
vinnu. Þetta voru bara þrir ósköp
venjulegir gulir túlípanar með
venjulegum grænum blöðum, en
það var eins og þeir endurköstuðu
fallegri birtu yfir ritvélina og papp-
irana á borðinu. Gunnar tók eftir
túlípönunum, þegar hann kom
seinna um daginn:
— Fallegir, sagði hann — mjög
fallegir! Ættum við ekki annars að
skreppa út og fá okkur góðan mat?
— Jú, kannski það, sagði Kari.
Rétt á eftir kom Gunnar með
fallegan kristalsvasa, sem var af
söludeildinni: Taktu þennan vasa
— glasið hæfir ekki svona fallegum
blómum.
— Þúsund þakkir, sagði Kari, og
bros hennar var jafn glansandi og
kalt og jólaskrautsískristallarnir
sem hún hafði sett niður í kassann
fyrir nokkrum vikum.
Fyrir hverja
Þegar líður nær vetrarnóttum,
fara menn að sperra eyrun og bíða
eftir boðskap dagskrárstjóra ríkis-
útvarpsins í þeirri von, að hleypt
verði af stokkunum nýjum þáttum,
eða gamlir vinsælir þættir hefji
aftur göngu sína eftir andleysi
sumarsins.
Eitthvað var boðskapurinn mátt-
leysislegur um síðustu veturnætuv.
Ég man satt að segja ekki eftir
öðrum nýjungum en þætti Einars
og Árna á sunnudagsmorgnum, og
aðrar breytingar voru helst fólgnar
í því að færa morgunbænina fram
um fimm mínútur og morgunstund
barnanna um fimmtán mínútur og
óskalög sjúklinga um heilan sólar-
hring.
Ösköp held ég yrði mikil bót að
því, ef afnumið yrði einkaleyfi Rik-
isútvarpsins til útvarpsrekstrurs.
Það er nefnilega með útvarpsrekst-
urinn eins og annað á vegum hins
opinbera, að stefnan virðist helst
fólgin í því að reyna að fæla menn
frá þvi að njóta þess arna. Rétt
eins og Strætisvagnar Reykjavíkur
virðast stefna markvisst að því að
fækka farþegum, að ekki sé nú
minnst á skipulegan niðurskurð
námsmanna, þá virðist þeim, sem
útvarpssendingum stjórna, standa
gjörsamlega á sama, hvort nokkur
hlustar á þær.
Að minnsta kosti fullyrði ég, að
það er ekkert tillit tekið til úti-
vinnandi fólks, fólks, sem fer að
heiman frá sér til vinnu fyrir kl. átta
á morgnana og þarf að hlusta á
drungalegan guðræknissón og
íslensk einsöngslög og jafnvel
barnasögur á leið i vinnuna, eins og
það séu nú einhver börn að hlusta á
útvarpslestur kl. átta að morgni.
Ég tek það fram, að ég hef ekkert á
móti þessu efni í sjálfu sér, en mér
finnst fráleitt að demba þvi yfir fólk
á þessum ókristilega tíma, þegar
menn þurfa einmitt svo sárlega á
einhverju fjörgandi að halda.
Það er ekkert tillit tekið til fólks,
semvinnurslík störf, að ekki kemur
til greina að hafa útvarp í gangi
er útvarpið
allan daginn, eins og hendir víst á
einstaka vinnustað fólks, sem
skreiðist heim til sín einhvern tíma
milli fimm og sjö og reynir svo að
bæta sér upp erfiði og svefnleysi
vikunnar með því, að lúra fram eftir
um helgar. Til þess að koma nú
örugglega í veg fyrir, að þetta fólk
hlusti nokkurn tíma á útvtup, er
eina þættinum, sem nokkurt nýja-
bragð er að. og þeim eina, sem
sameinar á myndarlegan hátt
skemmtun og fróðleik og tengsl
við fólk vítt og breitt um landið,
troðið inn i dagskrána snemma
á sunnudagsmorgnum. Og mér
fannst þeir þarna hjá útvarpinu
beinlínis hlakka yfir þessari ráð-
stöfun. Það vantaði bara, að þeir
segðu berum orðum: — Gott á aum-
ingjana, nú verða þeir að rífa sig
upp á sunnudagsmorgnum, éf þeir
vilja endilega taka þátt í þessu með
okkur.
Annars finnst mér stórmerkilegt,
hvað dagskrárstjórum virðist illa
við að koma efniskynningum á
framfæri. Dagblöðin gera flest
eitthvað í því að kynna efni út-
varps og sjónvarp, og má furðulegt
heita, að þau skuli ekki hafa gefist
upp á þvi að grafa þessi leyndar-
mál upp. Þessa þjónustu kann
almenningur vel að meta, og er ekki
vafamál, að kynningar blaðanna
ráða miklu um það. hvað hlustað er
á i útvarpinu. Það gegnir kannski
öðru máli með sjónvarp, sem er víst
hvort eð er opið á flestum heim-
ilum þann tíma, sem sjónvarpað er.
Reyndar eiga þeir til skemmtileg-
heit þarna á Skúlagötunni. þótt þau
virðist dálítið tilviljanakennd. Að
minnsta kosti býst ég ekki við, að
það hafi verið skipulagt á dagskrá.
þegar Ragnheiður Ásta las nýlega
frétt um heimsmet japana nokkurs i
pipureykingum þvert ofan í frétt af
hreppsnefndarfundi úti á landi. með
sínum vandlega framburði og án
þess greind yrði hin minnsta spaug-
semi í rómnum. En mér fannst
gaman.
K.H.
51. TBL. VIKAN 55