Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 13
i mannskemmandi
Ég hef alltaí gengið með það i maganum að syngja með kammer-
sveit.
Jú, Akureyri er rómantískur bœr.
— Fannst þér Akureyri ekki
rómantískur bœr?
— Jú, það fannst mér og finnst
enn. Mörgum þótti erfitt að komast
inn í bæjarlífið. Mér gekk þó vel að
gera mig heimakominn í bænum og
eignaðist fljótt góða kunningja.
Fyrsta árið i skólanum bjó ég í
heimavistinni, en okkur Þórarni
heitnum Björnssyni skólameistara
kom svo illa saman, að við urðum
ósáttir um, að ég flytti þaðan
veturinn eftir.
— Fórstu strax í háskólann að
loknu stúdentsprófi?
— Nei, veturinn eftir kenndi ég
ensku við gagnfræðaskólann á
Akureyri.-en byrjaði svo í læknis-
fræði ári seinna. Ég var tvo vetur
1 þvi námi, en þó komst ég loksins
að því, að það ætti ekki við mig
að starfa sem læknir næstu 40—50
árin, svo að ég hætti.
Svo lenti söng-
urinn á mér.
— Hvenær byrjaðir þú að syngja
og leika?
— Ég byrjaði ó því i mennta-
skóla. Þó var ég lengi í skóla-
hljómsveitinni ásamt köppum, sem
nú eru merkir menn hér fyrir
sunnan. En það var eiginlega alger
tilviljun að ég fór að leika á bassa,
en ekki eitthvert annað hljóðfæri.
Þegar Þorvaldur Halldórsson
söngvari í hljómsveitinni hætti í
skólanum var ég fenginn i hans
stað, og mér uppólagt að spila á
bassa. Og svo endaði það einhvern
veginn með því, að söngurinn lenti
á mér líka.
— Hélstu ófram að leika á bassa
eftir að þú hættir í skólanum?
— Já, enda kominn með bakter-
íuna. Ég réði mig í hljómsveit
Ingimars Eydal, og þegar Óðinn
Valdimarssons söngvari hætti tók-
um við Þorvaldur sönginn alveg að
okkur, enda áttum við ýmislegt i
pokahorninu. Þetta var órið 1964,
og ég lék með Ingimari til hausts-
ins 1965. Þó fór ég suður og hætti
í músíkinni í nokkra mánuði, þang-
að til ég réði mig í hljómsveit
Magnúsar Ingimarssonar. Þá hafði
ég nóg að gera, því að auk þess var
ég lika í háskólanum og náttúr-
lega að byggja eins og flestir aðrir.
— A hvaða skemmtistöðum lék
hljómsveit Magnúsar aðallega?
— Á Röðli, en þess á milli fórum
við í reisur út á land og lékum ó
hérðasmótum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Um þetta leyti voru Bítl-
arnir á toppnum, og við höfðum
mikið af fallegum melódíum á dag-
skránni, en þær týndust fljótlega,
þegar soulmúsíkin varð allsráðandi.
Seinna þegar ég lék með Haukunum
fór ég að kunna að meta blues-
músíkina. Árið 1969 lék ég með
hljómsveit Ölafs Gauks á Borginni,
en þegar ég fór til Lúxemborgar
var ég orðinn þreyttur ó hljóm-
sveitarbransanum og vildi reyna
eitthvað nýtt.
VIÐTAL VIÐ VILHJÁLM
VILHJÁLMSSON SÖNGVARA OG
FLUGMANN.
51. TBL. VIKAN 13
1