Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 13

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 13
i mannskemmandi Ég hef alltaí gengið með það i maganum að syngja með kammer- sveit. Jú, Akureyri er rómantískur bœr. — Fannst þér Akureyri ekki rómantískur bœr? — Jú, það fannst mér og finnst enn. Mörgum þótti erfitt að komast inn í bæjarlífið. Mér gekk þó vel að gera mig heimakominn í bænum og eignaðist fljótt góða kunningja. Fyrsta árið i skólanum bjó ég í heimavistinni, en okkur Þórarni heitnum Björnssyni skólameistara kom svo illa saman, að við urðum ósáttir um, að ég flytti þaðan veturinn eftir. — Fórstu strax í háskólann að loknu stúdentsprófi? — Nei, veturinn eftir kenndi ég ensku við gagnfræðaskólann á Akureyri.-en byrjaði svo í læknis- fræði ári seinna. Ég var tvo vetur 1 þvi námi, en þó komst ég loksins að því, að það ætti ekki við mig að starfa sem læknir næstu 40—50 árin, svo að ég hætti. Svo lenti söng- urinn á mér. — Hvenær byrjaðir þú að syngja og leika? — Ég byrjaði ó því i mennta- skóla. Þó var ég lengi í skóla- hljómsveitinni ásamt köppum, sem nú eru merkir menn hér fyrir sunnan. En það var eiginlega alger tilviljun að ég fór að leika á bassa, en ekki eitthvert annað hljóðfæri. Þegar Þorvaldur Halldórsson söngvari í hljómsveitinni hætti í skólanum var ég fenginn i hans stað, og mér uppólagt að spila á bassa. Og svo endaði það einhvern veginn með því, að söngurinn lenti á mér líka. — Hélstu ófram að leika á bassa eftir að þú hættir í skólanum? — Já, enda kominn með bakter- íuna. Ég réði mig í hljómsveit Ingimars Eydal, og þegar Óðinn Valdimarssons söngvari hætti tók- um við Þorvaldur sönginn alveg að okkur, enda áttum við ýmislegt i pokahorninu. Þetta var órið 1964, og ég lék með Ingimari til hausts- ins 1965. Þó fór ég suður og hætti í músíkinni í nokkra mánuði, þang- að til ég réði mig í hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar. Þá hafði ég nóg að gera, því að auk þess var ég lika í háskólanum og náttúr- lega að byggja eins og flestir aðrir. — A hvaða skemmtistöðum lék hljómsveit Magnúsar aðallega? — Á Röðli, en þess á milli fórum við í reisur út á land og lékum ó hérðasmótum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Um þetta leyti voru Bítl- arnir á toppnum, og við höfðum mikið af fallegum melódíum á dag- skránni, en þær týndust fljótlega, þegar soulmúsíkin varð allsráðandi. Seinna þegar ég lék með Haukunum fór ég að kunna að meta blues- músíkina. Árið 1969 lék ég með hljómsveit Ölafs Gauks á Borginni, en þegar ég fór til Lúxemborgar var ég orðinn þreyttur ó hljóm- sveitarbransanum og vildi reyna eitthvað nýtt. VIÐTAL VIÐ VILHJÁLM VILHJÁLMSSON SÖNGVARA OG FLUGMANN. 51. TBL. VIKAN 13 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.