Vikan

Eksemplar

Vikan - 16.12.1976, Side 17

Vikan - 16.12.1976, Side 17
góðum texcum, textum, sem segja eitthvað um dagleg vandamál okkar allra, fá fólk til að lita i spegil. Það þurfa ekki endilega að vera hefðbundin ljóð, þó að ég sé alinn upp við það. Örimuð ljóð geta lika verið ljóð. — Áttu uppáhaldstónskáld? — Ég á mörg uppáhaldstónskáld, en mér líkar best við músik, sem er fegurðartjáning, gegnir einu hvað hún kallast. Ég hlusta mikið á klassíska músík en minna á jass. Ég er mikið fyrir nútíma „heavy” popmúsík með öllum þessum effekt- um, og sé tónlistin vel útfœrð, skipta textarnir kannski ekki eins miklu máli. Ég finn margt jákvœtt í henni. Það fer mest eftir því í hvemig skapi ég er i það og það skiptið. Einföld lög og fallegar melódíur kann ég best að meta, en það er eins og fólk vilji stundum ekki trúa því, að einfaldir hlutir geti verið mikilvægir. Mér líður illa, ef ég á ekki ólesna bók. — Og uppáhaldsbókmenntir? — Ég hef mest dálæti á , .science fiction” skáldsögum eða vísinda- skáldskap og sökkvi mér niður i þær, hvenær sem ég hef tíma. Sá sem skrifar bók um framtiðina er ekki bundinn af sögunni, eða því sem gerist i umhverfi hans, þess vegna getur hann látið ímyndunar- aflið ráða. Lesandinn er lika frjáls og getur búið til sinn ákveðna hugarheim. Mér finnst ég hafa lært mikið af þessum bókum, og þær hafa kennt mér að láta atvik og kringumstæður ekki koma mér á óvart. Annars er ég alæta ó bækur og mér líður illa, ef ég á ekki ólesna bók heima hjá mér. — Ætlarðu að halda þig við flugið í framtíðinni? — Já, ég er flugmaður og hef áhuga á að vera það. Ég er ánægður með það starf og er reiðubúinn til þess að fara hvert sem er þar sem mér býðst vinna sem flugmaður. Ég get skapað mér mitt líf hvar sem er í heiminum. Einu sinni átti ég þá hugsjón að gera allt fyrir fjöldann, en ég tapaði henni fyrir löngu. Ég er farinn að viðurkenna fyrir sjálfum mér, að heimurinn skiptist í tvo hluta — Ég — og allir hinir — Og nú reyni ég að lifa í mínum eigin heimi. Ég kenni bæði siglingafræði og blindflug, og ég segi oft við nemendur mina það sem ég segi oft við sjálfan mig líka: — Það er útilokað að gera alla hluti akkúrat, en það er lágmark að stefna að því. Á.K. 51. TBL. VIKAN 1

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.