Vikan


Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 17

Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 17
Slökkviliðssýning n Lækjartorgi um 1920. Þar sjást tveir „sjálf- heldu” stigar, tveir slönguvagnar og dregin dæla, svo og slökkvi- bifreiðarnar tvær. — Þetta hefur verið nokkuð strangur vinnutími hjá ykkur? — O-ég læt það allt vera. Við vorum eiginlega þarna einráðir, höfðum engan yfirmann á staðnum og fórum stundum frá, þegar okkur hentaði og okkur fannst óhætt. Ég man t.d. einu sinni eftirþví, að Karl fór á einum hestinum ríðandi á ball, sem haldið var uppi á Kjalarnesi. Og það fór allt vel. — Fóruð þið stundum í slíkar ferðir? — Yfirleitt ekki á hestunum. Við áttum síðar saman bíl, Overland hét hann, og keyrðum oft aðra í honum, eða fórum sjálfir. Einu sinni var það, að við Kalli ákváðum að skreppa upp að Árbæ í bílnum. Auðvitað var þá einhver annar á verði á stöðinni á meðan. En að Árbæ var þá ekkert kaffi né aðrar veitingar að fá, svo að við héldum áfram upp að Lögbergi, en það var sama sagan þar. Þetta var í ágætis- veðri, svo við ákváðum að halda lengra, þangað til við komum að Kolviðarhóli. Þar fengum við kaffi, á meðan húsbóndinn lá í rúminu með brennivínsflöskuna undir koddanum. Svo héldum við áfram og ætluðum að skreppa til Selfoss. Á þeirri leið mættum við tveim mönnum, á hestum. Þeir voru slompaðir og kátir, en fræddu okkur á því, að þeir hefðu týnt flösku með spiritusi einhversstaðar á leiðinni. Við héldum svo áfram, og þú mátt trúa því, að við höfðum góðar gætur á veginum og höfðum þá flöskuna í huga. Og viti menn. Á leiðinni meðfram Ingólfsfjalli lá flaskan og beið. Við vorum fljótir að stoppa og innbyrða flöskuna, og nú var öllu meiri ástæða til að flýta sér til Selfoss, þvi þar vissum við að við næðum í blöndu. Og það var gert fúslega. En i bæinn komum við ekki fyrr en síðla nætur. — Það hefur margt verið brallað í þá daga engu síður en nú? — Já, blessaður vertu. Ungir menn eru alltaf ungir, þó að þeir verði það ekki nema einu sinni. — Hvar voru þá helst haldin böll í Reykjavík? — Það var t.d. Hótel Reykjavík, sem brann að vísu 1915, en svo var Hótel ísland, þar sem Hallæris- planið er nú. Báran var nú hérna rétt hjá okkur, og þar var oft glatt á hjalla. — Já, hún var víst vinsæll staður i þá daga, og þar hefur oft verið mikið fjör? — Já, ekki er þvi að leyna, að fjörið var oftast mikið og vel tekið til höndunum. Ég held bara, að hvert einasta ball þar hafi endað með slagsmálum. — Það hefur þvi verið á rökum reist þetta gamla orðtak: „Slagur í Húsið við hliðina á slökkvistöðinni var í upphr.fi byggt og notað sem ishús (byggt 1910), og var ís tekinn af Tjörninni á vetrum* Bárunni,” sem lengi var á vörum manna hér og útfært á ýmsa visu. — Já, það er óhætt að segja, að þar hafi verið slagur. Strákar voru fjörugir i þá daga engu siður en nú og létu oft hendur skipta, þótt litið tilefni væri. — Mansu, hver var þinn fyrsti slagur við eldinn eftir að þú hófst störf sem brunavörður? — Það mun hafa verið, þegar kviknaði i húsinu að Lækjargötu 10. Það var tveggja hæða timbur- hús, sem brann til kaldra kola. Þá voru eingöngu notaðar handknúnar dælur og tæki, sem dregin voru með handafli. En þá var veðurofsinn mikill og frostið gífurlegt, svo að við áttum erfitt með allar hreyfing- ar, því allt stokkfraus utan á okkur. — Þá hafa jafnvel hestarnir ekki verið komnir til sögunnar? — Nei, það var ekki fyrr en síðar. Það stóð heldur ékki lengi, kannski eitt til tvö ár, en þá kom fyrsti bíllinn. — Hestarnir hafa nú samt verið sögulegur kafli í slökkviliðinu? — Mikil ósköp, það skeði margt i sambandi við þá. Þeir voru líka oft lánaðir öðrum til smáflutninga, og einn þeirra datt niður dauður fyrir vagni sem hann var að draga. Hann var að flytja oliutunnur neðan frá höfn, þegar hann datt skyndilega niður dauður í Aðalstrætinu. Lík- lega fengið hjartaslag eða eitthvað svoleiðis. — Svo tóku bilarnir við? — Já, fyrst „Model T” eða gamli Ford, eins og hann var nefndur. Þeir voru svo endurnýjaðir upp úr 1930. Nokkru síðar kom svo stór og glæsilegur slökkvibíll, smiðaður al- gjörlega erlendis. Hann hét „Hansa-Loyd” og það var stór- glæsilegur bill að sjá. Allur kopar- sleginn, stór og mikill á „mass- ífum” dekkjum. Það var mikil eftirsjá i því, að hann skyldi vera seldur til Selfoss, þar sem hann eyðilagðist á skömmum tíma. Hann myndi áreiðanlega vera nokkurra miljóna virði i dag. Hans síðasta meistaraverk var í febrúar 1944, þegar Hótel ísland brann eina mikla frostnótt. Þá dældi hann vatni til að verja næstu hús alla nóttina undir stjórn Guðvalds Jónssonar, sem oftast var með þann bil og ók honum svo síðasta spölinn austur á Selfoss, en bæjarsjóður gildnaði um 4000 krónur, að ég held. KARLSSON sem eyðir flösu í raun og veru. (slenskar leiðbeiningar á flöskunni. Crisan flösusjampó fæst í apótekum, snyrtivöruverslunum og flestum matvöru- verslunum. HALLDÓR JÓNSSON HF. Dugguvogi 8 9. TBL. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.