Vikan


Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 19

Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 19
gengu í bylgjum. Svo kom skyndi- lega eitthvað i Ijós á lækjarbakk- anum — í fyrstu gat ég ekki greint, hvað það var. Það beygði höfuðið niður að vatninu og fór að drekka. Þá sá ég, að það var maður, sem gekk á fjórum fótum eins og skepna. Hann var klæddur i bláan dúk, og hörund hans var eirgult, en hárið svart. Svo virtist sem afkáralegur ljótleiki væri óbreytanlegt einkenni þessara eyjarskeggja. Ég heyrði varir hans soga vatnið til sín, þegar hann drakk. Ég hallaði mér fram til að sjá hann betur, og hraunmoli, sem hönd mín losaði, valt niður brekk- una. Hann leit upp með sektar- kennd í svipnum, og augu okkar mættust. Hann brölti óðara á fætur, stóð kyrr, strauk klunnalegri hendi sinni um munninn og virti mig fyrir sér. Fótalengd hans var tæplega hálf lengd búksins. Þannig horfð- umst við ögrandi í augu í eina mínútu eða svo. Svo laumaðist hann burt í gegnum runnana hægra megin við mig og leit einu sinni eða tvisvar um öxl, og ég heyrði þytinn í laufinu dvína í fjarska og deyja út. Alltaf öðru hverju leit hann á mig einbeittu augnaráði. Löngu eftir að hann var horfinn, sat ég kyrr og starði í áttina þangað sem hann forðaði sér. Hin syfjulega ró mín var horfin. Mér varð bilt við, þegar ég heyrði þrusk fyrir aftan mig, sneri mér skyndilega við og sá þá hvítt kanínuskott iða og hverfa upp í brekkunni. Ég stökk á fætur. Koma þessarar kynlegu, hálf- dýrslegu veru hafði skapað mér samfélag i kyrrð síðdegisins. Ég leit alltaugaóstyrkur í kringum mig og þótti leitt, að ég var óvopnaður. Svo minntist ég þess, að maðurinn, sem ég var nýbúinn að sjá, hafði verið klæddur bláum dúk, en hafði ekki verið nakinn eins og villimaður mundi hafa verið, og ég reyndi að telja sjálfum mér trú um, að þess vegna væri hann í rauninni senni- lega friðsamur maður, og að deyfðin og grimmdin í svip hans gæfu ekki rétta mynd af honum. Þó truflaði þetta fýrirbrigði mig mikið. Ég gekk í átt til vinstri í brekkunni, sneri höfðinu í ýmsar áttir og gægðist hér og þar inn á milli beinna trjástofnanna. Hvers vegna skyldi maður ganga á fjórum fótum og drekka með vörunum? Bráðlega heyrði ég dýr veina aftur, og þar sem ég gerði ráð fyrir, að þetta væri púman, sneri ég mér við og gekk í öfuga átt við hljóðið. Þá kom ég niður að læknum, steig yfir hann og ruddi mér veg upp gegnum kjarrið hinum megin. Ég hrökk við, þegar ég sá stóran, skæran, skarlatsrauðan blett á jörðinni, og þegar ég gekk þangað sá ég, að það var sérkennilegur sveppur, sem var greinóttur og báróttur eins og laufgaður mosi, en mýktist og varð að slími, ef tekið var ó honum. Og einnig rakst ég á hvimleiðan hlut í skugga nokkurra stóreflis burknaplantna, en það var dauð kanína, sem moraði í gljáandi flugum. Kanínan var enn volg, og hausiún var slitinn af. Ég stansaði steinhissa, þegar ég sá blóðsletturn- ar um allt. Hér var að minnsta kosti búið að sjá fyrir einum af gestum eyjarinnar. önnur merki um ofbeldisverk sáust ekki þarna. Það var eins og kanínan hefði allt í einu verið þrifin og drepinn. Og á meðan ég starði á litla, loðna líkamann, kom upp sú spurning, hvernig farið hefði verið að þessu. Sá óljósi ótti, sem ég hafði verið haldinn, síðan ég sá ómennskt andlit mannsins við lækinn, varð greinilegri, á meðan ég stóð þarna. Eg fór að skilja, hve djarfur leiðangur minn meðal þessa óþekkta fólks var. Skógurinn í kringum mig breyttist eftir því, sem imyndunar- afl mitt bauð. Sérhver skuggi varð að einhverju meira en skugga, varð að fyrirsát, sérhvert skrjáf varð að ógnun. Ösýnilegar verur virtust hafa gætur ó mér. Ég afréð að fara aftur til garðsins á ströndinni. Ég sneri burt og tróð sjálfum mér af afli — kannski jafnvel æðislega — gegnum runn- ana, í ákefð minni að komast á ber- svæði aftur. Ég staðnæmdist einmitt á því augnabliki, sem ég var að komast út á opið svæði. Það var eins konar rjóður i skóginu og hafði myndast við hrun. Jurtaspírur voru þegar farnar að þjóta upp til að berjast um hið auða rými, og lengra í burtu tók við þéttur vöxtur stilka, vínviðar- teinunga, sveppa og blómjurta. Fyrir framan mig sátu þrjár undar- legar mennskar verur á hækjum sér á leifum gamals trés, þöktum sveppum, og þær höfðu enn ekki orðið mín varar. Ein þeirra var bersýnilega kvenmaður. Hinar tvær voru karlar. Þau voru nakin að öðru leyti en þvi, að um mittið höfðu þær sveipað rauðum dúk, og húð þeirra hafði sérkennilegan brúnleitan lit- blæ, sem var ólikur litarhætti þeirra villimanna, sem ég hafði séð fram að þessu. Andlit þeirra voru feit og hökulaus, ennin hölluðust aftur, og hórið var lítið og strítt. Aldrei fyrr hafði ég séð svo dýrslega menn. Þeir voru að tala, eða að minnsta kosti var einn mannanna að tala við hina tvo, og allir þrír höfðu haft of mikinn áhuga ó samræðunum til að heyra skrjófið í mér, þegar ég nálgaðist. Þeir sveigðu höfuð og herðar til hliðanna. Orð þess, sem talaði, komu komu þvogluleg og vipruvararleg, og þótt ég gæti heyrt þau greinilega, gat ég ekki skilið, hvað hann sagði. Mér virtist hann vera að fara með eitthvert flókið bull. Bráðlega varð fram- burður hans hvellari, og hann rétti út hendurnar og stóð á fætur. Þá fóru hinir að þvogla í kór, og þeir stóðu líka upp, réttu út hendurnar og sveigðu líkamfna í takt við söng sinn. Þá tók ég eftir því, að fótleggir þeirra voru óeðli- lega stuttir og fæturnir horaðir og klunnalegir. Allir þrir fóru að hreyfa sig i hring og lyftu og stöppuðu niður fótunum og veifuðu hand- leggjunum, hin háttbundna fram- sögn þeirra varð að eins konar sönglagi, og heyra mátti viðkvæði, sem hljómaði eins og ,,Aloola” eða Baloola.” Augu þeirra fóru að tindra, og hinn ljóti svipur þeirra varð bjartari og bar vitni um undarlega ánægju. Munnvatn lak út úr varalausum munnum þeirra. Meðan ég var að horfa á hið afkáralega og óútskýranlega lát- bragð þeirra, varð mér allt í einu fullljóst i fyrsta sinn, hvað hafði vakið viðbjóð hjá mér, hvað hafði gefið mér hinar tvær ósamstæðu og ósamrýmanlegu hugmyndir um eitthvað framandi og þó líka eitt- hvað furðulega kunnuglegt. Ver- urnar þrjár, sem tóku þátt i þessari leyndardómsfullu helgiathöfn, voru TRABANT UMBOÐIÐ INGVAR HELCASON Vonarlandi v 'Sogoveg — Simar 84510 og 8451 1 „Mér er mikið ánægjuefni að staðfesta að Trabant Station 1976 er ég keypti hefur kom- ið mér þægilega á óvart með hagkvæmni i rekstri. Billinn fer vel á vegi og er sérlega snarpur i akstri. Trabantinn fer meö benzfn fyrir kr. 1.470 til 1.540 á 418 km vegalengd, sem ég ekoft, en þurfti áöur — meðan ég átti nýj- an lúxusbfl — aö greiöa kr. 10.500 á sömu vegalengd. Aö iok- um: Stillingar og önnur þjónusta fyrirtækisins Ingvar Heiga- sonh.f. hefur reynztmér bæöilipur og örugg. " Leifur Núpdal Karlsson Starhólma 2, Kópavogi (Y-1419). 9. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.