Vikan


Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 37

Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 37
bara að vona að þessi tilfinninga- doði héldist. Bílstjórinn minn reyndist vera hr. Bartola, eigandi bifreiðastöðv- ar og áreiðanlega nytsamur maður að þekkja. Hann talaði ágœta ensku og spurði kurteislega, hvert ég óskaði að fara. „Ég veit það ekki," sagði ég efablandinn. ,,Á eitthvert hótel, en ég á hvergi bókað herbergi. Held- urðu, að nokkuð sé laust við Xlendiflóa?” Þar í grennd hafði faðir minn lagt skútunni inni, eða svo hafði lög- fræðingurinn hans sagt. „Xlendiflóa?" át Bartola upp eftir mér. „Já, áreiðanlega. Ferða- mannatíminn er nánast á enda, þannig að þú ættir auðveldlega að geta fengið herbergi þar. Við skul- um fara og athuga málið.” Þetta var vingjarnlegur maður, og hann ók á jöfnum hraða og benti mér annað slagið á útsýnið. Ég hafði aldrei áður séð Xlendi- flóa, en hann var mjög fallegur. Þarna var ágætis höfn frá náttúr- unnar hendi, klettar beggja vegna, og sjórinn gekk inn um stóra klauf og upp ó sendna ströndina. Segl- skútur lágu þarna við festar, og ég svipaðist um eftir Francine, skútu föður míns sáluga, en hún var hvergi sjáanleg. Ég yrði að spyrjast fyrir um hana. „Eigum við ekki að reyna fyrir okkur ó Hótel Tramonto?” sagði Bartola. „Það er mjög nýtískulegt hótel, og þar efra er mun svalara loft.” Stúlkan í móttökunni bauð mér eins manns herbergi með svölum og sér baði. Verðið var að vísu hærra en ég hafði gert ráð fyrir, en ég var ekki í neinu skapi til þess að prútta, og ég kvaddi hinn elskulega hr. Bartola. Hann afhenti mér nafn- spjaldið sitt, svo að ég gæti pantað hjá honum bilaleigubíl, ef ég skyldi þrufa á honum að halda. Ég átti svo sem ekki von á því, en hann brosti breitt og virtist vita betur. Vikapiltur tók töskuna mína og visaði mér upp á herbergi. Af svöl- unum var gott útsýni yfir flóann, og ef ég hallaði mér yfir handriðið, sá ég lengst út á sjó. Herbergið var notalega loftkælt. Ég lokaði dyrunum og læsti, fegin að vera nú loksins ein eftir allt ferðalagið. Ég fór í sturtubað, en ætlaði síðan að fá mér stuttan sundsprett á eftir. Þó gat ég ekki stillt mig um að halla mér aðeins út af á rúmið, og það liðu einungis fáeinar mínútur, þar til ég var sofnuð. Löngu seinna hrökk ég upp með andfælum, og ég heyrði háværar raddir. Það var komið kvöld, og hrópin komu frá fiskimönnum, sem voru að setja bóta sína til hlunns. 9. TBL. VIKAN37 Barirnir meðfram höfninni voru upplýstir, fólk var þar á stjái, glaðværð rikti yfir öllu og ég heyrði óminn af músík alla leið upp í herbergi til mín. Xlendiflói hafði allur lifnað við þarna i kvöldgol- unni. Faðir minn hefði kunnað því illa að vita af mér sýtandi, og þess vegna fór ég ofan og ætlaði að fá mér að borða. Ég var í kjól, sem var rósrauður, blár og grænn að lit. Mér var strax vísað að besta borðinu úti við glugga. Komið var með vel kælda flösku af víni. Þjónn dró úr henni kork- tappann og hellti i glas handa mér. Siðan rétti hann mér matseðil, brosti og renndi dökkum augunum yfir borðið til þess að ganga úr skugga um, að allt væri eins og það ætti að vera. Ég var enn að skoða matseðilinn, þegar ég heyrði rödd segja: „Ég vona, að allt sé i lagi?” Ég þekkti vel þessa rödd, en var hissa, enda virtust sjálf orðin frekar tilheyra yfirþjóni. Rödd yfirþjóns er þó venjulega ekki svona glað- hlakkaleg. Ég leit undrandi upp, og þarna stóð þá Randal Jarvis. Svo skotraði ég augunum yfir salinn, en leit síðan aftur á Randal. „Vinnur þú hérna?” spurði ég. „Já,” svaraði hann og brosti. Sólblómaaskjan sómir sér vel á matarborðinu. En askjan má aöeins vera á matarborðinu meöan veriö er aö nota hana. Sannleikurinn er sá, aö Sólblóma er viökvæm vara, sem veröur aö geymast á köldum staö. úr Vinsamlegast hafiö í huga, aö Sólblóma þjónar því hlutverki aö styrkja heilsufar yöar. Sem heilsu- gjafi á Sólblóma aöeins skiliö rétta meðferð. Gevmiö þvi Sólblóma ávallt á köldum staó. • smjörlíki hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.