Vikan


Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 38

Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 38
Ilnilurinn 2l.m;ir\ 20.njiril %nulio 2l.npril 2l.nnii T\íhuriirnir 22.mui 2l. juni Þú ættir ekki að draga það að gera nokkrar áætlanir fyr- ir nánustu framtíð, ef þú vilt ekki eiga það á hættu að verða fyrir vonbrigðum. Heillalitur er fjólu- blátt. Ef þér finnst þú bera of þunga byrði á baki, ættirðu ekki að láta það á þig fá, því sá sem ekkert leggur á sig, ber heldur ekkert úr býtum. Happatala þin er átta. Þú verður fyrir mikl- um freistingum í vik- unni, og þvi miður bendirallttil þess, að þú verðir ekki maður til þess að standast þær allar. Lærðu samt af yfirsjónum þínum. krahhinn 22.júní 23.júlí Þú munt verða áþreifanlega var við það, að ákveðin manneskja vill kynn- ast þér nánar. Í fyrstu kann þér að virðast, að þetta sé óspennandi, en þar skjátlast þér. Iijúni'1 2-f.júlí 24. ÚJÍÚM Gerðu ekki uppskátt um raunverulegar til finningar þínar, ef það hefur truflandi áhrif á þá, sem þér eru kærastir. Þú ættir að halda þig heima við á kvöldin >lc)jan 2l.ájtiisl 2.>.scpl. Þetta verður fremur tilbreytingarsnauð vika, einkum, ef þú reynir ekkert til þess að koma lífi í tusk- urnar. Þú virðist sniðganga einn af meðlimum fjölskyld- unnar. Vii(iin 24.sepl. 2,V.okl. Sporútlrckinn 24.»kl. ,'U.nm. Bo{fmaúurinn 24.nú%. 2l.tlcs. Þú ættir að snúa þér að verkefni, sem þú hefur hingað til látið sitja á hakanum. Mánudagurinn er dá- lítið varasamur fyrir þig, einkum hvað snertir fjármálin. Kona, sem þú þekkir litilsháttar, kemur talsvert við sögu þina í þessari viku. Líklegt er, að þú kunnir ekki í fyrstu að meta hana, en brátt rennur upp ljós fyrir þér. Þetta verður fremur tíðindalítil vika. Þú munt sitja mikið heima og una þér vel. Allt bendir til þess, að einveran hafi góð áhrif á þig. Reyndu að nota tíma þinn vel. Sleingeilin 22.des. 20.jan. Þú munt tefla á tvær hættur í sambandi við mál, sem þér hefur verið mjög kærkomið undan- farnar vikur, og ef að líkum lætur mun allt fara vel. Happalitur er rósrautt. Valnsbcrinn 2l.jan. lú.fcbr. Ef þér leiðist heima skaltu umfram allt reyna að komast að heiman og skapa þér einhverja tilbreyt- ingu. Þér gefst tæki- færi til að launa vini þínum gamlan greiða. Fiskarnir 20.fcbr. 20.mars Amor verður mikið á ferli, einkum meðal fólks milli fimmtán ára og þrítugs. Gættu þín á gesti, sem gæti heimsótt þig á mánudags- eða þriðjudagskvöldið. ,,Ég á þetta hótel.” Undrunarsvipurinn hlýtur að hafa frostið á andliti mínu. Þetta var bróðir Nonis, sonur Edgars Jarvis. Ég hafði ekki minnstu löng- un til þess að umgangast neinn úr þeirri fjölskyldu. Hvernig átti ég að forðast Michael, ef Noni væri alltaf einhvers staðar nærri? Ég varð óttaslegin, og Randal sá það strax. ,,Má ég?” sagði hann og settist gegnt mér. Hann gerði smell með fingrunum, og nær samstundis var komið með annað glas. Hann hellti í glasið, klingdi því siðan í mitt, og það var engu líkara en hann hefði lesið hugsanir minar. ..Bragðaðu vinið, Alexa. Skyldfólk mitt er hér hvergi nærri. Það býr á Gozo, en ekki á mínu hóteli.” ,,Ö...” Þessi upphrópun virtist einhvers konar gleðiandvarp, en svo varð mér aftur hugsað til þess, að Noni var systir þessa manns. Ég hafði verið ófyrirgefanlega ókurteis. ,,Mér þykir þetta leitt, en ég ætlaði ekki...” Ég þagnaði, er ég sá Randal horfa hæðnislega á mig. ,,Vertu ekki að biðjast afsökunar. Ég bý ekki hjá fjölskyldu minn vegna þess, að ég kýs að hafa það þannig.” Hann sagði þetta dapurlegri röddu, og af einhverri ástæðu kom það illa við mig. Þótt ég kynni vel við Randal gat ég ómögulega treyst honum. Hann var af Jarvisfjölskyldunni, og þegar hann sagði: Langar þig ekki að fara út og skoða lífið?” svaraði ég þvi til, að ég ætlaði að fá mér stuttan göngutúr, en fara síðan beint í háttinn. Honum virtist létta við þetta og sagði kurteislega: ,,Já auðvitað. Þú hlýtur að vera mjög þreytt.” Úti á veröndinni var enn hlýtt, en komin dálítil gola. Ég gekk niður nokkur þrep og kom þá á stíg, sem lá í áttina að flóanum. Skvaldrið frá hótelinu dó smám saman út. Siðan kom ég að snarpri beygju, og þar fyrir handan var slétt flöt. Á flötinni var steinbekkur, og þaðan var ágætt útsýni. Þarna á bekknum sat maður, og glóð frá sígarettu lýsti sem snöggvast upp andlit hans. Ég horfði á hann og skammaðist mín fyrir, að ég skyldi halda, að þetta væri sami maðurinn og mér hafði virst hafa gætur á mér á Luqaflugvelli. Ég er orðin ímynd- unarveik, sagði ég við sjálfa mig, en samt hraðaði ég för minni. Ég stansaði andartak og lagði við hlustirnar, en þegar ég heyrði ekkert fótatak að baki mér, hægði ég á ferðinni, og loksins var ég komin á götu, sem lá meðfram sjónum. Bátar af öllum stærðum og gerðum lágu þarna við festar. Framundan voru upplýstir barir og verslanir Xlendiþorps. Þar var krökkt af fólki, hávaðasöm tónlist og dillandi hlátur. Ég hvarf í mannþröngina og fannst notalegt, að enginn þarna skyldi þekkja mig. Á gangstéttinni var kona að selja knipplinga. Hún sýndi mér borð- dúka, mottur og vasaklúta, kvað þetta vera miklu betra en ég gæti fengið annars staðar. Ég brosti og útskýrði, að ég væri ekki með neina peninga á mér. ,,Þú kemur aftur,” sagði hún ákveðin, ogég lofaði þvi. Síðan hélt ég áfram og kom þá auga á unga konu. Hún himdi þarna í skóti og var dapurleg á að lita. Hún brosti ekki, þegar ég gekk framhjá, og í augum hennar brá hvorki fyrir forvitni né athygli, en enguaðsiðurvarégsannfærðum, að hún þekkti mig. Sú undarlega tilfinning, að nær s töðugt væri fy lgst með mér, hafði varla yfirgefið mig siðan ég kom til Gozo. Ég fékk mér sæti á útikaffihúsi og pantaði ávaxtadrykk. Ég reyndi að hugsa sem minnst um gönguferðina heimá hótelafturogþað, að ég skyldi þurfa að ganga framhjá manninum á bekknum. Ég býst við, að undir niðri hafi ég verið að vor.a, að ég kæmi auga á Michael Brent, fyrrverandi unnusta minn, eða jafnvel, að Randal hefði veitt mér eftirför. Ég var mér að minnsta kosti meðvitandi um þá fáránlegur aðstöðu, sem ég var í, og ég borgaði reikninginn ogbjóst til að fara. Mér til mikils léttis reyndist maðurinn á bekknum farinn, en ég kom auga á nokk-a sígarettustubba. Þegar ég bað um lykilinn heima á hóteli, rétti stúlkan í móttökunni mér lítinn miða. Á honum stóð aðeins þetta: ,,Hr. MichaelBrent hringdi.” Ekkert annað. „Engin sérstök skilaboð?” sagði ég- „Nei, hr. Brent spurði einungis, hvort þú byggir ekki hér,” ansaði stúlkan. „Ég innti hann eftir frekari skilaboðum, en hann kvað þau óþörf.” Á meðan ég beið eftir lyklinum fór ég að hugsa um, að þessi upphringing gæti áreiðanlega ekki verið persónu- legseðlis. Honum fyndist hann sjálf- sagt á vissan hátt bera áby rgð á mér, bæði vegna einstæðingsskapar míns og einnig vegna þess, hversu sam- band okkar hafði verið náið. Og svo var það hitt, að hann hafði kaupanda að húsi föður míns. En hvað það snerti yrði hann fyrir vonbrigðum. Mérláekkertá að selja. Auk þess væri það blátt áfram óviðeigandi að auglýsa hús til sölu, sem faðir minn hafði ekki einu sinni lokið við að endurbyggja. Eftir ótrúlega væran nætursvefn fór ég ofan til morgunverðar. Ég var varla sest, þegar viðfelldinn maður 38VIKAN 9. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.