Vikan - 30.03.1978, Side 2
Þar ríkir dhugi
og ánœgja
íslendingar virðast fæddir til að njóta leiklistar, ekki bara sem áhorf-
endur, heldur ekki síður sem þátttakendur. Um allt land eru starfandi
áhugaleikfélög, sem vinna ómetanlegt menningarstarf hvert á sínum
stað. Margur skyldi ætla, að þeim mun auðveldara væri um slíka
starfsemi, sem hún er nær höfuðborginni og þeim mun styttra að sækja
aðstoð í leikhúsin. En þá vill stundum skorta áhorfendur, þeir vilja heldur
sjá það, sem stóru leikhúsin bjóða upp á. En áhugann er erfitt að drepa.
13. tbl. 40. árg. 30. mars 1978
Verð kr. 450.
VIÐTÖL:
8 Úr hárgreiðslunámi í lög- fræðinám. Viðtal við hjónin Sólveigu Guðmundsdóttur og Erík Óskarsson.
GREINAR:
2 Þar ríkir áhugi og ánægja. Um áhugaleiklist í Mosfellssveit.
16 Umhverfis jörðina í fjótán veislum, 13. grein eftir Jónas Kristjánsson: Gamla Bretland í London.
44 Ást þeirrá sigraði. Grein um Olgu Fikotovu og Harold Conolly.
SÖGUR:
18 Morð úr gleymsku grafið. 11. hluti framhaldssögu eftir Agöthu Christie.
38 Milli vonar og ótta. 5. hluti framhaldssögu eftir Mary Sergeant.
48 Besti eiginmaðurinn. Smásaga eftir Brendu Lowery.
FASTIR ÞÆTTIR:
6 Vikan kynnir: Töskur við allra hæfi.
12 Mestum fólk.
14 Pósturinn.
22 Mig dreymdi.
23 Heilabrotin.
25 Myndasögublaðið.
35 Tækni fyrir alla.
36 í miðri viku.
40 Stjörnuspá.
47 í næstu Viku.
51 Poppf r æð ir i t ið: Linda Ronstadt.
53 Matreiðslubók Vikunnar.
Vikunni gafst kostur á að
kynnast lítillega starfsemi eins
slíks áhugaleikfélags, Leik-
félags Mosfellssveitar, ^em að
undanförnu hefur sýnt barna-
leikritið ,,Mjallhvít" í .
Hlégarði. Við brugðum okkur
á sýningu hjá þessu áhuga-
sama og duglega fólki, sem
virtist hafa uppskorið laun
erfiðis síns að þessu sinni.
Leikfélag Mosfellssveitar er
mjög ungt félag, stofnað 8.
nóvember 1976. En það er
ekki þar með sagt, að
leiklistarstarfsemin hafi legið
niðri, þó ekki væri til leikfélag,
því áður fyrr hafði Ungmenna-
félagið veg og vanda af slíkum
uppákomum. Til dæmis hafði
það séð um að setja upp
leikritið ,,Önnur veröld," sem
sýnt var á árinu 1976. Árið
1977 sýndi svo Leikfélagið í
Mosfellssveit ,,Ósköp er að
vita þetta," en sökum
dræmrar aðsóknar urðu
sýningar ekki margar á því
leikritL
Og nú hefur Leikfélagið
ráðist í annað verkefni sitt á
sviði, og sem betur fer gekk
sú sýning vonum framar,
aðsókn var góð, og má
fullyrða, að allir áhorfendur
hafi unað glaðir við sitt. Það
var hið sígilda leikrit
„Mjallhvít," eftir Margarete
Kaiser f þýðingu Stefáns
Jónssonar, sem ráðist var í að
setja upp í þetta sinn. Leikrit
þetta var helgað yngri kyn-
slóðinni, og leikendur voru allir
úr Mosfellssveit. Og það er
von aðstandenda
sýningarinnar, að nú hafi þau
sýnt og sannað íbúum
Mosfellssveitar, að þörf sé á
menningarlegu sjálfstæði í
byggðarlaginu.
Það var Sigrtður Þor-
valdsdóttir leikari sem annaðist
leikstjórnina, bæði í fyrra og í