Vikan


Vikan - 30.03.1978, Qupperneq 8

Vikan - 30.03.1978, Qupperneq 8
ÚR HÁR GREIÐSL U ÍLÖGFRÆÐI Eiríkur og Sólveig heita þau. Hann er hárgreiðslumeistari, og hún œtlaði að feta í sömu spor, en eftir þrætustund í Iðnskólanum innritaði hún sig í öldunga- deildina, lauk stúdentsprófi á þremurárum og stundar nú lögfræðinám af krafti. Eiríkur hefur stutt hana með ráðum og dáð, og þau hafa bœði sýnt feikna dugnað. Þau eiga þrjú börn, sem stunda sitt nám af kostgæfni, og þau kenndu foreldrunum að meta klassíska tónlist. Að Akurholti 10 í Mosfellssveit búa hjónin Eiríkur Óskarsson og Sólveig Guðmundsdóttir ásamt þremur börnum, sem heita: Sygin, 12 ára, Signý, 11 ára, og Óskar, 8 ára. Foreldrar Eiríks eru Óskar Árnason rakari og Steinunn Eiríksdóttir, en foreldrar Sólveigar eru Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur, og Anna Júlíusdóttir. Okkur langaði að kynnast þeim nánar vegna þess að við höfðum frétt, að Sólveig hefði sýnt mikinn dugnað í námi, og saman hafa þau á skömmum tíma komið á fót hárgreiðslustofu og byggt einbýlishús i Mosfellssveit. — Þú hefur fetað í fótspor föðurins, Eiríkur. 8VIKAN 13. TBL

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.