Vikan


Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 10

Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 10
vinna öll heimilsstörf saman, þó ekki bætist við að vinna saman! Sólveig: Við vinnum nú samt saman á stofunni tvo daga í viku. — Varstu viss um, að þér tækist að ná stúdentsprófi. Sólveig: Já, þetta er áfangakerfi og ég vissi, að ég gæti með dugnaði hespað þessu af, og ég gerði það, — lauk þessu á þremur árum í stað fjögurra, sem er algengast. — Voru ekki öll börnin fædd á þessum tima? Sólveig: Jú, og þá vorum við hka að byggja, svo ég fór stundum á kvöldin upp í hús að hreinsa timbur og fleira. Eiríkur: Þetta var heljarmikið átak. Sólveig: Mér fannst erfiðara að vera í öldungadeildinni en háskólanum, því • ég var í tímum á kvöldin. Mér var ekkert um það gefið að vera að heiman á kvöldin eftir að hafa verið að allan daginn á hárgreiðslustofunni. Fluttu í húsið í miðju stúdentsprófi — Þetta hefur ekki verið að sliga ykkur, þegar verst lét? Eiríkur: Nei, en þó var ansi erfitt hjá okkur um það leyti, sem við vorum að flytja inn, og vixlarnir og skuldirnar helltust yfir okkur, allt hurðalaust og vantaði alit til alls. Sólveig: Við fluttum inn, þegar ég var í stúdentsprófinu. Eg gekk inn með bókahlaðann, fór beint inn í herbergi og hélt áfram að lesa! Þetta var ansi stíft. — Ákvaðstu þá strax að fara í lögfræðina? Sólveig: Já, ég var búin að ákveða það siðasta veturinn fyrir stúdentspróf — ég hef alltaf haft áhuga á húmanistískum greinum og var að hugsa um sögu eða islensku, en áleit samt, að lögfræðin væri spennandi, og ég sé ekki eftir að hafa valið hana. Eg klára fyrsta hlutann í vor. — Ertu ekki orðin þreytt á lestri? Sólveig: Jú, stundum, og þá einkanlega sjálfum próflestrinum. Fyrsta árið var ansi erfitt, og þar sem ég vissi, að þeir myndu á fyrsta ári feila a.m.k. helming nemenda í prófi í almennri lögfræði, þá lagði ég hart að mér. Ég slapp i gegn, en þeir felldu 60- 70% nemendanna sem þreyttu þetta próf. Þetta bendir til að það sé óopinbert verið að loka deildinni. Eirikur: Æth þreytan sé ekki helst fólgin í því að henni finnst hún vanrækja börn og heimili. En ég er lika stundum þreyttur á próflestri! Þá þarf ég að fara heim að malla og sjá um heimilið, meðan Sólveig er að lesa í háskólanum. Við vinnum öll heimilisstörf saman, og börnin eru þar ekki undanskilin. Ekki má gleyma þætti ammanna, sem voru óþreytandi við barnapössun og gaukuðu að okkur ótal máltíðum. Þetta myndi ekki geta gengið öðru vísi, og það verður langt í það, að ég kaupi húsbóndastól! — Hvernig bjargast krakkarnir, meðan þið eruð úti að vinna eða læra? Sólveig: Þau eru yfirleitt lengi í skólanum, og að auki eru þau öll í tón- listarskóla, þannig að vinnudagur þeirra er býsna langur. Þau koma yfirleitt ekki heim fyrr en um þrjúleytið og sjá um sig sjálf, þar til við komum. Þau eru líka í frjálsum íþróttum, þannig að þau hafa engan tíma til að láta sér leiðast. Kom ekki til hugar að þau gætu eignast húsið — Eiríkur, viltu segja mér hvernig þið klufuð að eignast þetta hús? Eiríkur: Mér datt aldrei í hug, að við kæmum þessu upp, svo ég reyndi að selja lóðina og teikninguna, sem Benjamín Magnússon, arkitekt, góður vinur okkar, gerði. Það hafði enginn áhuga á kaupum, svo ég ákvað að grafa fyrir húsinu, og i framhaldi af því ákvað ég að byrja á plötunni. Ekki bólaði á neinum kaupanda, svo ég ákvað að gera húsið fokhelt, en þegar byrjað var að reisa, fórum við fyrst að hugsa um það í alvöru að reyna að halda húsinu. Þetta gekk einhvern veginn, en ekki má gleyma því, að pabbi hjálpaði mikið til. Hann hefur staðið í því að byggja tvisvar sinnum og er forkur duglegur. Tengdapabbi er byggingarverkfræðingur, og hann aðstoðaði okkur líka. Þetta var sem- sagt hægt með góðra manna hjálp og mikilli vinnu. Það liðu nærri tvö ár frá þvi við byrjuðum, þar til við fluttum hér inn. Við sluppum nokkuð vel frá þessu kostnaðarlega séð, og það byggist á því, að við þurftum ekki, vegna byggingarsamþykktarinnar hér í sveitinni að kaupa rándýra iðnaðar- menn með meistaraálagi. — Hvenær stofnsettuð þið hárgreiðslustofuna Hödd? Eiríkur: 1972. Þá hætti ég í Greiðunni, sem pabbi, ég og systir mín áttum saman og rákum i eigin húsnæði á Grettisgötunni. Við eigum núna hálft húsnæðið, á móti systur minni, sem Hödd er í í dag. Sumir eru hissa á þessu nafni, sem þýðir hárprúð kona og er rammíslenskt nafn, frá því í fornöld. Þessi klassísku fegurðardrottningaáhugamál.... — Þið hafið gert feykilega mikið á stuttum tíma. Eirikur: Ætli vinnuvikan hafi ekki að jafnaði verið 100 tímar hjá okkur, meðan á öllu þessu stóð, vinnutimi frá 9-12 á kvöldin dag eftir dag. En það var hrein afslöppun að fara úr hárgreiðslu í byggingarvinnu og fá sér frískt loft eftir lakkmengað loftið á stofunni. Við þurfum að drífa í einhverju svona aftur til að halda heilsunni! Sólveig: Fá okkur hesta.... Eiríkur: Einmitt, við ætlum að sækja um lóð undir hesthús, þó við höfum ekki efni á þvi eins og stendur, en ætli við byrjum ekki á sökklunum og sjáum svo til! — Það þarf varla að spyrja að því, hvað þið gerið í frístundum? Eirikur: Við höfum mjög gaman af að ferðast á sumrin, en annars er ég bara latur, ef einhver fristund er á veturna. Við hlustum mikið á músík, og ég fer á allar málverkasýningar, sem ég kem við að sækja — þetta eru þessi klassísku fegurðardrottninga- áhugamál! — Hefurðu lengi haft áhuga á myndlist? Eirikur: Já, og ég þurfti oft að sitja á mér með að festa ekki kaup á myndum, en ég ákvað einu sinni að kaupa ekki mynd fyrr en ég gæti hengt hana á eigin vegg. Nú erum við búin að kaupa þrjár myndir eftir Gunnar Örn, eina eftir Hring Jóhannesson og tvær eftir Magnús Kjartansson. Það er dáhtið gaman að segja frá þvi, að i sambandi við tónlistaráhuga okkar, þá höfðu börnin ekki frið fyrir poppáhuga föðurins.... Sólveig: Við höfðum mestan áhuga á þungu rokki, en börnunum fannst htið til um þá músik. Eiríkur: Börnin hafa alltaf haft meiri áhuga á klassík en poppi, þveröfugt við okkur, en þau bara heilaþvoðu okkur, og nú er svo komið, að við kaupum aðeins klassíska tónlist. Börnin ólu semsagt upp foreldrana á þessu sviði! Permanent karlmanna — Svo við snúum okkur að hárgreiðslu, þá eru piltar farnir að fá sér permanent í stórum stíl. Þorði nokkur karlmaður að láta sjá sig á hárgreiðslustofu fyrir nokkrum árum? Eirikur: Þegar siða hárið komst i tísku, voru rakararnir ákveðnir i því að viðhalda stutta hárinu, hvað sem það kostaði og þessi afstaða leiddi til þess, að þeir misstu stóran hóp viðskipta- manna inn á hárgreiðslustofurnar. Þeir hafa nú breytt um afstöðu, en samt sem áður er alltaf allstór hópui karlmanna, sem hefur viðskipti við hár- greiðslustofur. — Ég hef dáðst að hugrekki þeirra, 10 VIKAN 13. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.