Vikan


Vikan - 30.03.1978, Page 14

Vikan - 30.03.1978, Page 14
PÓSTIRIW Lögreglunám Kæri Póstur! Ég veit ekki, hvort þú getur svarað þessum sþurningum, en ég vona, aðþú sért svo klárí kollinum að geta svarað þeim... Héma koma sþurningamar: 1. Hvað þarf maður að vera búinn að læra mikið til þess að ganga í lögregluna? 2. Hvað þarf maður að vera gamall til að ganga í lögregluna? 3■ Þarf maður að ganga í einhvem sér- stakan skóla til þess að verða lögregla? 4. Ef svo er, hvað kostar þáþað nám? 5. Hver er haþþalitur, haþþadagur, haþþa- steinn og haþþatala þeirra, sem eru fæddir 2. júní? Og svo kemur önnur sþurning varðandi lögreglunám: Hvað þarf maður að vera stór til þess að ganga í lögregluna? Svo koma gömlu, góðu sþumingamar: Hvað heldurðu, að ég sé gömul? Og hvað eru margar stafsetningar- villur í bréfinu??? Ein héðan. Eftirtalin skilyrði þarftu að uppfylla til þess að geta hafið nám í Lögregluskóla ríkisins: Þú þarft að vera ráðinn (starfandi) lögregluþjónn, vera á aldrinum 20-30 ára og líkam- lega hraust og heilbrigð. Þú þarft að hafa hreint saka- vottorð og auk þess gagnfræðapróf eða hliðstæöa menntun, þ.e. einhverja fram- haldsmenntun. Þú byrjar á að sækja um starf sem lögreglu- þjónn, og þegar þú ert ráðin, ferðu sjálfkrafa inn í Lögreglu- skóla ríkisins. Skólinn byrjar yfirleitt í október á haustin, og er þá í sex vikur. Eftir það er eins árs starfsþjálfun og síðan 18 vikur á skólaþekk. Frekari upplýsingar færöu á skrifstofu lögreglustjóra, s. 10200. Happatölur þeirra, sem fæddir eru 2. júní, eru 2 og 5, happadagur er miðvikudagur, happalitur er silfurgrátt, og um steininn veit ég ekki. Þú ert 14 ára, og það var ein villa í bréfinu. Eskifjörður og aftur Eskifjörður Elsku Póstur! Eg hef einu sinni skrifað þér áður, og þú birtir það bréf. Eg er þér þakklát fyrir það og vona, að þú birtir þetta líka. Þannig er mál með vexti, að það eru tvær stelþur í mínum bekk, sem tala ekki um annað en Eskifjörð og aftur Eskifjörð. Þær eru nefnilega svo ferlega skotnar í einhverjum strákum þar, og það virðist vera eitthvað ferlegt STUD, þú skilur. Þessa dellu þolir enginn ískólanum. Ég er mjög mikið með annarri stelþunni, og stundum talar hún ekki um annað en Eskifjörð, en stundum er hún skemmtileg. Hvemig á égaðfá þær til að hætta þessari dellu, slá þær utanundir eða hvað? Elsku Póstur, hjálþaðu mér. Með fyrirfram þakklætifyrirbirt- inguna. Gunna. P. S. Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldur þú, að ég sé gömul? Afsakaðu villumar. Þú ættir bara hreinlega að benda þeim á, að það sé enginn, sem nennir aö hlusta á þetta Eskifjarðartal, og þær komi bara til með að missa vini sína þarna, ef þær haldi þessu áfram, svo annaðhvort verði þær aö hætta þessu tali, eða flytja til Eskifjarðar. Ef þær láta sér ekki segjast, skaltu kaupa nokkra bómullar- pakka og bjóða öllum bómull i eyrun, þegar þær byrja á þessu tali sínu. Skriftin ber vott um mikla fljótfærni, og ég held þú sért 14-15 ára. Ekur eins og óður maður Kæri Póstur. Eg veit, að maður á ekki alltaf áð vera aðfárast yfir >■ smámunum. en nú er svo komið, að ég þoli ekki meira. Þannig er mál með vexti, að þegar maðurinn minn verður reiður, eða þegar eitthvað hvílir þungt á honum, þá öskrar hann ekki eins og aðnr eiginmenn, heldur hleyþur út í bíl og keynr eins og brjálæðingur um allan bæ. Fyrst eftir að við giftum okkur, þá kunni ég mjög vel að meta, að hann skyldi þó ekki skeyta skaþi sínu á mér, en núna þegar við höfum eignast börn og ábyrgðin er orðin meiri, þá er mér alls ekki fanð að standa á sama, því slysin eru jú alltaf að ske. Og t þessum ham er hann beinlínis stórhættulegur umhverfi sínu. Hann heldur þvífram, að það finnist ekki betri ökumaður en hann á öl/u Islandi, og ég er sammála honum íþví, — þegar hann er ekki í brjáluðu skaþi, þvíþá liggur hann bara á flautunni og bölvar öllum ,, hálfvit- unum" í umferðinni, sem eru aðflækjastfyrir honum. Elsku Póstur, hvað á ég að gera? Ekki get ég sigað lögreglunni á minn eigin mann. Ha? Mér þykir svo vænt um hann, og ég vil gríþa til einhverra róttækra aðgerða, ÁÐUR en eitthvað kemur fyrir, því annars myndi ég alltaf ásaka mig fyrir að hafa ekki gert eitthvað. Með kærri þökk fyrir birtinguna og öll þau góðu og notadrjúgu ráð, sem Pósturinn hefur gefið í gegnum árin. Astfangin eiginkona í vanda• ' Ég held, að eina ráðið, sem þú getur beitt,sem einfaldlega að tala alvarlega um þetta við hann, einhvern tíma þegar hann er í sérstaklega góðu skapi, eða þá yfir ,,rómantískum" kvöldverði, þar sem þið eruð einungis tvö ein. Þú verður að benda honum á það, að hann sé að gera nákvæmlega það sama og þegar drykkjumenn flýja á náðir flöskunnar, að það þlessist aldrei að skeyta skapi sínu á hlutum eða fólki, þegar manni líður eitthvað illa. Það er að flýja raunveruleikann. Nei, þá er miklu betra að nota hið þjóðkunna húsráð að taka sér góða bók í hönd, og verið þið viss, eftir nokkrar blaðsíður eruð þið búin að gleyma þessum augnaþliksæsingi, sem þið voruð í. Nú, ef þetta virðist ekki ætla að nægja til þess að sýna honum fram á, að bíllinn er aðeins samgöngutæki, gætir þú reynt að grípa til þess ráðs að lesa upphátt fyrir hann allar þær slysafréttir, sem birtast í blöðunum í þeirri von að hann geri sér grein fyrir því, að með gáleysislegum akstri ógnar hann lífi allra þeirra saklausu borgara, sem hann ekur fram hjá og sem ekkert hafa til saka unnið. Þokka- bótarplata Kæri Póstur. Eyrirgefðu ónæðið. Ég veit, hvað ég ergömul, í hvaða merki ég er og hver minn ástkæri er. Ein sþurning: Hvar er hægt að ná í fystu þlötu þeirra Þokkabótarmanna? Mig minnir, að hún heiti Uþþgjörið. Þakka allt gamalt og gott. 14VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.