Vikan


Vikan - 30.03.1978, Page 17

Vikan - 30.03.1978, Page 17
og ilmandi Montrachet-víniði var stór- kostlegt, sterkt, ilmandi og safaríkt, logagyllt að lit. Ilmur þess lá lengi i loftinu. Þetta var líka góður árgangur af allra besta hvítvíni Búrgundar og einu allra besta hvítvíni heims- ins. Flaskan kostaði £10,50. Montrachet er 19 ekru vínakur við þorpið Puligny í Vínakrar þess eru 160 ekrur að flatarmáli á hentugri malarjörð, eins og hjá Cantemerle. Ef til vill vorum við líka of snemma i Margauxdrykkjunni, þótt árgangurinn hafi verið góður. Hann er talinn eiga enn eftir að batna í fimm-sex ár, svo að undir lokin kann hann að verða betri en nágranninn frá Cantemerle. SMÁNARVERÐ Á STÓRVÍNUM Hálfflaskan af Cantemerle kostaði £3,50 og af Margaux £4,40. Þarna var líka hægt aö fá flösku af Latour 1969 á £6,20, Cheval Blanc 1967 ó £8,80 Haut-Brion 1967 á £8,80, Lynch-Bages 1961 á_ £11,20 Leoville-Lascases 1961 á £11,90, Grands Echézeaux 1970 á£8,50 og Romanée St- Vivant*1967 á £7,65. Veislan í Tate Gallery kostaði £13,25 á mann eða 5115 krónur, og hef ég hvorki fyrr né síðar sóað fé með jafnmikilli ánægju og tilfinningu fyrir því að hafa náð „varanlegum" verðmætum í staö peninga. Hér verðum við að slá botninn í heimsóknina í þetta frábæra veitingahús, sem reyndist vera hápunktur hnatt- ferðarinnar. i kvöld höldum við svo lokahát'rðina á Connaughc hóteli og segjum frá því í næsta tölublaði Vikunnar. Jónas Kristjánsson héraðinu Cote de Beaune. Akurinn snýr á móti austri og nýtur kvöldsólar til klukkan níu á sumarkvöldin. Chateau Cantemerle vínið var djúpt og ríkt og hafði náð mikilli blómaangan. Árgang- urinn, sem við fengum, er mjög góður, en á eftir að batna í tvö ár enn, svo að við vorum ef til vill fullsnemma á ferðinni. Cantemerle er í hreppnum Margaux í suðurhluta Haut- Medoc á svæði Bordeauxvína, 50 ekrur af víni. Samkvæmt flokkuninni frá 1855 er Can- temerle í fimmtu röð stórvína þessa svæðis , en nú segja sér- fræðingarnir, að það eigi heima í annarri röð. Chateau Margaux vínið var svipað, ákaflega vel ilmandi, en olli okkur að því leyti vonbrigð- um, að það skar sig ekki nógu vel frá Cantemerle-víninu. Margaux er nefnilega eitt af níu göfugustu vínbúum Bordeaux- svæðisins og talið framleiða eitt af heimsins bestu vínum. Margaux er svo frægt vínbú, að hreppurinn heitir eftir því. Umhverfisjörðina ífjórtán veislum 13. 13. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.