Vikan


Vikan - 30.03.1978, Síða 19

Vikan - 30.03.1978, Síða 19
AGÖTHU CHRISTIE „Ja, ég þekkti til hennar, ef svo má segja, og ég hef kannski séð henni bregða fyrir. En ég þekkti hana í rauninni ekkert, fyrr en ég fór að vinna hjá henni.” ,,Og þú kunnir vel við hana,” sagði ungfrú Marple. Edith Pagett sneri sér að henni. ,,Já, það gerði ég,” sagði hún. Það var eins og hálfgerð ögrun í rödd hennar. „Mér er alveg sama, hvað aðrir segja. Hún var mér alltaf eins góð og hægt var. Ég hefði aldrei trúað því, að hún myndi gera þetta. Ég varð alveg agndofa. Þótt ýmsar sögur hafi að vísu gengið.” Hún þagnaði snögglega og leit afsakandi á Gwendu. Gwenda talaði án þess að hugsa sig um. „Ég vil fá að heyra þetta,” sagði hún. „Þú mátt ekki halda, að mér mislíki neitt, sem þú segir. Hún var ekki móðir mín — ” „Það er auðvitað satt.” „Og skilurðu, okkur langar mikið til að — til að finna hana. Hún fór héðan — og enginn virðist hafa frétt neitt af henni síðan. Við vitum ekki hvar hún býr núna — eða hvort hún er yfirleitt á lífi. Og vegna vissra ástæðna — Moro „Henni þótti mjög vænt um þig. 0, já, hún fór oft með þig niður á ströndina og hún lék oft við þig í garðinum. Hún var sjálf svo ung, skilurðu. Eiginlega ekki annað en ung stúlka. Mér fannst oft, að henni þætti eins gaman að leikjunum og þér. Það má eiginlega segja, að hún hafi verið einkabarn, eða sama sem. Kennedy bróðir hennar var miklu, miklu eldri og alltaf á kafi í bókum. Þegar hún var ekki í heimavistar- skólum, þá þurfti hún að leika sér alein...” Ungfrú Marple, sem sat upp við vegginn, spurði þýðum rómi. „Þú úr gleymsku kom henni oft til að gráta. Lily var þjónustustúlka. Lily Abbott. Hún var ung stúlka og frekar frökk í framkomu og kannski svolítið léttúðug. Þeir voru margir leikimir, sem hún kenndi þér, ungfrú Gwennie. Þið földuð ykkur oft í stiganum.” Það fór hrollur um Gwendu. I stiganum... Allt í einu sagði hún. „Ég man eftir Lily. Hún hnýtti slaufu um hálsinn á kisu.” „Já, héma, en að þú skulir muna þetta. Það var á afmæhnu þínu og Lily fannst endilega að Thomas ætti að hafa slaufu. Hún tók slaufu af konfektkassa og Thomas varð alveg óður. Hann hljóp út í garð og nuddaði sér upp við runnana, þangað til hann náði henni af sér. Köttum fellur ekki slikt.” „Þetta var svartur og hvítur köttur.” „Alveg rétt. Aumingja Tommy gamli. Hann var duglegur að veiða mýs. Reglulegur músaveiðari.” Edith Pagett þagnaði og ræskti sig. „Þú verður að fyrirgefa hvað veður á mér. En það er gaman að rifja upp gamla daga. Þú ætlaðir að spyrja mig um eitthvað?” „Mér finnst gaman að heyra þig tala um þessa gömlu daga,” sagði „Henni þótti mjög vænt um þig. O-já, hún fór oft með þig niður á ströndina og hún lék oft við þig í garðinum. Hún var sjálf svo ung, skilurðu. Eiginlega ekki annað en ung stúlka. Mér fannst oft að henni þætti eins gaman að leikjunum og þér.... ” Gwenda. „Þetta er einmitt það, sem mig langar til að heyra. Ég var nefnilega alin upp hjá ættingjum mínum á Nýja Sjálandi og fólkið þar gat auðvitað aldrei sagt mér neitt um — föður minn og stjúpu mína. Hún — hún var indæl, var það ekki?” grafið hefur búið allan þinn aldur í Dillmouth, er það .ekki?” „O, jú, pabbi átti bóndabæ uppi í hliðunum, — Rylands, var hann alltaf kallaður. Hann átti enga syni, svo að þegar hann dó, gat mamma ekki haldið áfram búskapnum. Hún seldi bæinn og keypti litlu búðina við endann á High Steet. Já, ég hef búið hér alla mína ævi.” „Ég geri þá ráð fyrir, að þú sért vel kunnug öllum í Dillmouth?” „Já, þetta var auðvitað lítill staður þá. Þótt það hafi, svo lengi sem ég man, alltaf verið mikið um sumargesti hér. En þetta var rólegt og gott fólk, sem kom hingað ár eftir ár, en ekki þessir álparar, sem koma hingað núna. Þetta voru traustar og góðar fjölskyldur, sem höfðu sömu herbergin árum sam- an.” „Þú hefur sennilega þekkt Helen Kennedy áður en hún varð frú Halliday?” spurði Giles. Hún hikaði og Giles flýtti sér að bæta við, „Það eru ýmsar lagalegar ástæður. Við vitum ekki, hvort við eigum að álíta hana látna eða — eða hvað.” „Já, ég skil það vel. Manns frænku minnar var saknað — það var í stríðslok — og það voru heilmikil vandræði á sambandi við, hvort tilkynna ætti hann látinn eða hvað. Þetta var frænku minni mikið áhyggjuefni. Ef ég get eitthvað sagt ykkur, sem orðið getur að gagni, — það er ekki eins og þið séuð einhverjir ókunnugir. Ungfrú Gwennie og „ninurnar” hennar. Skrítið að þú skyldir kalla Jjær þetta.” t, „Það er vel boðið hjá þér að vilja hjálpa okkur,” sagði Giles. „Ef þér er sama, þá er best að við rekjum úr þér garnirnar. Frú Halliday fór að heiman í miklum flýti, var það ekki?” „Jú, það var mikið áfall fýrir okkur öll, — og sérstaklega fyrir vesaling ofurstann. Hann brotnaði alveg saman.” „Ég ætla að komast beint að efninu — veistu nokkuð með hverjum hún fór?” Edith Pagett hristi höfuðið. „Kennedy spurði mig einmitt að þessu — og ég gat ekki sagt honum það. Lily vissi það ekki heldur. Og 13. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.