Vikan


Vikan - 30.03.1978, Qupperneq 21

Vikan - 30.03.1978, Qupperneq 21
Giles loks. „Ætluðu þau að fara til Norfolk?” ,,Já. Þau voru búin að kaupa hús þar. Frú Halliday sagði mér það þrem vikum áður — áður en þetta gerðist ailt saman. Hún spurði mig, hvort ég vildi koma með þeim, þegar þau flyttu, og ég sagðist vilja það. Ég hafði heldur aldrei farið frá Dillmouth og fannst þess vegna ágætt að breyta til — og svo þótti mér líka vænt um fjölskylduna.” ,,Ég vissi ekki, að þau hefðu keypt hús'í Norfolk,” sagði Giles. ,,Já, það er nú einmitt það, frú Halliday vildi greinilega, að sem minnst fréttist um það. Hún bað mig að nefna þetta ekki við neinn, — svo auðvitað gerði ég það ekki. En hana hafði í nokkum tíma langað til að komast frá Dillmouth. Hún hafði lengi reynt að fá Halliday til þess, en hann kunni vel við sig í Dillmoth. Ég held meira að segja, að hann hafi skrifað frú Findeyson, sem átti St. Catherine, og spurt hana, hvort hún vildi selja húsið. En frú Halliday var mikið á móti því. Hún virtist allt í einu vera orðin svo afhuga Dillmouth. Það var næstum því eins og hún væri hrædd við að vera hér.” Hún sagði þetta ósköp eðlilega, en samt brá þeim, sem á hana hlustuðu, ónotalega við. „Heldurðu, að hún hafi viljað fara til Norfolk, til þess að vera nálægt þessum — þessum manni, sem þú manst ekki hvað heitir?” sagði Giles. Edith Pagett varð vandræðaleg á svip. „Ö, nei, það dettur mér ekki í hug. Nei, — það hvarflar ekki að mér að hugsa slíkt. Auk þess held ég að — ég man það núna — þau komu frá Northumberland, þessi hjón. Ég held það sé rétti staðurinn. Þeim fannst gott að koma hingað niðureftir, af því loftslagið er svo milt hér.” „Þú sagðir, að hún hafi verið hrædd við eitthvað, var það ekki? Eða við einhvem? Stjúpmóðir mín, meina ég,” sagði Gwenda. „Þegar þú segir það, þá man ég „Já?” „Einn daginn kom Lily inn í eldhúsið. Hún hafði verið að þrífa stigann og hún sagði „Andskot- ans”, það var það, sem hún sagði. Þú verður að fyrirgefa að ég segi svona ljótt, en það var ekki alltaf allt fallegt, sem hún Lily sagði. Ég spurði hana, hvað væri að. Hún sagði, að frúin og húsbóndinn hefðu komið utan úr garðinum og inn í dagstofuna, og þar sem hurðin fram í holið var opin, þá heyrði Lily hvað þau sögðu. „Ég er hrædd við þig,” hafði frú Halliday sagt. MORÐ tJR GLEYMSKU GRAFIÐ „Og ég heyrði líka, að hún var hrædd,” sagði Lily. „Ég hef lengi verið hrædd við þig. Þú ert bijálaður. Þú ert ekki heilbrigður. Farðu í burtu og láttu mig vera í friði. Þú verður að láta mig í friði. Ég er hrædd. Ég held að innst inni, hafi ég alltaf verið hrædd við þig...” Þetta var eitthvað þessu líkt — auðvitað man ég ekki nákvæmlega sömu orðin. En Lily, hún tók þetta allt mjög alvarlega, og þess vegna var það, þegar allt þetta gerðist, að hún — V Edith Pagett þagnaði snögglega. Hún varð undarlega skelfd á svip. „Ég meina, ég er viss um — ” sagði hún svo. „Fyrirgefðu, ég blaðra allt of mikið”. Giles sagði vingjarnlega: „Nei, haltu bara áfram Edith. Það er ákaflega mikilvægt, að við fáum að vita allt þetta. Þetta tilheyrir allt löngu liðnum tíma, en samt verðum við að vita þetta.” „Ég veit ekki,” sagði Edith áhyggjufull. „Hvað var það, sem Lily hélt — eða hélt ekki?” spurði ungfrú Marple. Eins og afsEikandi sagði Edith Pagett: „Lily var alltaf með alls kyns grillur í kollinum. Ég tók aldrei neitt mark á þeim. Hún fór mikið í kvikmyndahús og þaðan fékk hún margar furðulegar hug- myndir. Hún var einmitt í bíói, kvöldið sem þetta gerðist — og það sem verra var, hún fór með Layonee með sér — og það var illa gert og það sagði ég henni líka. „O, það er allt í lagi,” sagði hún. „Það ekki eins og barnið sé eitt heima. Þú ert niðri í eldhúsi, og hjónin koma heim seinna, og svo vaknar hún held- ur aldrei, þegar hún er einu sinni sofnuð.” En þetta var samt ekki rétt gert, og það sagði ég henni, enda þótt ég vissi ekki fyrr en eftir á, að Layonee fór með henni. Ef ég hefði vitað það, þá hefði ég gáð að henni — að þér á ég við, ungfrú Gwenda. Það heyrist ekkert inn i eldhúsið, þegar dyrnar eru lokaðar.” Edith Pagett þagnaði, en hélt síðan áfram: „Ég var að strauja. Kvöldið leið fljótt og ég vissi ekki fyrr en Kennedy kom inn i eldhús og spurði mig, hvar Lily væri. Ég sagði honum, að þetta væri fríkvöldið hennar, en hún kæmi rétt bráðum, og rétt í sama mund kom hún og hann fór með hana upp í herbergi húsmóðurinnar. Hann vildi vita, hvort hún hefði farið með einhver föt með sér, Svo Lily leit í kringum sig og sagði honum það og kom svo niður til mín. Hún var öll í uppnámi. „Hún hefur hlaupist á brott með einhverjum,” sagði hún. „Þetta hefur fengið mikið á húsbóndann. Ég held hann hafi fengið slag. Þetta hefur greinilega verið hræðilegt áfall fyrir hann. Hann er nú meiri einfeldingurinn. Hann mátti nú búast við þessu.” „Þú ættir ekki að tala svona,” sagði ég. „Hvernig veistþú, hvort hún hefur hlaupist á brott með einhverjum? Kannski hefur hún fengið skeyti frá einhverjum veik- um ættingja sínum.” „Veikum ættingja, að heyra,” sagði Lily. „Hún skildi eftir miða.” „Með hverjum fór hún?” spurði ég. „Með hverjum heldurðu?” sagði Lily. „Áreiðanlega ekki hinum alvöru- gefna Fane með ýsuaugun, þótt hann elti hana eins og hlýðinn hundur.” Þá sagði ég: „Þú heldur þá, að það sé hershöfðinginn — hvað sem hann nú hét.” Og hún sagði, „Það þori ég að veðja. Nema að það sé dularfulli maðurinn í fína bílnum.” (Þetta með dularfulla manninn var bara grín okkar á milli) Og ég sagði: „Ég trúi þessu ekki. Ekki á frú Halliday. Hún myndi aldrei haga sér þannig.” Og Lily sagði, „Ja, hún virðist nú samt hafa gert það.” En þetta var bara byijunin. Seinna, þegar við vorum farnar að sofa uppi í herberginu okkar, þá vakti Lily mig. „Heyrðu,” sagði hún. „Þetta getur engan veginn staðist.” „Hvað getur ekki stað- ist?” sagði ég. Og hún svaraði, „Fötin,” „Um hvað ertu að tala?” sagði ég. „ÞófEdie,” sagði hún. „Ég athugaði fötin hennar, vegna þess að læknirinn bað mig um það. Og ein ferðataskan var horfin og heilmikið af fötum — en ekki þau réttu.” „Hvað áttu við?” spurði ég. Og Lily sagði, „hún fór með kvöldkjól, þennan gráa og silfraða — en hún tók ekki beltið, brjósta- haldarannogundirkjólinn, sem hún notar við hann, og hún fór með gylltu. skóna sína, en ekki þessa silfurlitu. Og svo fór hún með þykku grænu dragtina, sem hún fer aldrei í fyrr en á veturna, en ekki með þykku peysuna, heldur blúndu- blússuna, sem hún notar við spari- dragtina. Framhald í naesta blaöi. <3 EJnaus SlÐUMÚLA 7—9 ^ REYKJAVlK rn.r ^ SlMI 82722 J 1. Wizt þú hvar vörurnar eru fáanlegar? 2. Hefur þú tekið saman hve mikiö þaö kostar þig aö leita um allan bæ art því sem 'antar? •’i. Veiztu hvernig greina á bilun á hílnum? EINFÖLD EN GÓÐ LAUSN: Vörulisti frá Bílanausti hf. er 154 síður. mert skrá vfir gífurlegt vöruúrval. Asamt greinargórtum upplýsingum um hvernig greina má bilun á bílnum. ÞAI) SEM GER.A ÞARF: Panta lista. Útfyllirt eyrtublart þetta og sendirt til Bilanausts hf., Sírtumúla 7-9, pósthólf 994. Revkjavík. Nafn_______________________________________________________ Ileimili __________________________________________________ Sveitarfélag ---------------------------------------------- VERÐ AÐEINS KR. 600. Eg öska þess art Bilanaust sendi mér vörulisa 197S sem kostar kr. 600. Póstsendist hjálögrt greirtsla kr. 850,- mert burrtargjaldi. Póstkriifu mert póstkröfukostnarti. 13. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.