Vikan


Vikan - 30.03.1978, Page 36

Vikan - 30.03.1978, Page 36
É MÐRI VIKU Spakmæli vikunnar. Náttúran gaf manninum tvo enda — annan til að sitja á, hinn til að hugsa með. Gæfa eða gæfuleysi einstaklingsins byggist á því hvom endann hann notar meir. Slökkvið á sjónvarpinu og takiðfram myndaalbúmió Bandarískur sálfræðing- ur skýrði nýlega frá því í blaðaviðtali, að gott ráð við taugaveiklun og hugaróróa væri að blaða í gömlum Ijós- myndaalbúmum. ,,Gamlar Ijósmyndir veita ’ meiri hvíld en sjónvarpið. Ef dagurinn hefur verið þér erfiður, þá er eins víst að sjónvarpið mun ekki veita þér neina hvíld. Það, sem þú sérð í sjón- varpinu, er trúlega endurtekning þess, sem dagurinn lagði þér á herðar. En gamlar fjölskyldumyndir leiða hugann frá amstri dagsins inn í ævintýri gömlu, góðu daganna. Fatlaðir fallhlffa- stökkvarar Ekkert er óvenjulegt lengur við að sjá fallhlífa- stökkvara leika listir sínar í háloftunum. En þessir bandarísku fjórmenningar hafa allir orðið fyrir einhverjum líkamlegum áföllum. Einn missti hand- legg í Vietnamstríðinu, annar missti handlegg í slysi og tveir misstu annan fótinn í slysum Þetta er vægast sagt karlmannlega gert hjá fjórmenningunum. Sjáum við geimverur í ár? Nokkrir spámenn, eða „sjáendur," hafa spáð því, að á þessu ári muni geimverur gista jörðina. Geimverurnar munu sýna jarðarbúum vinsemd og fara með friði. Einn spámann- anna segir, að geimverur hafi reyndar verið á meðal okkar all- lengi, en þeir séu á engan hátt öðruvísi en Pétur og Páll. Annar spámaður segir, að geimverurnar, sem komi til jarðar í ár, muni m.a. hjálpa læknum til að lækna krabbamein. j---------------------------------------------- iliill ðái iiiss \ Mjr v f mmm ililiiiliUuiií BOGARTENN VINSÆLL Flestir þekkja þetta andlit. Hér er á ferðinni Humphrey Bogart heitinn, sem enn er mjög vinsæll leikari, höfðar jafnt til yngri kynslóðar- innar sem hinnar eldri. Nú er byrjað að sýna í sjónvarpi erlendis syrpu úr 19 mynd- um, sem Bogart lék í, en samtals lék hann í 75 myndum og oftast nær glæpon eða hrjúfan per- sónuleika. Bogart lést 75 ára úr krabbameini. í nýlegri könnun, sem fram fór í Þýskalandi, kváðust tveir þriðju þeirra, sem voru spurðir, albúnir að sjá Bogart mynd allt að fjórum sinnum. Illllllllllllllll Velmegunar sæði Rannsókn sýnir, að á síðustu 15-20 árum hefur dregið úr tvíbura- fæðingum í iðnríkjun- um. Sennilegasta skýringin er sú, að vegna breyttra lífshátta sé sæði karlmanna í þessum ríkjum ekki eins kraftmikið og heilbrigt og það var hér áður fyrr! Illllllllllllllll 36 VIKAN113. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.