Vikan


Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 45

Vikan - 30.03.1978, Blaðsíða 45
Olga sagði ekkert. Hún skildi, hvað hann meinti. í Ólympiuþorp- inu vissu allir, að þau höfðu verið mikið saman. Ef þau stœðu sig illa í keppni, yrði því kennt um. En gullverðlaun myndu þagga niður allt slúður. Og ef bæði ynnu gull, gæti það hjálpað þeim í baráttunni fyrir sameiginlegri framtíð. Þau — Var það ekki Harold Conolly, sem þú talaðir við? Olga kinkaði kolli. — Tókstu ekki eftir einhverju óvenjulegu við vinstri hönd hans? — Nei, hvað áttu við? — Hann er bæklaður. Vinstri handleggurinn er styttri og veikari en sá hægri. Þegar hann var barn, var höndin alveg lömuð. Það er furðulegt, að honum skuli hafa tekist að komast í röð bestu sleggju- kastara í heiminum. — Hann er aðlaðandi. Ég hefði gjarnan viljað eiga við hann lengri samræður. — Ekki ganga of langt. Þú veist, hvaða skoðanir pólitísku farar- stjórarnir okkar hafa á sambandi við Bandaríkjamenn! Næsta dag óskuðu vinir Olgu henni til hamingju með daginn. Hún þakkaði brosandi hamingjuóskirn- ar, en hafði alltaf í huga, hvort Conolly léti sjá sig við æfinguna, eins og hann hafði talað um. Hún vonaðiþað. Rétt í þann mund sem æfingum var að ljúka kom hann. Hann rétti henni bók og sagði: — Fyrirgefðu, að ég kem svona seint. Þetta er bók um liðið okkar. Ég er búinn að hlaupa á milli liðs- manna í allan dag til að fá þá alla til að skrifa nafnið sitt í hana. Gjörðu svo vel og til hamingju! Olga var hrærð, og hún fann, að hann hafði ekki komið aðeins fyrir kurteisis sakir. Næstu daga notuðu þau hvert tækifæri sem gafst til að spjalla saman. Urðu bæði Olympíumeistarar Olga tók ekki þátt í opnun leikj- anna. Hún var með slæmsku í fæti og læknirinn hafði fyrirskipað henni að hafa hægt um sig. En Olga hafði ekki hægt um sig. Um leið og hún var orðin ein, fór hún til æfinga- svæðisins. Þar beið annar, sem ekki tók þátt í opnun leikjanna frekar en hún — Harold Conolly. Þau eyddu deginum saman. Daginn eftir áttu leikarnir að hefj- ast, kringlukast kvenna varein af fyrstu greinunum. — Þú getur sigrað, Olga, sagði Harold. Og það er áríðandi, að þér takist það! Það er áriðandi, að við sigrumbæði... Olga og Harold eignuðust brátt son, og hann var ekki orðinn hár í loftinu, þegar þau fóru að taka hann með sér á œfingar. Olga og Harold leiðast í Hyde park — loksins orðin hjón. fundu það bæði, að leiðir þeirra áttu að liggja saman í framtíðinni. Olga var taugaóstyrk í keppninni og gekk ekki of vel í fyrstu. En í síðasta kasti setti hún nýtt Ólympíumet. Áhorfendur fögnuðu óspart, en Olga var ekki viss um sigur. Skæðasti keppinautur hennar, hin rússneska Nína Panomareva, átti eftir sitt síðasta kast. Olga treysti sér ekki til að horfa á hennar kast. Hún lá á grúfu á vellinum. Nafn Ponomarevu var kallað upp. Svo var stundarþögn og síðan áköf fagnaðarlæti mann- fjöldans, sem klappaði sterkt og lengi. Var verið að fagna vel- heppnuðu kasti Panomarevu eða....? Olga þorði ekki að líta upp. En einn af starfsmönnunum ýtti við henni og hrópaði: — Þú getur risið á fætur, þú hefur sigrað! Óendanleg gleði og léttir fylltu hug hennar. Henni hafði tekist að vinna sitt gull! En svo náðu áhyggj- urnar tökum á henni aftur. Á morgun yrði Harold í eldlínunni. Hann varð líka að sigra... Áður en hann gekk til keppni, gaf hún honum lítinn bangsa og sagði: — Hann heitir Media. Ég hefi haft hann með mér við hverja einustu keppni, sem ég hefi tekið þátt í. Nú átt þú að hafa hann með þér i dag. Hann mun færa þér heppni... Og bangsinn færði honum gæfu. Harold sigraði! En nú höfðu tékknesku fararstjórarnir þefað uppi, að eitthvað var á milli hans og Olgu. Hún var tekin tii yfirheyrslu: — Það er til skammar, að Olympíumeistari frá Tékkóslóvakíu sýni sig með einum úr hópi heims- valdasinnanna. Er eitthvað á milli ykkar? Olga svaraði bara: — Ekkert annað en vinátta. Við dáumst að hvort öðru sem íþrótta- menn. Þau börðust fyrir ást sinni En þetta var ekki sannleikanum sannkvæmt. Olga var ákaflega ást- fangin af Harold og hún var sann- færð um ást hans, jafnvel þó að hann hefði aldrei tjáð hana berum orðum. Síðasta dag leikjanna játuðu þau hvort öðru ást sína. Þau voru saman á sýningu . Harold var óvenju þögull. Að lokum sagði hann: — Ég fer á morgun. — Ég veitþað. — Þú verður að koma með mér. Viltu verða konan min? Við getum gift okkur í Boston... Harold stakk upp á einföldustu leiðinni. En Olga vissi, hvað það myndi hafa i för með sér. Hún myndi aldrei framar verða viðurkennd 13. TBL. VIKAN45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.